Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 54

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 54
30 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > GOTT KYNLÍF Will Smith segir að lykillinn að góðu hjónabandi sé að stunda mikið kynlíf. Leikarinn, sem hefur verið giftur Jada Pinkett Smith í ellefu ár og á með henni tvö börn, segist halda spennunni í hjónabandinu með því að stunda kynlíf reglulega. Auk þess segist hann varla þola að taka sér langt frí frá vinnu sinni og vonar að Jada sé tilbúin að stunda mikið kynlíf í fimm mánaða fyrirhug- uðu fríi þeirra hjóna. Pálmi Gestsson leikari starfar sem hafnarvörður á Bolungarvík. Hann átti von á rólegheitum í starfi en þess í stað stendur hann sveittur við að vigta fisk- afla Bolvíkinga. „Ég hélt ég gæti bara haft það huggulegt og fylgst með skipun- um sigla að, en annað hefur komið á daginn,“ segir Pálmi Gestsson, leikari og hafnarvörður. Pálmi réði sig í starf hafnarvarðar á Bol- ungarvík í sumar og leysir þar af stóra bróður sinn, Ólaf Svan, sem er yfirhafnarvörður. „Þetta er bara hörkupúl og vinna,“ segir Pálmi sem þarf að vigta aflann úr hverjum einasta báti sem kemur að landi. Meira að segja þess sem dorgar fram af höfninni með veiði- stöng. „Við lifum í vigtunar- og bókhaldssamfélagi,“ segir Pálmi. Hann segir það hafa verið flókið að læra á allar þær vélar sem hann vinnur með. „Það rauk alveg úr hausnum á mér fyrstu vikuna. Þetta þarf allt að vera rétt. Annars fær maður trillukarlana á hurðina strax, sem er ágætt,“ segir Pálmi og hlær. Um helgina eykst svo álagið á Pálma til muna þegar sjó- stangveiðikeppni verður haldin á Bolungarvík. Þá þarf Pálmi að vigta afla hvers og eins. Þrátt fyrir puð og púl í starfi hafnarvarðar nýtur Pálmi verunn- ar á æskustöðvunum til hins ýtr- asta. Hann hefur fest kaup á hús- inu sem hann fæddist í. Kona hans, Dillý, dvelst þar með honum ásamt átta ára syni þeirra. Pálmi á ógrynni ættingja á Bolungarvík og býr dóttir hans þar sem og sonur hans sem leysir af í lögregl- unni. „Það er frábært að vera hérna og ekki síst fyrir strákinn litla. Hann bara fer út á morgnana og kemur heim þegar hann er svangur.“ Pálmi hefur breytt sinni lífsrút- ínu. „Nú er maður kominn í gamla stílinn. Ég fer heim í hádeginu og fæ mér að borða, hlusta fréttirnar og legg mig jafnvel,“ segir hann og hlær. „Það er bara hlustað á gömlu gufuna að sjálfsögðu. Alla vega þegar ég er að vigta enda held ég að það náist engin önnur stöð.“ Pálmi var einmitt í hádegismat þegar blaðamaður náði tali af honum. „Ég er að horfa hérna út. Sé alla Snæfjallaströndina og inn Djúpið,“ segir hann hugfanginn. Pálmi mun starfa sem hafnarvörð- ur til loka júlí. Þá mun stóra vigt- unarsumrinu í lífi Pálma ljúka og þá er nóg komið af vigtunum í bili. „Ég er hættur að stíga á vigtina sjálfur,“ segir Pálmi kampakátur. soli@frettabladid.is Hörkupúl að vera hafnarvörður MEÐ STÓRA BRÓÐUR Pálmi og Óli Svanur stóri bróðir hans voru kátir á við hafnarbakkann í gær. Óli Svanur réði Pálma til starfans en hann er yfirhafnarvörður á Bolungarvík. FRÉTTABLAÐIÐ/DILLÝ Einn frægasti og vinsælasti hópur tónlistarmanna í kúbverskri tón- list, Buena Vista Social Club, er nú væntanlegur hingað til lands í annað sinn. Það er Hr. Örlygur sem sér um að flytja tónlistar- mennina hingað heim á Klakann. Stórtónleikar verða á Hlíðarenda seinna í mánuðinum. Buena Vista Social Club var vinsæll og lifandi skemmtistaður í Havana á fimmta áratug síðustu aldar. Staðurinn var vinsæll sam- komustaður tónlistarmanna þar til Castro komst til valda og skemmtistaðnum var lokað, í kjöl- far þess fluttu margir tónlistar- mannanna til Bandaríkjanna en aðrir urðu eftir á Kúbu. Meðal þeirra sem urðu eftir í Havana voru píanóleikarinn Rubén Gonz- ález, gítarleikarinn Compay Seg- undo og söngvarinn Ibrahim Fer- rer. Næstum fimmtíu árum eftir lokun Buena Vista Social Club þegar bandaríski tónlistarmaður- inn Ry Cooder kom til Kúbu til að taka upp plötu komst hann að því að margir þessara tónlistarmanna voru enn á lífi og í fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur. Úr þessu sam- starfi varð svo metsöluplatan Buena Vista Social Club og heim- ildarmynd með sama nafni sem þýski leikstjórinn Wim Wenders leikstýrði og tónleikaferðalag. Nú er rúmur áratugur síðan þessi fræga plata var tekin upp og margir sem á henni spiluðu hafa fallið frá en líkt og orðtækið segir, þá kemur maður í manns stað og er hljómsveitin enn á ný á ferð um heiminn að spila tónlist sína. Cachaíto López er sem forðum burðarás hljómsveitar- innar en með henni spilar ellefu manna úrvalssveit kúbverskra hljómlistarmanna. Tónleikarnir munu fara fram í Vodafone-höll- inni 24. júlí og verður miðasala og verð auglýst síðar. - sm Gömlu mennirnir aftur til Íslands BUENA VISTA SOCIAL CLUB TIL ÍSLANDS Tónlistarmennirnir eru fullir af fjöri þrátt fyrir háan aldur. Þeir leika á tónleikum í Vodafone-höllinni 24. júlí næstkomandi. NORDICPHOTOS/GETTY Nú hefur sá orðrómur verið á kreiki að skemmtistaðir í miðbæ Reykjavíkur hyggist taka höndum saman og loka á slaginu þrjú í þeirri von að opna augu yfirvalda fyrir þeim vandamálum sem mundu skapast í miðbænum ef skemmtistaðir lokuðu allir á sama tíma. „Þetta er eitthvað sem félag kráareiganda hefur pælt í en þetta er þó aðeins hugmynd enn sem komið er,“ segir Kormákur Geir- harðsson, eigandi Ölstofunnar og formaður Félags kráareiganda. Að sögn Kormáks hittast fulltrúar kráareiganda, íbúa og yfirvalda á hverjum mánudegi og skiptast á skoðunum um skemmtanahaldið í miðbænum þá helgina. „Ég held að ef skemmtistaðir loki allir á sama tíma verði ástandið í miðbænum verra núna en það var fyrir tíu árum síðan. Ég tel að besta lausnin sé sú að skemmtistaðir loki á mis- munandi tímum og samgöngur úr bænum verði bættar og löggæsla verði sýnilegri því það er ekki hægt að kenna Íslendingum að drekka á einni nóttu,“ segir Kor- mákur að lokum. - sm Vinna að lausn á miðbæjarvanda KORMÁKUR segir ekki hægt að kenna landanum að drekka á einni nóttu. Megan Fox hefur slitið trúlofun sinni við fyrrverandi Beverly Hills-leikarann Brian Austin Green. Megan, sem trúlofaðist Brian í nóvember 2006, finnst hún vera of ung til að festa ráð sitt og ákvað því að slíta sambandi sínu við leikarann. Megan, sem var valin kyn- þokkafyllsta kona heims af tímaritinu FHM fyrr á þessu ári, greindi vinum sínum og sam- starfsfélögum frá ákvörðun sinni í síðustu viku. Brian og Megan höfðu verið saman í fjögur ár, en Brian var áður trúlofaður meðleikkonu sinni Vanessu Marcil og á með henni sex ára son. Sleit trúlof- uninni FJÖGURRA ÁRA SAMBAND Á ENDA Megan Fox finnst hún vera of ung til að festa ráð sitt og sleit nýverið trúlofun sinni við leikarann Brian Austin Green. Sextánda Humarhátíðin á Höfn fer fram um helgina með tilheyrandi húllumhæi, hoppuköstulum og hljóðfæraleik. Þetta er fyrir löngu orðinn miðpunktur sumarsins hjá Hornfirðingum. Þeir sem troða upp á svæðinu eru meðal annars Gunni og Felix, hljómsveitirnar Dísel og Undur, Bjarni Töframaður og Soffía mús. „Það verður æðislegt stuð í bænum bæði á föstudags- og laugardagskvöld,“ segir Valdemar Einarsson, forsvars- maður hátíðarinnar. „Það verða þrjú böll í gangi í bænum bæði kvöldin og lifandi músik um allan bæ.“ Hápunktur Humarhátíðarinnar er stórdansleikur í Íþróttahúsinu á laugardagskvöld. „Það er heimaband, hljómsveitin Parket, sem sér um fjörið,“ segir Valdemar. „Þetta er hörkuband sem hefur starfað lengi. Ég myndi segja að þeir séu frekar rokkband heldur en hitt.“ Mæting hefur verið mismikil eftir árum en það fjölgar að meðaltali um helming í bænum yfir hátíðina. Eins og vera ber á humarhátíð mun bærinn fljóta í þessari lúxusfæðu. „Nei, það er nú enginn frír humar í boði, en allt er selt á sanngjörnu verði. Við erum til dæmis með humarsúpu, grillaðan humar og svokallaða humarloku. Ætli það sé ekki svona hálft tonn af humri sem rennur ofan í gesti á hátíðinni. Það er það sama og eitt og hálft tonn af humri upp úr sjó.“ - glh Hálft tonn af humri um helgina HUMAR GRILLAÐUR Í GESTI Gestir á Humar- hátíð á Höfn borða hálft tonn af humri um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.