Fréttablaðið - 07.07.2008, Side 2
2 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
LÖGREGLUMÁL Maður frá Akureyri,
sem leitað hafði verið án árangurs
vegna þjófnaðar á myndavél,
bankaði í fyrrinótt upp á hjá
einum lögreglumannanna sem
hafði leitað hans. Lögreglumaður-
inn elti þjófinn og kallaði á aðstoð
sem leiddi til handtöku hans. Í
fórum mannsins var þýfi úr öðru
innbroti auk þess sem félagi hans
var ákærður fyrir akstur undir
áhrifum fíkniefna.
Erindi mannsins í hús lögreglu-
mannsins er óvíst en grunur
leikur á að hann hafi verið að
undirbúa innbrot í húsinu. Það var
hrein tilviljun að hús lögreglu-
mannsins varð fyrir valinu. - ges
Óheppinn þjófur á Akureyri:
Bankaði upp á
hjá lögreglunni
Valgerður, ertu orðin Sivjuð á
þessu?
„Það sem bjargar mér er það að ég
er bara kvöldsvæf á veturna og þarf
lítið að sofa á sumrin.“
Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni
Framsóknarflokksins, brá í brún þegar
hún heyrði að Siv Friðleifsdóttir hefði tví-
vegis verið sögð varaformaður flokksins í
kvöldfréttum Útvarps á laugardaginn.
SPÁNN, AP Margt var um manninn
á götum Pamplona á Spáni í gær
þegar fólk safnaðist saman til að
fagna byrjuninni á hinni árlegu
nautahlaupshátíð, San Fermin.
San Fermin-hátíðin er þekkt um
allan heim fyrir nautahlaupin.
Hvert hlaup á sér stað um
klukkan 8 fyrir hádegi. Þar er
reynt á hæfileika og hugrekki
þátttakenda sem þurfa að hlaupa
meðfram þröngum götum
Pamplona með sex ógnvekjandi
naut sér við hlið. Seinni hluta
dags mæta nautin síðan þjálfuð-
um nautabönum í nautaats-
hringnum. - stp
Þúsundir komu saman:
Hlaupið undan
sex nautum
STEMNING Gríðarlegur mannfjöldi
kemur árlega saman í Pamplona á Spáni
til að fylgjast með árlegu nautahlaupi.
ANKARA, AP Tyrknesk lögregla
handtók í gær tvo fyrrverandi
háttsetta hershöfðingja sem grun-
aðir eru um að hafa ætlað að
steypa íslamskri ríkisstjórn lands-
ins. Alls hefur nú 21 verið hand-
tekinn undanfarna viku í tengsl-
um við meint valdarán.
Engar ákærur hafa verið gefnar
út vegna málsins og yfirvöld hafa
litlar upplýsingar viljað veita.
Sum dagblöð tengd tyrknesku
stjórninni fullyrða að þeir grun-
uðu hafi skipulagt hrinu atburða,
meðal annars fjöldamótmæli og
ofbeldisfull átök við lögreglu, sem
að endingu myndu leiða til valdar-
áns hersins.
Þeir handteknu eru hluti þjóð-
ernissinnaða hópsins Ergenekon,
sem er fylgjandi veraldlegri ríkis-
stjórn í Tyrklandi. Annar hers-
höfðinginn tók þátt í því að skipu-
leggja nokkur mótmæli gegn
ríkisstjórn landsins í fyrra. Rann-
sókn á meintu valdaráni hófst á
síðasta ári þegar handsprengjur
ætlaðar opinberri öryggislögreglu
fundust á heimili fyrrverandi
hershöfðingja.
Stjórnarandstæðingar og fleiri
hafa stigið fram og gagnrýnt hand-
tökurnar. Þeir fullyrða að þær séu
liður í tilraun stjórnvalda til að
þagga niður í andstæðingum ríkis-
stjórnarinnar. - sh
Tveir fyrrum háttsettir hershöfðingjar taldir hafa ætlað að steypa Tyrklandsstjórn:
Tyrkir segjast hafa afstýrt valdaráni
REIÐIR MÓTMÆLENDUR Handtökunum
var mótmælt af andstæðingum stjórn-
valda í gær. Þeir segja stjórnina reyna
með þeim að þagga niður í gagnrýnis-
röddum
FRÉTTABLAÐIÐ / AP
HESTAR Á milli 13 þúsund og 14
þúsund manns voru samankomnir
á Gaddstaðaflötum á Hellu í gær,
á lokadegi Landsmóts hesta-
manna.
Spennan var mikil og þéttsetið
var í brekkunum þar sem fylgst
var með úrslitum í öllum flokk-
um. Mótshaldarar eru ánægðir
með keppnishaldið, segir
lögreglan góðan anda hafa ríkt á
svæðinu og engin stórmál komið
upp.
Kjartan Þorkelsson, sýslumað-
ur á Hvolsvelli, er mjög ánægður
með mótið og segir að allt hafi
farið vel fram miðað við þann
mannfjölda sem var staddur á
mótinu. - stp
Landsmóti hestamanna lokið:
Ánægðir með
útkomuna
LÖGREGLUMÁL Maður í annarlegu
ástandi keyrði á ofsahraða undan
lögreglu á stolnum bíl í fyrra-
kvöld. „Engu skipti þótt lögreglu-
menn settu upp lokanir og þreng-
ingar. Bifreiðinni var
miskunnarlaust ekið yfir kanta og
hringtorg, á móti rauðu ljósi, upp
á gangstéttir og á móti aksturs-
stefnu,“ segir Jóhann Karl Þóris-
son, aðalvarðstjóri lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um furðulegt akst-
urslag mannsins klukkan rúmlega
tíu í fyrrakvöld. Lögreglan gaf
ökumanninum stöðvunarmerki
við Rauðavatn skömmu síðar.
Maðurinn sinnti því í engu heldur
jók hraðann suður Breiðholts-
braut, fór fram úr bílum öfugum
megin vegarins og ók inn í Árbæ-
inn. Þar ók hann á ofsahraða eða
allt að hundrað kílómetra hraða á
klukkustund þar sem hámarks-
hraði var þrjátíu. Ökumenn þurftu
að sveigja frá manninum og keyra
út í kant og gangandi vegfarendur
þurftu sömuleiðis að forða sér.
Þaðan ók maðurinn í gegnum
Rofabæ, inn í Bæjarháls, gegnum
Höfðabakka og austur Vestur-
landsveg að Grafarholti þar sem
hann sýndi hvað glæfralegastan
akstur.
Loks barst eftirförin aftur inn á
Vesturlandsveg í átt að Mosfells-
bæ. Þar ók lögreglubíll í hlið bif-
reiðarinnar með þeim afleiðingum
að hún valt og hafnaði utan vegar.
Ökumanninn sakaði ekki. Hann
var gisti fangageymslur. - ges
Lögregla ók á bíl ökuníðings sem flúði undan henni á ofsahraða hverfa á milli:
Stefndi vegfarendum í voða
REYKJAVÍK Óvíst er hvort af byggingu vatnagarðs sem
byggja átti í Úlfarsárdal verður. Hugsanlegt er að
þar verði einungis hverfissundlaug.
Ákveðið var að láta reisa vatnagarð og sundlaug í
Úlfarsárdal í tíð meirihluta sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna í borginni.
Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða í
íþrótta- og tómstundaráði í janúar árið 2007 og
skipulagsráð samþykkti í október það ár tillögu að
deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir garðinum.
Einnig var leitað eftir samstarfsaðilum um rekstur
garðsins og fór forval um þróunar- og hugmynda-
samkeppni fram þá um sumarið.
„Vatnagarðurinn hefur verið tekinn út af deili-
skipulaginu,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi
framsóknarmanna, sem spurðist fyrir um málið og
fékk þau svör að verið væri að íhuga annan stað fyrir
garðinn við Leirtjörn í miðsvæði hverfisins.
„Ég treysti því að menn vinni samkvæmt því sem
sagt var þegar þessi breyting var gerð í vetur,“ segir
Óskar. „Þessi sundlaugagarður var eitt af kosninga-
málum okkar framsóknarmanna og við höfum
mikinn áhuga á því að hann verði að veruleika.“
„Við gerum ráð fyrir umfangsmikilli þjónustu í
þessu hverfi, þar á meðal sundlaug,“ segir Kjartan
Magnússon, formaður íþrótta- og tómstundaráðs.
Kjartan kveðst ekki geta svarað því hvort um
sundlaug eða vatnagarð verði að ræða. „Við eigum
eftir að útfæra skipulagið nánar.“
Fulltrúar meirihlutans í skipulagsráði telja að ekki
sé rými fyrir vatnagarð þar sem hann átti upphaf-
lega að rísa, vegna annarrar íþrótta- og útivistar-
aðstöðu sem þar er í undirbúningi, að því er fram
kemur í skriflegu svari til minnihlutans í ráðinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður ráðsins,
segir hvorki búið að taka endanlega ákvörðun um
staðsetningu né stærð sundlaugar í Úlfarsárdal.
„Við erum að skoða þetta í samhengi við annað
skipulag á svæðinu,“ segir Hanna Birna. „Við höfum
hugmyndir um útivistarparadís í dalnum og þar
stendur einnig til að hafa sundlaug.“
Hanna Birna útilokar ekki vatnagarð en segir að
umfang sundlaugarinnar hafi ekki enn verið
ákveðið. helgat@frettabladid.is
Vatnaparadís gæti
breyst í sundlaug
Óvíst er um vatnagarð sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ákváðu að
reisa í Úlfarsárdal. Hugsanlega verður hverfissundlaug látin nægja. Formaður
skipulagsráðs segir stærð og staðsetningu sundlaugar ekki hafa verið ákveðna.
HVERFISSUNDLAUG Óvíst er hvort ráðist verður í byggingu
vatnagarðs sem rísa átti í Úlfarsárdal. Kannski verður hverfis-
sundlaug látin nægja.
HÓPREIÐ Landsmót hestamanna þykir
hafa tekist vel þetta árið.
EFTIRFÖR Maðurinn ók gegn akst-
ursstefnu, uppi á gangstéttum og yfir
hringtorg. Myndin er úr safni.
Starfsmanni SÞ banað
Yfirmaður þróunaraðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna í Sómalíu féll fyrir
hendi sómalskra byssumanna í
gær, að því er talsmenn Sameinuðu
þjóðanna fullyrða. Hann var skotinn
í höfuðið á leiðinni út úr mosku í
Mogadishu, höfuðborg landsins.
SÓMALÍA
LÖGREGLUMÁL Varðstjóri lögregl-
unnar á Akranesi segir eftirlit
með aldurstakmarki gesta á
Írskum dögum um helgina hafa
skilað góðum árangri. Ekkert hafi
verið um skrílslæti eins og í fyrra
og hátíðarhöldin hafi tekist mjög
vel.
Þó fékk lögreglan tilkynningu
um fimm líkamsárásir, tíu voru
teknir með eiturlyf og níu voru
grunaðir um að keyra undir
áhrifum. - ges
Írskir dagar á Akranesi:
Hátíðarhöldin
fóru vel fram
Reykingamenn reiddust
Þrír menn voru stungnir í Kaup-
mannahöfn í fyrrinótt eftir að einn
þeirra hafði beðið nokkra reyk-
ingamenn um að færa sig út fyrir á
meðan þeir reyktu. Reiddust reyk-
ingamennirnir og stungu manninn
og félaga hans. Þeir voru fluttir á
sjúkrahús en munu ekki í lífshættu.
DANMÖRK
SPURNING DAGSINS