Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 36
20 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > ENN VINIR Í síðustu viku sást til söngkonunnar Lily Allen þar sem hún gekk hönd í hönd með sínum fyrrverandi, Ed Simons úr Chemical Brothers. Söngkonan og Ed áttu í stuttu sambandi sem endaði fyrr á árinu eftir að hún missti fóst- ur. Eftir fósturlátið varð Lily að eigin sögn mjög þunglynd og sökkti sér í vinnu sem fór að lokum með sam- band hennar og Eds. Þau virðast þó enn vera ágætir vinir ef marka má heimildir The Sun. Hjartaknúsarinn Orlando Bloom hefur sést æ oftar í fylgd með áströlsku fyrirsætunni Amöndu Kerr. Nýlega sást til parsins þar sem þau eyddu saman nokkrum sólardögum á Kanaríeyjum. Parið hefur enn ekki viðurkennt opinberlega að þau séu par en þrátt fyrir það hefur Amanda kynnt Orlando fyrir föður sínum. Það er þó byrjun. Ástin blómstr- ar hjá Orlando ÁSTFANGINN LEIKARI Orlando Bloom hefur sést mikið með fyrirsætunni Amöndu Kerr upp á síðkastið. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Aniston meinaði Kimberly Stewart aðgang baksviðs fyrir tónleika Johns Mayer í Hyde Park á dögunum. Jennifer og John hafa átt í ástarsambandi síðustu vikur en Kimberly er fyrrverandi kærasta Johns. Heimildarmaður Daily Mirror sagði að Jennifer hafi brugðist ókvæða við þegar hún sá Kimberly baksviðs. „Jennifer spurði John hvað Kimberly væri að gera þarna. Hún vill ekki hafa neinn í kringum sig né John sem minnir hana á hina villtu daga Johns. Hún er yfir sig ástfangin af honum en er hrædd um að verða særð aftur. Það hefur komið fyrir áður að kona steli manninum hennar, Angelina stal Brad, og Jennifer gæti ekki afborðið það ef það kæmi fyrir aftur,“ segir heimildarmaðurinn um málið. Kimberly þessi er eins og margir vita dóttir rokkarans Rods Stewart og góð vinkona Parisar Hilton. JENNIFER ANISTON Hrædd um að missa kær- astann. JOHN MAYER Vísaði fyrrverandi út af tillitssemi við Jennifer. Jennifer óörugg og afbrýðissöm Hljómsveitin Merzedes Club hélt áheyrnarprufur á Tunglinu á laugardaginn þar sem leitað var að nýrri bakraddasöngkonu. Rúm- lega þrjátíu stúlkur mættu til leiks en valið stendur nú milli tveggja. Önnur þeirra er dóttir Jóns Gnarr. „Þetta gekk mjög vel,“ segir Val- geir Magnússon, umboðsmaður Merzedes Club, um prufur fyrir hlutverk nýrrar bakraddasöng- konu sveitarinnar sem fóru fram á Tunglinu á laugardaginn. Fyrir helgi hafði Valgeir lýst eftir stúlk- um „með fagran limaburð“ til þess að mæta í prufurnar. Því var lítið um íturvaxin kvenkyns hæfi- leikabúnt í prufunum. „Nei, við vorum nú búin að útiloka vissar týpur þegar við auglýstum eftir söngkonunni. Flestar sem mættu voru með útlitið í lagi en sumar höfðu útlitið en gátu bara alls ekki sungið. Þær þurfa að hafa hvort tveggja,“ segir Valli. Stúlkurnar tvær sem standa eftir að prufunum loknum heita Bryndís Bjarnadóttir og Margrét Edda Jónsdóttir. Sú síðarnefnda er dóttir grínistans Jóns Gnarr. „Hún kynnti sig sem Magga Edda og var ekkert að flagga faðerni sínu. Við vissum ekki að hún væri dóttir hans fyrr en eftir á þannig að hún komst áfram á eigin verð- leikum og engu öðru,“ segir Valli ákveðinn. Jón Gnarr samdi text- ann við lagið Frelsi sem Merzed- es Club gaf út á dögunum. Stúlk- urnar gátu valið um að syngja Frelsi eða lagið I wanna touch you. „Magga Edda kunni textann við Frelsi utan að, enda ekki við öðru að búast eftir á að hyggja,“ segir Valli og hlær. Stúlkurnar munu nú fara í frekari prufur hjá Barða Jóhannssyni. Um næstu helgi mun svo önnur þeirra, eða báðar tvær, stíga á svið með hljómsveitinni. Í Sjallanum á föstudagskvöldið og á Blönduósi daginn eftir. „Svo þarf að sérhanna galla á viðkomandi. Harpa Einars fer í það. Ekki endilega efnislítinn, frekar framúrstefnulegan og vissulega aðsniðinn,“ segir Valli Sport. soli@frettabladid.is Dóttir Jóns Gnarr líkleg bakradda- söngkona Merzedes Club í Portúgal DÓMNEFNDIN Þau Partý-Hanz, Stóri og Rebekka sátu í dómnefnd. Partý og Stóri skörtuðu þessum fínu kúrekahöttum enda var hljómsveitin að spila á Lands- móti hestamanna seinna um kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MAGGA EDDA Magga Edda stóð upp úr ásamt Bryndísi Bjarnadóttur. Margrét er dóttir Jóns Gnarr en það vissi dómnefndin ekki þegar hún mætti í prufurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.