Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 34
18 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR Fátt er betra fyrir sál og líkama en að dansa frá sér allt vit. Íslendingar hafa lengi verið heldur tregir til að dansa og eigum við okkur til að mynda engan flottan þjóðdans eins og flestar aðrar þjóðir. Þjóðin vakn- aði þó rækilega til dansvitundar á tuttugustu öldinni og tók löður- sveitt til við að stunda flestar þær tegundir af dansi sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Nú er svo komið í höfuðborginni að auðvelt er að hafa upp á námskeiðum í framandi dönsum á borð við maga- dans og krump, en auk þess má ávallt treysta á fjöldann allan af skólum sem bjóða dansþyrstu fólki upp á hefðbundnari dansa eins og djassballett og samkvæm- isdansa. Enn hefur þó lítið borið á námskeiðahaldi í nýlegu dansæði sem flætt hefur yfir heiminn á undanförnum árum, en nám- skeiðaskortur þessi gefur til kynna að æðið hafi enn ekki almennilega náð Íslandsströndum. Þessi nýstárlegi dansstíll kallast fingradans og má sjá mörg dæmi um hann á vefsíðunni YouTube. Nafn dansins er ekki villandi; fimir fingur flinkustu dansaranna hafa náð ótrúlega góðum tökum á dansstílum sem fram að þessu hafa einskorðast við fætur. Vin- sælasti dansstíllinn hjá fingra- dönsurum er tvímælalaust breik- dans og er hreinlega með ólíkindum að sjá færnina hjá mörgum dansaranna. Sumir ganga meira að segja svo langt að skreyta hönd sína með litlum strigaskóm og svitaböndum, þannig að andi síðastliðins níunda áratugar svíf- ur ótvírætt yfir vötnum. En fingur hafa einnig náð góðum tökum á öðrum dansstílum, til að mynda klassískum ballett, Michael Jackson-dönsum og steppdansi svo eitthvað sé nefnt. Það er næsta víst að til eru Íslendingar sem leggja stund á fingradans. Stóra spurningin er: hvers vegna eru þeir ekki farnir að bjóða upp á námskeið í þessari list? Þeir gætu grætt á, tja, í það minnsta fingri! STUÐ MILLI STRÍÐA Fimir fingur VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR VILL FLEIRI DANSNÁMSKEIÐ ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Rifjaðu upp með mér hvað það er aftur sem við gerum aldrei! Fyrirgefðu, Haraldur, hann Röggi getur verið svolítið grimmur. Takk fyrir það, nú skul- um við koma honum heim. Almáttugur. Hann lítur illa út, allur úti í varalit og ódýru ilmvatni. Verður ekki betra! Tja, að sjá þetta! ... og það segir ekki neitt Hvað heldur þú að Selma segi þegar hún sér hann? Úff! Ég ætti að fá gosfyrirtæki til að styrkja mig í matarhléun- um. Kók! Ekki bara í morgunmat- inn! Múmía Úff. Ég vona að hann skilji eftir klósettpappír fyrir okkur til að leika okkur með. Og þetta kalla þeir „skemmtun“? þú verður að vera svona hár til að fara í tækið. Þú mátt fara í tækið ef þú ert nógu stór. Hæðar- krafa 365 – Skaftahlíð 24 – 105 Reykjavík – Sími 512 5000 – www.365.is Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipu- legum verðbréfamarkaði hefur stjórn félagsins ákveðið, með samþykki hluthafafundar þann 1. júlí 2008, að kaupa hluti þeirra hluthafa sem þess óska. Hluthöfum 365 hf. er gert tilboð um að selja hlutabréf sín í félaginu á gengi 1,20 kr. fyrir hvern hlut í 365 hf. Tilboðið gildir til kl. 16.00 þann 11. júlí 2008. Tilboðið er gert þeim hluthöfum sem skráðir voru í hluthafaskrá félagsins kl. 11.00 þann 1. júlí 2008. Hluthöfum gefst þó kostur á að vera áfram hlut- hafar í óskráðu félagi 365. Kauptilboðið er sett fram í því skyni að koma til móts við hluthafa félagsins og er það hverjum og einum hluthafa í sjálfsvald sett hvort hann samþykkir kauptilboðið. Ef hluthafi hefur ekki hug á að taka þátt í kauptilboðinu, þarf viðkomandi hluthafi ekki að aðhafast neitt, þar sem allir þeir sem taka ekki þátt í tilboðinu halda ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi 365. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála sem koma fram í bréfi sem sent hefur verið til allra hluthafa á skráð lögheimili þeirra. Í bréfinu eru einnig leiðbeiningar um tilboðið ásamt notandanafni og lykilorði, sem hluthafi verður að nota til að taka þátt í tilboðinu. Hluthafar sem hyggjast taka þátt í tilboðinu skulu lesa bréf sitt vandlega og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru gefnar. Ef bréfið hefur ekki borist hluthafa þann 7. júlí 2008 skal hann hafa samband við 365 í síma 512 5000, þar sem einnig eru veittar allar aðrar upplýsingar um tilboðið. Stjórn 365 hf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.