Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 26

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 26
fréttir Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Alma Guðmundsdóttir alma@365.is Forsíðumynd Ari Magg Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR E inar Örn Einarsson leik- ari og Garðar Thor Cort- es söngvari hafa verið vinir síðan þeir léku í þáttunum um Nonna og Manna. Á meðan tökur á fyrrnefndum þáttum fóru fram hlustuðu þeir mikið á söngv- arann Bon Jovi og fíluðu hann í botn. Þegar kappinn var með tón- leika í Lundúnum í síðustu viku ákvað Einar Örn að fljúga út á ell- eftu stundu, meðal annars til að geta séð gamla átrúnaðargoðið sitt á sviði. Saman rifjuðu þeir Garðar Thor upp gamla takta. „Þetta var svolítið óvænt en ég ákvað að heimsækja Garðar og rugla aðeins í honum,“ segir Einar Örn hlæjandi og segir að þetta hafi verið mikil upplifun. „Við hlustuðum mikið á Bon Jovi meðan á tökum stóð á Nonna og Manna og vorum gjörsamlega óþolandi í bílnum þegar við vorum sóttir úr tökum því við vildum allt- af hafa Bon Jovi í botni. Við vorum alveg að gera út af við aðra í bíln- um,“ segir Einar Örn. Þegar hann er spurður að því hvort tónlist- arsmekkurinn hafi ekkert þróast játar hann að aðdáunin á Bon Jovi hafi aðeins vaxið við að sjá kapp- ann á sviðinu í Lundúnum. Það var þó ekki bara Bon Jovi sem dró Einar Örn til Lundúna því daginn áður fór hann í útgáfuteiti hjá Garðari Thor í tilefni af nýja disknum hans. Þar var múgur og margmenni og mikið af þekktu fólki úr bransanum. Þegar Einar Örn er spurður að því hvort frægðin hafi stigið Garðari Thor til höfuðs þverneit- ar hann því. „Hann er ennþá alveg negldur við jörðina,“ segir Einar Örn og brosir. Hann segir að það sem eftir hafi lifað ferðar hafi þeir tekið því rólega, farið í leik- hús á Músagildru Agöthu Christie og notið þess að vera til. „Okkur finnst óskaplega gott að hanga og gera ekki neitt,“ segir Einar Örn, sem er á ferð og flugi þessa dag- ana. Hann vinnur sem flugþjónn hjá Icelandair í sumar en í haust verður hann að leika með Leik- félagi Akureyrar en hann útskrif- aðist úr Rose Bruford College í Lundúnum árið 2004. martamaria@365.is Einar Örn Einarsson og Garðar Thor Cortes létu drauminn rætast og fóru á Bon Jovi-tónleika í Lundúnum Fíla Bon Jovi í botn „Ég kem heim frá Ibiza í dag eftir verðskuldað sumarfrí og er orðinn jafnbrúnn og Gillzenegger. Svo er eins gott að vera í stuði á laugardaginn því hann verður þéttur. Ég byrja á því að vakna og gera mig sætan. Fer svo í hljóð- prufu á Nasa, syng svo í tveimur brúð- kaupum yfir daginn ásamt Moniku hörpuleik- ara, rýk svo í brúðkaupsveislu hjá vini mínum og þeyti skífum fyrir hann, og fer svo beint þaðan á Nasa þar sem ég mun þeyta skífum og troða upp á styrktar balli Gay Pride langt fram undir morgun. Haffi Haff verður sér- stakur gestur kvöldsins og hver króna af miðasölunni rennur beint til Hinsegin daga. Á sunnudaginn sef ég út og fatta að ég er kominn aftur heim til Íslands.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður Nonni og Manni. Einar Örn og Garðar Thor. Þessa mynd tóku þeir af sér á Bon Jovi-tónleikunum í Lundúnum. „Ég byrjaði síðastliðinn mánudag og þetta hefur bara gengið mjög vel,“ segir Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona, sem gegnir nú sumaraf- leysingastarfi í Kastljónu. „Starfið er mjög fjöl- breytt og maður er alltaf með augu og eyru opin fyrir spennandi efni,“ segir Ísgerður sem var í þann mund að taka viðtal á Landsmóti hestamanna þegar blaðamaður náði tali af henni. Spurð hvort hún fái eitthvert sumarfrí seg- ist hún ætla utan í lok sumars. „Tveir af vinum mínum sem ég kynntist í Arts Education-leiklistar- skólanum í London eru að fara að gifta sig á Ítalíu í lok ágúst, svo ég fer líklegast þangað í brúðkaupið ásamt fleiri gömlum skólafélögum,“ segir Ísgerður að lokum. - ag Nýtt andlit í Kastljósinu Ísgerður er í sumarafleysingum í Kastljósinu og ætlar í brúðkaup á Ítalíu í lok ágúst. Það er glatt á hjalla hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Stefan- íu Pálmadóttur því í kvöld eru þau búin að bjóða í svakalegt garð partí heim til sín á Sóleyjargötuna. Síð- ustu ár hafa þau haldið sams konar teiti og hafa þau verið fræg fyrir flottheit og frábæran mat. Reikna má með að allt helsta peningafólk bæjarins verði samankomið í teitinu ásamt fjölskyldu og nánustu vinum. Því miður missir Lilja Pálmadóttir, systir Ingibjargar, af partíinu því hún verður á Landsmóti hestamanna á Hellu með sína sex gæðinga. Annað tölublað af sjónritinu Rafskinnu hefur loks- ins litið dagsins ljós og var útgáfu þess fagnað í Sirkusportinu í gær. Þema blaðsins að þessu sinni er hús. „Það er mikið í blaðinu sem teng- ist húsum á einn eða annan hátt,“ segir Sigurður Magnús Finnsson, einn af útgefendum Rafskinnu. „Til dæmis er Biggi veira úr Gus Gus með smá fræðsluþátt um sögu hústónlistar. Svo förum við í húsbílaferð með múm og þau sýna okkur allt það æfingahúsnæði sem þau hafa notað í gegnum tíð- ina. Það er líka myndband með þeim og nokkrum öðrum. Nýja þrívíddarmyndbandið hennar Bjark- ar er þarna og fylgja þrívíddargleraugu með tíma- ritinu.“ Fleiri skemmtilegir fylgihlutir fylgja með sjónrit- inu, sem kemur út á DVD-diski. Þeirra á meðal eru minnisspil, sem að sjálfsögðu eru tengd þema rits- ins, húsum. „Það eru myndir af húsum á Laugaveg- inum sem á að rífa á næstunni – svo fólk geti lagt þau á minnið áður en þau hverfa,“ segir Sigurður. Nýja tölublaðið af Rafskinnu inniheldur um þrjá klukkutíma af efni, en að sögn Sigurðar er lengsti hlutinn myndin Oxsmá Plánetan í leikstjórn Óskars Jónassonar. Myndina gerði Óskar fyrir um 25 árum en hún hefur aldrei komið út áður. FAGNA ÚTGÁFU NÝRRAR RAFSKINNU Þrír klukkutímar af efni Pétur Már Gunnarsson, Þórunn Hafstað, Sigurður Magnús Finnsson og Ragnheiður Gestsdóttir eru fjórir af fimm að- standendum sjónritsins Rafskinnu, sem er nú komið út í annað sinn. Stuart Weitzman Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 2 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.