Fréttablaðið - 07.07.2008, Side 12
12 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Uppreisn innvígðra
Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar
úr formannsstóli Sjálfstæðisflokksins
árið 2005 virðist sem flokksmenn
hafi orðið óhræddari við að stíga létt
hliðarspor frá þeirri línu sem gefin er
af nýjum drottnara í Valhöll. Þannig
hafa nokkrir innmúraðir og innvígðir
sjálfstæðismenn síðustu daga
staðið fyrir eins konar uppreisn
gegn eigin flokki. Einar Bene-
diktsson erkisendiherra og Jónas
H. Haralz, frjálshyggjufrumherji
og fyrrverandi bankastjóri, riðu á
vaðið með skýlausum ESB-áróðri
í Morgunblaðsgrein á laugar-
dag sem vakti verðskuldaða
athygli. Afstaða Einars þarf
kannski ekki að koma mjög
á óvart, en Jónasar þeim
mun fremur.
Evrópa heillar Svein
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttar -
lögmaður og fyrrverandi varaborgar -
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, dregur
ekki heldur dul á Evrópuhneigðir
sínar í grein í Fréttablaðinu í gær.
Þar segir hann enga sjáanlega galla
við Evrópusambandsaðild og að
Ísland ætti að sækja um strax.
Það er ekki beint sú lína sem
lagt er upp með í hans fyrrum
höfuðbóli.
Brenndur Árni bítur
frá sér
Uppreisn helg-
arinnar er þó
að finna í
Sunnudags-
mogganum,
þar sem Árni
Johnsen fer mikinn í grimmilegri
árás á gjörvallt íslenska réttarkerfið
í aðsendri grein. Árni, sem þekkir
réttarkerfið af eigin raun, er ómyrkur
í máli þegar hann sakar Hæstaréttar-
dómara um vanþekkingu, rannsóknar-
lögreglu um brjálæðislegar ofsóknir
á hendur Baugsmönnum og talar
um smámenni og valdníðinga í
dómskerfinu. Hvað skyldi
þingmaðurinn Sigurður
Kári Kristjánsson segja
við þessu? Honum þótti
formaður Samfylking-
arinnar sýna sjálf-
stæðismönnum
tillitsleysi með því
að nefna að sitt-
hvað mætti læra
af Baugsmálinu.
stigur@frettabladid.is
Embættismenn og ráðherra geta vísað út og suður í paragröff og
þóst bundnir af – til Dyflinnar,
Rómar eða Brussel – en það fær því
samt ekkert breytt að mann-
vonskan kemur ekki að utan. Hún
kemur að innan.
Að því hlaut að koma fyrr eða
síðar að það vinnulag sem Íslend-
ingar hafa tamið sér við afgreiðslu
umsókna um pólitískt hæli hér á
landi kæmi Birni Bjarnasyni og
starfsmönnum hans í veruleg
vandræði. Nánast án undantekn-
inga hafa Íslendingar nýtt sér
klásúlu í einhverjum Schengen-
viðauka sem Björn kallar því
ábúðarfulla nafni „Dyflinnarsamn-
inginn“ og mun kveða á um að
heimilt sé að senda flóttamann
aftur til þess lands sem fyrst tók á
móti honum, jafnvel þótt viðkom-
andi hyggist ekki leita þar hælis.
Með þessu móti koma íslenskir
embættismenn sér undan því að
taka afstöðu til umsóknar viðkom-
andi flóttamanns. Þetta er mjög
þægilegt: nei því miður, við hér
erum bundin af Dyflinnarsamn-
ingnum og getum ekki einu sinni
velt aðstæðum þínum fyrir okkur.
Vertu úti.
Hvar er nú Guðrún Helga?
Við þessi eldri munum Gervasoni-
málið (blaðamenn: hvar er hann
nú?) sem kom upp 1980 í tíð
ríkisstjórnar vinstri flokkanna og
einhvers konar Sjálfstæðisflokks;
Frakki sem neitaði að gegna
herþjónustu í landi sínu og átti yfir
höfði sér fangelsi. Með samstilltu
átaki tókst að beygja ríkisstjórnina
þá til að veita honum pólitískt hæli,
en þess ber að geta að í þáverandi
meirihluta var kona að nafni
Guðrún Helgadóttir sem lét
samvisku sína og réttlætiskennd
ráða för, og hótaði einfaldlega
stjórnarslitum.
Þegar kemur að máli keníska
flóttamannsins Pauls Ramses er
hins vegar ekki að sjá að neinn
almennur þingmaður eða ráðherra
hyggist standa uppi í hárinu á Birni
Bjarnasyni og hans liðsmönnum.
Kunnugleg orð úr nýlegri íslenskri
stjórnmálasögu koma óneitanlega
upp í hugann í því sambandi:
„gunga“ og „drusla“.
Fjölskyldu sundrað
Hvernig sem embættismenn og
ráðherra reyna að snúa sig út úr
því, teygja og toga og vísa út og
suður þá blasir við stórslys:
íslenskir embættismenn hafa
sundrað ungri fjölskyldu algjör-
lega að ástæðulausu. Íslenskir
embættismenn hafa rekið ungan
heimilisföður, sem hafði verið svo
fákænn að treysta á íslenska
mannúð, frá konu og nýfæddum
syni með vísan í fyrrgreindar
heimildir kenndar við Dyflinni, og
litlar líkur á öðru en að hann verði
aftur sendur til Keníu þar sem
hann óttast um líf sitt.
Er þetta óþjóðalýður? Skyldi
þetta vera glæpamaður af því tagi
sem hin vökula „greiningadeild
Ríkislögreglustjóra“ segir okkur að
séu að hreiðra um sig hér á landi?
Það er nú öðru nær: fólk sem kynni
hefur haft af honum virðist ljúka
upp einum munni um að þarna fari
mannkostamaður – til að mynda
íhaldsmaðurinn gáfaði Atli
Harðarson, heimspekingur og
skólamaður á Akranesi, sem
kynntist Paul gegnum son sinn og
lýsir honum á bloggsíðu sinni sem
„grandvörum og vel gefnum
manni“.
Þessi harka í garð þeirra sem hér
leita ásjár er náttúrlega ekki ný af
nálinni. Framkoma Íslendinga við
gyðinga sem komust hingað á flótta
undan nasistum á sínum tíma er
smánarblettur á sögu þjóðarinnar
eins og Einar Heimisson sagnfræð-
ingur dró fram á sínum tíma. Þeir
gyðingar og Mið-Evrópumenn sem
þó náðu að festa hér rætur á fyrri
hluta tuttugustu aldar urðu hins
vegar ómetanlegri fyrir íslenska
menningu – til dæmis er erfitt að
ímynda sér hvernig þróun íslenskr-
ar tónlistar hefði orðið án þeirra.
„Forvirkar aðgerðir“
Smám saman hefur Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
skapað uggvænlegt andrúmsloft
kringum störf sín og þeirra deilda
sem undir hann heyra. Nú síðast
kynnti ráðherrann fyrir okkur
hugtakið „forvirkar aðgerðir“ í
framhaldi af skýrslu „greininga-
deildar Ríkislögreglustjóra“ um
hryðjuverkaógn sem deildin
neyddist þó til að játa að sé nær
engin hér: „forvirknin“ hljómar
kunnuglega fyrir þá sem fylgst
hafa með umræðum í Bandaríkj-
unum þar sem aðgerðir Bush-
stjórnarinnar á borð við Íraksstríð,
hleranir, njósnir og hvers kyns
afnám borgaralegra réttinda eru
kallaðar „pre-emptive“. Ekki er
langt síðan sami Björn og nú biður
um heimildir til „forvirkra
aðgerða“ upplýsti okkur um að
hann teldi að fólk eins og Þórhildur
Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson,
Úlfur og Helga Hjörvar, Lúðvík,
Eðvarð, Hannibal og Finnbogi
Rútur (fyrir utan öll hin sem enn á
eftir að upplýsa um) hefðu á sínum
tíma ógnað þjóðarhagsmunum,
verið glæpamenn og átt símhleran-
ir skilið. Samfylkingunni virðist
þykja í lagi að við eigum það undir
dómgreind þessa manns hverjir
eiga í vændum að verða fyrir
„forvirkum aðgerðum“.
En í tilfelli Paul Ramses og
fjölskyldu hans hafa „forvirkar
aðgerðir“ svo sannarlega þegar
skilað sínum árangri.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
UMRÆÐAN
Árni Páll Árnason skrifar um íslensku
krónuna
Við heyrum oft af niðurstöðum saman-burðarkannana sem sýna góða stöðu
Íslands í samanburði við önnur lönd. Þrátt
fyrir að við höfum oft síðustu ár mælst
með lélega útkomu í hagstjórn – m.a.s. tal-
ist lélegri á því sviði en í karlafótbolta –
hafa ýmsir aðrir þættir verið okkur hlið-
hollir og gert að verkum að staða okkar
hefur verið með því besta sem gerist.
En það er ekki síður mikilvægt að skoða þann
samanburð sem er okkur óhagstæður. Þannig háttar
til að í danska viðskiptablaðinu Børsen var nýverið
athyglisverð frétt um þróun íslensku krónunnar.
Þar kom fram að krónan hefði fallið svo mjög að
helst væri að leita samanburðar meðal þjóða sem
við erum ekki vön að bera okkur saman við – og
dygði það þó ekki til. Þannig hefur nýgíneíska cedí-
ið fallið um 16,73% gagnvart danskri krónu frá ára-
mótum og svasílenska línangeníið hefur fylgt suður-
afríska randinu og fallið um 20,24%. Íslenska
krónan hefur hins vegar fallið vel yfir 30% gagnvart
danskri krónu á sama tíma.
En kannski er ekki ástæða til að örvænta.
Í greininni kom fram að krónan hefur ekki
reynst jafn veik og túrkmeníska manatið, en
það hefur fallið um 65,78%. Þar er sem kunn-
ugt er Gúrbangúlí Berdímúhammedoff tek-
inn við stjórnartaumunum í kjölfar fráfalls
Nýasofs Túrmenbasha í fyrra, en spilling og
flokksræði einkenna sem fyrr allt þjóðlífið.
Neðst á listanum í Børsen yfir veika gjald-
miðla er svo simbabveski dollarinn, sem fall-
ið hefur um 100 prósent. Allir þekkja þær
stjórnarfarslegu hörmungar sem gengið
hafa yfir hina simbabvesku þjóð undanfarin ár og
skýra hrun þess samfélags.
Þetta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um í
hvaða hópi Ísland er þegar litið er til gengisstöðug-
leika. Við sjáum af þessum samanburði hvað ógæfu-
sömustu þjóðir heims, sem lúta dyntum sjúkra ein-
ræðisherra, þurfa að sætta sig við. Metnaðarfull þjóð
sem vill búa við góðan og stöðugan kaupmátt og búa
alþjóðavæddum fyrirtækjum fyrirsjáanlegt rekstr-
arumhverfi hlýtur að ætla sér aðra efnahagsumgjörð
og betri.
Höfundur er alþingismaður.
Íslenska krónan - best í heimi?
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
„Forvirkar aðgerðir“
Mál Pauls Ramses
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG |
Þ
egar frá líður munu sagnfræðingar vafalaust rekast á
margt hnýsilegt úr fortíðinni. Henda gaman að bölsýnis-
spám sem aldrei rættust, draga dár að bjartsýnistali sem
engin innistæða reyndist fyrir. Af og til munu þeir einnig
vafalaust rekast á texta sem sýnist hafa ræst í öllum
meginatriðum og ber þess glöggt vitni að höfundar hans hafi haft
sýn á framtíðina og eitthvert vit á viðfangsefninu.
Á árunum 2001 og 2002 starfaði hér á landi svonefnd hnatt-
væðingarnefnd í umboði utanríkisráðherra. Þórður Friðjónsson,
fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar, var formaður hennar, en
aðrir í nefndinni voru þau Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerð-
arfélags Akureyrar, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri
í utanríkisráðuneytinu, Páll Sigurjónsson, formaður stjórnar
Útflutningsráðs, Rannveig Rist, forstjóri Íslenska álfélagsins,
Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við Háskóla Íslands, Sigurð-
ur Einarsson, forstjóri Kaupþings og Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Þetta einvalalið sendi frá sér gagnmerka skýrslu um Ísland í
hnattvæddum heimi, sem afhent var Halldóri Ásgrímssyni í apríl
2002. Í henni var horft fram á veginn:
„Meginkosturinn við að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil er að
breytingar á gengi hans geta auðveldað aðlögun að breyttum ytri
aðstæðum. Meginókosturinn er á hinn bóginn að gengisfellingar-
möguleikinn getur dregið úr aga við hagstjórnina. Í löndum þar
sem gengisfall vofir sífellt yfir er óhjákvæmilegt að innlendir
vextir verði ævinlega hærri en erlendir vextir og að vaxtamun-
urinn verði þeim mun meiri sem markaðsaðilar telji líkurnar á
gengis lækkun meiri. Á tímum frjálsra fjármagnsflutninga er ólík-
legt að margfalt stærri gjaldeyrisforði en Seðlabankinn ræður nú
yfir megnaði að sefa ótta manna við gengisfellingu og draga þar
með úr vaxtamun.“
Og enn fremur: „Með hækkun erlendra skulda þjóðarinnar
undanfarin ár hefur lækkun á gengi krónunnar kostnaðarsamari
hliðaráhrif fyrir þjóðarbúið í heild en áður fyrr. Skuldasöfnun í
erlendri mynt hefur einkum verið á meðal einkaaðila og kemur
gengislækkun skýrt fram í efnahagsreikningum fyrirtækja. Aukn-
ar skuldir heimila þýða einnig að gengislækkun hefur meiri áhrif
á efnahag þeirra en áður. Lækkun gengis kemur fram í hækkun
verðlags og stór hluti innlendra lána til heimila og fyrirtækja er
verðtryggður.“
Í stuttu máli má segja að flest, ef ekki allt, sem hnattvæðing-
arnefndin hafði um þessi mál að segja fyrir sex árum, hafi ræst.
Því er ljóst að því verður ekki haldið fram með gildum rökum, að
þróun síðustu ára hafi komið algjörlega á óvart og hafi ekki verið
unnt með neinum hætti að sjá fyrir. Umræðan um framtíð íslensku
krónunnar hefur á hinn bóginn þróast lítið sem ekkert á þeim sex
árum sem liðin eru frá útkomu skýrslu hnattvæðingarnefndar.
Herkostnaðurinn við það hefur reynst okkur ansi hár og mikill.
Samt hafa staðreyndirnar legið á borðinu fyrir framan okkur
allan tímann. Því er eðlilegt að sú spurning vakni, hvort við höfum
efni á að bíða aðgerðalaus önnur sex ár?
Hver verður herkostnaðurinn við það?
Sex ár liðin frá skýrslu hnattvæðingarnefndar:
Herkostnaðurinn
af krónunni
BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871