Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 8
8 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvað heitir umhverfisstefna Samfylkingarinnar? 2 Hverjir leika Egil Ólafsson og Ragnhildi Gísladóttur í nýrri auglýsingu? 3 Hverjir aflýstu yfirvinnu- banni eftir að kjarasamningar tókust í fyrrakvöld? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórnvöld hafa í hyggju að slátra nokkrum þúsundum villihesta til þess að halda fjölda þeirra í skefjum. Dýraverndarsamtök eru hreint ekki hrifin af þessum áformum. Talið er að um 33 þúsund villihestar séu í tíu ríkjum í vestanverðum Bandaríkjunum, auk um 30 þúsund villihesta sem eru undir mannahöndum. Þetta þykir stofnun í Washington, Bureau of Land Management, sem hefur umsjón með land- stjórnun, heldur of mikið til að viðráðanlegt sé. Um 27 þúsund hestar þykir vera hæfilegur fjöldi úti í náttúrunni, en dýraverndar- samtök ætla að efna til mótmæla gegn fyrirhugaðri slátrun á sex þúsund hrossum. - gb Bandarísk stjórnvöld: Hyggjast fækka villihestum BANDARÍSKIR VILLIHESTAR Um 33 þúsund hestar lifa villtir úti í náttúrunni í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP Rætt um miltisbrandsgrafir Staðir sem sagnir eru um að séu hugsanlegar miltisbrandsgrafir í Borg- arbyggð voru ræddir á síðasta fundi byggðaráðs sveitarfélagsins. BORGARBYGGÐ BANDARÍKIN, AP Barack Obama, for- setaefni Demókrataflokksins, greiddi í öldungadeild Bandaríkja- þings atkvæði með frumvarpi um heimildir leyniþjónustustofnana til þess að hlera samskipti fólks. Obama hafði, eins og margir demókratar, gagnrýnt frumvarpið harðlega vegna ákvæða um að ekki yrði hægt að sækja til saka þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa hjálp- að leyniþjónustumönnum við hler- anirnar. Obama segir að nægilega miklar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu til að hann geti sætt sig við útkomuna. George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði hótað að beita neitunarvaldi á frumvarpið ef það tryggði ekki fjarskiptafyrir- tækjum á borð við AT&T og Verizon vernd gegn lögsóknum. Margir helstu forystumenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu, en John McCain, for- setaefni repúblikana, mætti ekki til atkvæðagreiðslunnar. Gagnrýnendur Obama, bæði meðal repúblikana og demókrata, segja atkvæði hans með frumvarp- inu enn eitt dæmið um að ekkert sé að marka það sem hann segir. Þegar á reyni skipti hann um skoðun eftir því sem hentar hverju sinni. Í gær vakti það töluverða athygli fjölmiðla vestra að Obama kom fram á fjáröflunarsamkomum með bæði Hillary Clinton, fyrrverandi mótherja sínum, og Caroline Kenn- edy. Kennedy er í þriggja manna nefnd, sem hefur það verkefni að finna hugsanlega meðframbjóð- endur Obama í kosningunum í nóv- ember. Obama bar lof á Clinton og strax vöknuðu vangaveltur um að hún þætti nú líklegri en áður til að verða varaforsetaefni hans. Þessar vangaveltur féllu þó í skuggann af fréttum af grófum ummælum flokksbróður Obamas, Jesses Jackson, sem á miðvikudag baðst afsökunar á orðum sínum um Obama, sem hann lét falla þegar hlé var gert á upptökum á sjón- varpsþætti á sunnudag. Jackson, sem sjálfur hefur nokkrum sinnum sóst eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hafði sagst vilja skera undan Obama vegna þess að hann hefði talað niður til svartra manna. Kveikt var á hljóðnema þegar Jack- son lét þessi ummæli falla á sunnu- dag, og því fóru þau lengra en hann hafði gert ráð fyrir. Hann hafði verið spurður út í málflutning Obamas, sem hafði sagt að banda- rískir karlmenn af afrískum upp- runa þyrftu að standa sig betur í föðurhlutverkinu. Jackson segist reyndar ekki muna nákvæmlega hvaða orð hann notaði, en segir þau þó hafa verið bæði særandi og röng. Hann sjái eftir að hafa sagt þetta. - gb SAMAN Á SVIÐINU Vangaveltur um að Hillary Clinton sé orðin líklegri en áður til að verða varaforsetaefni Obamas féllu í skuggann af fréttum um gróf ummæli Jesses Jacksons. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Obama styður frum- varp um hleranir Frumvarpið tryggir fjarskiptafyrirtækjum vernd gegn lögsókn. Jesse Jackson baðst afsökunar á grófum ummælum sínum um Obama frá því á sunnudag. Obama önnum kafinn á fjáröflunarsamkomum með Hillary Clinton. Neskaupstaður Egilsstaðir Seyðisfjörður Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! -2 krónur á Neskaupstað í dag! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 173,1 kr. á 95 okt. bensíni og 190,6 kr. á dísel. M.v. verð 11. júlí 2008. HEILBRIGÐISMÁL „Við eigum stóran hóp hjúkrunarfræðinga, eða um 40 prósent sem eingöngu vinnur dag- vinnu. Ein megináhersla samninga- nefndar hjúkrunarfræðinga var að hækka dagvinnulaunin,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Seint í gærkvöldi náðust samn- ingar milli samninganefndar ríkis- ins og samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ef ekki hefðu náðst samningar hefði yfirvinnubann skollið á klukkan 16 í gær. Mest er hækkunin hjá þeim sem nýbyrjaðir eru að vinna eftir fjögurra ára háskólanám. Ný - útskrifaðir hjúkrunarfræðingar hækka um 15,2 prósent í launum. Þessi hópur hafði áður 225.922 krónur í mánaðarlaun en fá nú 260.343 krónur. Þeir hjúkrunarfræðingar sem til dæmis starfa í heilsugæslu, eru með tuttugu ára starfsreynslu og vinna aðeins dagvinnu fá 13,5 pró- senta hækkun. Laun þeirra voru áður 288.006 krónur en hækka upp í 327.339 krónur á mánuði. Launahækkinar voru þannig útfærðar að á launatöflulaunin bættust þær 20.300 krónur sem allir ríkisstarfsmenn fengu í launa- hækkun. Ofan á þá fjárhæð voru prósentutölurnar settar. „Ég er ánægður með að niður- staða sé komin í málið og mér sýn- ist samninganefndirnar hafa unnið gott starf,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. -vsp Hjúkrunarfræðingar sömdu um laun sín við samninganefnd ríkisins í gærkvöldi: Nýútskrifaðir hækka mest LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðing- ar geta nú farið til vinnu án þess að hræðast yfirvinnubannið. HEILBRIGÐISMÁL Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga hefur skorað á heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn og veitt er öðrum þjónustusvæðum til heilbrigðisþjónustu. Bæjar- stjórnin samþykkti samhljóða tillögu þessa efnis fyrir helgi. Forsvarsmenn Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja hafa sagt stofnunina fá lágar fjárveiting- ar miðað við aðrar heilbrigðis- stofnanir. Vegna fjárhagsvand- ræða verður þjónusta skorin niður frá og með 16. júlí og verður enginn læknir á vakt utan hefðbundins opnunartíma. - þeb Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Vogar skora á Guðlaug Þór ÚKRAÍNA, AP Úkraínumenn hyggjast rannsaka það formlega hvort hungurs- neyð sem Jósef Stalín, fyrrver- andi einræðis- herra Sovét- ríkjanna, lét viljandi koma af stað árin 1932 til 1933 teljist þjóðar- morð. Tilgangur hungursneyð- arinnar var að neyða bændur til að láta af hendi land sitt til samyrkjubúa. Hún lagðist sérstaklega illa á Úkraínumenn, þar sem allt að tíu milljónir létust, svo sumir telja hana hafa verið þjóðarmorð. Rússar mótmæla því að verkn- aðurinn hafi verið þjóðarmorð, þar sem hann hafi einnig komið niður á öðrum þjóðernishópum í Sovétríkjunum. - gh Rannsókn í Úkraínu: Stalín sakaður um þjóðarmorð VIKTOR YUSHCHENKO Fjórði hver íbúi Fjórði hver íbúi Óslóar, höfuðborgar Noregs, er af erlendum uppruna, samkvæmt opinberum tölum. Stærsti einstaki hópurinn eru innflytjendur frá Pakistan. NOREGUR SAMGÖNGUR Flugfélög þurfa frá og með árinu 2012 að borga háar fjárhæðir fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þetta var ákveðið á fundi Evrópuþingsins í Strassborg á þriðjudag. Þetta mun koma niður á venjulegum flugfarþegum sem gætu þurft að borga hátt í átta þúsund krónum meira fyrir ferð til Danmerkur og til baka. Heildarkostnaður við kaup á losunarheimildum gæti numið 70 milljörðum króna eftir nokkur ár. Ekkert tillit verður tekið til sérstöðu Íslands sem eylands, þó svo að það verði hugsanlega endurskoðað síðar. - ges Losunarkvóti í flugi veruleiki: Samþykkt að hækka flugverð VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.