Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 40
Föstudagar eru í uppáhaldi því þá eru færri fundir en á hefðbundnum vinnu- degi í borgarmálunum. Það er því sér- takt tækifæri á góðum föstudegi að fara á kaffihús eða í bókabúð og ná utan um verkefnin sín og hugmyndir. Ég fer oftar en ekki í Eymundsson í Austurstræti sem hefur þó þann ókost að hugurinn reikar mjög langt frá Reykjavík þegar ég sit í kringum allar ferðabækurnar og sötra kaffi. Ég er svo heppin að eiga tvö hjól, eitt sem er í vinnunni og ég nota til að fara á milli funda í miðbænum. Hitt er heima og ef ég næ að fara í hjóla- túr í Fossvogsdalnum með sonum mínum eftir vinnu er dagur- inn þegar orðinn ógleym- anlegur. Maður er manns gaman og til að gera föstudag ógleymanlegan verður að safna saman liði og bjóða í grillveislu. Skemmtilegast er að geta náð nokkr- um vinum saman með öll börnin og geta átt afslappaða stund í lok vikunn- ar en þó með hasar og fjör barna- skarans í bak- grunni. Helst þarf að byrja grillhá- tíðina snemma svo allir hafi tíma til að fara úr hversdags- leikanum inn í helg- ina. Grillveislan er fullkomnuð með grillkjöti frá Kjöt- höllinni í Miðbæ (við Álftamýri). Langbesta nautakjötið og bestu grillborg- ararnir í bænum. Þegar skarinn af vinum er farinn heim er lykilatriði að henda sér í lopasokka og stóra peysu og lesa góða bók. Maður verður að eiga tóma stund til að lesa um helgar og mikilvægt að ná að minnsta kosti einum kafla áður en maður fer í draumahöllina þreyttur en glað- ur eftir vikuna. Ég var að ljúka við þessa bók, the Glass Castle - alveg frábær. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi FÖSTU DAGUR LEIÐIR TIL AÐ GERA FÖSTUDAG ÓGLEYM- ANLEGAN5 Fjölnir Þorgeirsson er fædd- ur 27.06.1971. Þegar fæðing- ardagurinn er lagður saman verður 33 útkoman. Þegar 3+3 eru lagðir saman kemur út talan sex en það er lífstala Fjölnis. „Að hafa töluna 33 í útkomunni af fæðingardegi er ávísun á að viðkomandi einstaklingur sé kraft- mikill og með gott hugmyndaflæði. Fjölnir er talan sex sem gerir hann að skapstórum ljúfl- ingi. Það má finna marga íþróttamenn með þessa tölu, þar er hestamennska ekki frátal- in. Fjölnir er á frekar erfiðu ári í ár varðandi ástarmálin sín. Þau minna helst á loftárás þar sem gott væri að hafa neðanjarðarbyrgi. Ástin skiptir Fjölni miklu máli og fast samband fer honum miklu betur en að vera á markaðn- um,“ segir Sigríður Klingenberg og bætir því við að hún haldi að einn fugl sé floginn en annar sé á leiðinni til hans. Hún væri ekki mjög hissa þó að ástar orkan væri í kringum hann á hesta- mannamótinu á Hellu. „Fjölni mun ganga vel á hestamanna- mótinu ef hann nær að halda ró sinni. Hann er á mjög góðu ári til að horfast í augu við sjálfan sig og til að sigrast á veikleikum sínum. Hann er á tölunni sjö sem gefur honum nýja lífsýn og frið. Þegar líður á árið mun hann ná sáttum við sjálfan sig. Þetta er akkúrat árstalan sem fær fólk til að klífa fjöll, breyta mataræði sínu og fara að lifa heilbrigðara lífi. Næsta ár verður gott hjá Fjölni. Peningamálin munu glæð- ast og sú orka byrjar að kíkja inn í líf hans þegar hausti tekur að halla og þá sýn- ist mér hann vera kominn með gamla kærustu upp á arminn. Fjölnir á eftir að verða margra barna auðið, búa í sveit sinni og verður virtur hesta- bóndi.“ Klingenberg.is SIGRÍÐUR KLINGENBERG spáir fyrir Fjölni Þorgeirssyni Á eftir að verða margra barna faðir 16 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.