Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 36

Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 36
útlit smáatriðin skipta öllu máli Þegar krónan er orðin svo ótrúlega ókristi- leg gagnvart öðrum gjaldmiðlum verðum við að leita annarra leiða til að upplifa sanna sumarsælu án þess að það tröll- ríði heimilisbókhaldinu. Ef þú ert ekki tímabundin eða að stelast úr vinnunni er um að gera að taka strætó í Naut- hólsvík og hafa strandtöskuna meðferðis. Í henni þarf að vera handklæði til að liggja á, sólarvörn svo þú eldist ekki um aldur fram, góð bók, gloss, iPod, bikiní og strandskór. Njóttu þess að hreinsa hugann og gleyma stund og stað. Að strandferð lokinni er ekki úr vegi að halda áfram sumarþemanu með tilheyrandi dekri. Farðu í bað og skrúbbaðu þig með Bobbi Brown-strandsápunni sem er alger snilld. Í henni er ekta strandsandur sem gott er að nudda inn í húðina. Að baði loknu skaltu bera á þig strandolíuna frá Bobbi Brown til að gera þig silkimjúka og dásamlega. Þarf kona eitthvað fleira? martamaria@365.is SOLEIL TAN DE CHANEL Coco Chanel fékk innblástur þegar hún eyddi sumrinu 1930 í Biarrits og bjó til fyrsta sólarpúðrið, Poudre Tan. Nýja sólarpúðrið gefur húðinni fallegan ljóma og gullið yfirbragð. STUTTBUXUR FRÁ MISS SIXTY eru ómissandi í Nauthólsvík. Bobbi Brown sápan úr Strand- línunni er frábær. Hún er tví- lit, sandlituð með smáum sand- kornum í með örlítið dekkri rönd með grófari sandkornum. Ef þú vilt fá strandfílinginn inn á bað til þín þá er þessi algerlega málið. Í sól og sumaryl síðustu helgi ákváðum við fjölskyldan að skella okkur í sveita- ferð. Með góða skapið að vopni og nóg af heimatilbúnu nesti keyrðum við út úr bænum með fullan tank af bensíni. Ein- hvern veginn fannst mér svo mikilvægt að taka nesti meðferðis svo ég þyrfti ekki að innbyrða eiturbras úr sóðalegri vegasjoppu. Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvers vegna enginn hefði heilsuvætt hringveginn með hreinni matvöru, lífrænu lambakjöti, ferskum fiski, spelti, sojamjólk og girnileg- um grænmetisréttum? Og hvernig stæði eiginlega á því að það væri erfitt að fá alvöru gourmet-kaffi fyrir ofan Ártúnsbrekkuna? Á heimleiðinni neyddumst við til að taka bensín á Vegamótum á Snæfellsnesi þar sem dæla merkt N1 var það eina sem í boði var á þessari ögurstundu. Þegar við reyndum að dæla á bílinn komumst við að því að við þurftum að kaupa sérstök bensínkort til að stinga í sjálf salann til að fá dælurnar til að virka. Þegar ég spurði afgreiðslu- dömuna, sem var líklega ekki ennþá búin að eyða fermingarpening- unum sínum, út í kort fyrir 5.000 krónur sagði hún að þau kort væru löngu búin og bauð mér kort fyrir 10.000 kall. Þar sem við vorum á því að reyna að kaupa eins lítið bensín og við kæmumst upp með spurðum við um ódýrara kort. Eftir mikla leit fann hún loksins 3.000 króna kort þannig að ég bað um tvö þannig. Þegar kom að því að dæla á bílinn kom í ljós að á hverju korti var einungis bensín fyrir 2.960 krónur og því vantaði 80 krónur upp á í heildina. Þegar eiginmaðurinn, sem var orð- inn ótrúlega fúll á þessu stigi málsins, fór inn í sjoppuna og talaði við fermingarbarnið yppti það bara öxlum og sagðist ekkert geta gert því kortin færu sjaldnast upp í topp. Ekki var þetta svar til að bæta stemninguna í bílnum því tveimur dögum áður hafði eiginmaðurinn upplifað svipað atvik á N1 á Brú við Hrútafjörð. Þar voru bara 10.000 króna kort í boði og í mótmælaskyni komst hann á þrjóskunni einni saman í Borgarnes. Á meðan hann rifj- aði þetta upp varð skapið þyngra og þyngra og við ákváðum að láta N1 ekki ræna okkur framar. Eini ljósi punkturinn var kannski að við æfðum okkur í hugarreikn- ingi á leið til Reykjavíkur. Af 100 seldum 3000 króna kortum græðir N1 líklega 4000 krónur ef þeir stela 40 krónum af hverju korti, af 1000 kort- um 40.000 krónur og 10.000 kort gera þá um 400.000 krónur. Meðan við reiknuðum fram og til baka fórum við að spá hvort þeir rændu mismiklu eftir stærð kortanna eða hvort við værum eina fólkið á Íslandi sem lend- ir í þessu tvisvar í röð? Gæti verið að þessar ránskrónur borgi tveggja króna afsláttinn – sem þeir auglýsa grimmt – ef maður dælir sjálfur? Það er yndisleg tilfinning að vita að húðin sé tandurhrein og glans- andi. Frá Chanel er komin splunkuný húðlína sem fær hvaða húð sem er til að ljóma. Byrjaðu á því að bera Lait Con- fort frá Chanel á húðina og hreinsaðu öll óhreinindi burt. Þegar það er búið skaltu bera á þig hreinsi- vatnið, Lotion Confort, úr sömu línu. Þegar húðin er orðin tandurhrein skaltu bera á þig Hydramax + active frá Chanel en það er gelkennt dagkrem sem svínvirkar. Þegar þessu er lokið skaltu leggjast upp í sófa og slappa af! -MMJ Andlitsdekur a la Chanel Lait Con- fort hreinsar húðina svo hún ljóm- ar af hrein- leika og Lot- ion Confort er hreinsi- vatnið sem allir eru að tala um. MYNDIR/AUÐUNN Yfirleitt eru konur ekkert sérstak- lega smart þegar þær taka toppinn frá andlitinu með ennisbandi. Þetta ennisband sker sig þó úr úr því það er svo dásamlega mjúkt. Það er í stíl við andlitslínuna frá Chanel. Appelsínugul strandtaska full- komnar stemn- inguna. Prófaðu að dekra almennilega við þig í hjarta borgarinnar Nautn í Nauthólsvík Doppótt- ur draumur. Þessi sund- bolur fæst í Noa Noa í Kringlunni. Sólarvörnin frá Biotherm er frábær ferða- félagi og gætir þess að húðin eldist ekki fyrir aldur fram. Strandlínan frá Bobbi Brown er hreinn unað- ur út af fyrir sig. Húðin drekkur þennan unað í sig og húðin verður silkimjúk eins og á ung- barni á eftir. Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Hvers á maður að gjalda? Ómengaðar án allra aukefna og 100% náttúrulegar. – Hentar allri fjölskyldunni. 12 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.