Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.07.2008, Qupperneq 10
10 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR KJARAMÁL Forystumenn stéttar- félaga á opinberum vinnumark- aði velta fyrir sér hvernig kjör kvennastétta verða leiðrétt ef það er ekki gert í gegnum kjarasamn- inga og hafa áhyggjur af því hve skammt á veg komin nefnd um aðgerðir til að jafna launamun kynjanna á opinberum markaði er ef kynna eigi aðgerðirnar í haust. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, segir að loforð ríkisstjórnarinnar um að minnka óútskýrðan launa- mun hafi verið hermd upp á ríkis- stjórnina í kjaraviðræðum síð- ustu mánuði en ekkert sé gert til leiðréttingar í kjarasamningum. „Mér skilst að ríkisstjórnin ætli að spila þessum aðgerðum út sér- tækt í haust en skil ekki hvernig það verður gert. Ef þetta verður ekki gert í gegnum kjarasamn- inga þá átta ég mig ekki alveg á því hvernig það á að gerast,“ segir Kristín og spyr hvort kven- ráðherrarnir séu „undir skóhæl- um karlráðherranna með sama hætti og við á vinnumarkaðnum og fái engu ráðið í ríkisstjórninni, sérstaklega ekki gagnvart Árna Mathiesen fjármálaráðherra“. Þrír starfshópar vinna að því að jafna launamun kynjanna og er vinna þeirra mislangt á veg komin. Í skipunarbréfi í starfs- hóp um launamun á opinberum markaði segir að hópurinn eigi að setja fram áætlun um að minnka óútskýrðan launamun hjá hinu opinbera með það að markmiði að minnka hann um helming á kjör- tímabilinu og gera tillögur um hvernig endurmeta eigi kjör kvennastétta. Ólöf Nordal, formaður starfs- hópsins, segir að nefndin hafi sett sig inn í málin og rætt ýmislegt en ekki neinar tillögur. Engin sér- stök tímapressa sé í gangi fyrir haustið og ekki von á að nefndin ljúki störfum fyrir þingið í október en vonandi fáist þá við- brögð við vinnu nefndarinnar eða áfangaskýrslu. Mestu skipti að nefndarmenn nái saman um not- hæfar og góðar tillögur. Maríanna Traustadóttir, full- trúi í starfshópi um aðgerðir á almennum markaði, segir stefnt að því að kynna aðgerðir í sér- stakri málstofu á þinginu. Tillög- urnar gangi út á að gefa út veg- vísi fyrir fyrirtæki, koma á starfsmati svipað og hjá Reykja- víkurborg og þróa vottunarkerfi á framkvæmd jafnréttisstefnu, svipað og á Bifröst. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði á ráðstefnu í nóvember að tími aðgerða væri runninn upp, ætlast væri til árangurs. ghs@frettabladid.is Skilur ekki hvernig kjörin verða jöfnuð Formaður Sjúkraliðafélagsins skilur ekki hvernig launamunur kynjanna verður jafnaður hjá hinu opinbera ef ekki í gegnum kjarasamninga og spyr hvort kvenráðherrar séu undir hælum karlráðherra. UNDIR SKÓHÆLUM KARLRÁÐHERRANNA? Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, spyr hvort kvenráðherrarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- og tryggingaráðherra séu „undir skóhælum karlráðherranna“, eins og hún orðar það, „og þær fái engu ráðið í ríkisstjórninni.“ Mér skilst að ríkisstjórnin ætli að spila þessum aðgerðum út sértækt í haust en skil ekki hvernig það verður gert. SJÁVARÚTVEGUR Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Íslands, segir kjarastöðu sjómanna misgóða. „Hún er þokkaleg gagnvart sjómönnum á vinnsluskipum sem njóta þess að gengið [krónunnar] er lágt. Það hefur ekki skilað sér með sama hætti til þeirra sem landa aflanum á landi,“ segir hann. Sævar segir að mikil gengis- lækkun frá áramótum sé mikil- væg sjómönnum, nú þegar eldsneytiskostnaður eykst og afli er skorinn niður. Hann segir hækkandi heimsmarkaðsverð á sjávarafurðum hafa gert útgerð- um kleift að standa undir háu gengi krónunnar síðustu ár. Nú sé hins vegar útlit fyrir að sú þróun sé að snúast við, karfi hafi til dæmis fallið mjög í verði. - gh Sævar Gunnarsson: Staða sjómanna er þokkaleg KRISTÍN Á. GUÐ- MUNDSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa árið 2007 var tæp 1.396 tonn en það er 73 þúsund tonnum meira en árið 2006 sem er um 5,5 prósenta aukning. Heildaraflinn var hins vegar meiri árið 2005 en 2007. Þetta kemur fram í tímaritinu Afli, afla- verðmæti og ráðstöfun afla 2007 sem Hagstofa Íslands gaf út í gær. Aflaverðmæti fisksins var rúmir 80 milljarðar króna og jókst um 5,4 prósent frá fyrra ári. Stærsti hluti heildaraflaverðmætisins var enn sem fyrr þorskurinn en þorskafli nam 29,6 milljörðum eða um 37 prósentum. Samdráttur var í öllum tegund- um botnsjávarfiska frá því árið 2006 nema ýsu en þar jókst aflinn um 13,2 prósent. Uppsjávaraflinn jókst um 13,1 prósent. Heildarafli þorsks var rúmlega 174 þúsund tonn en var tæplega 200 þúsund tonn árið 2006. Þorsk- afli hefur dregist saman jafnt og þétt frá því árið 1987 en þá var heildaraflinn tæp 400 þúsund tonn. Samkvæmt nýrri ákvörðun um heildaraflamark verður 130 þús- und tonnum úthlutað fyrir næsta fiskveiðiár. Á árinu 2007 veiddust 109 þús- und tonn af ýsu. Afli í ýsu hefur ekki verið meiri frá því kvótakerf- ið komst á en reynt hefur verið að auka ýsuaflann vegna minnkandi heildaraflamarks í þorski. Heildar- aflamark ýsu á komandi fiskveiði- ári verður 93 þúsund tonn. - vsp Heildarafli og heildarverðmæti íslenskra skipa jókst milli áranna 2006 og 2007: Mesta ýsuveiði í langan tíma LÖNDUN SMÁÝSU Heildarafli ýsuveiði hefur aukist mikið milli ára og hefur ekki verið jafnmikill í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK „Borgin verður að fara að lögum og reglum. Það er ekki bara hægt að taka einhverjar geð- þóttaákvarðanir. Meirihlutanum virðist í sjálfvald sett hvaða lögum þeir fylgja,“ segir Sóley Tómas- dóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna. Nýlega var hrint af stað átaki gegn veggjakroti í Reykjavík. Málað hefur verið á veggi í einka- eign án þess að tala við eigendur að sögn Sóleyjar. Hún segir að farið sé á svig við stjórnsýslulög með því að gefa eigendum ekki kost á því að tjá sig. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, er sammála Sóleyju. „Það á að gefa eigendum kost á að bregðast við þessu. Einhver móðursýki virð- ist vera í gangi og farið er fyrir- varalaust í aðgerðir. Þetta samrýmist ekki neinu meðal- hófi,“ segir Sig- urður. Í bókun meiri- hluta frá því á borgarráðsfundi í gær segir að í tveimur tilvikum virðist hafa verið um mistök að ræða þegar málað var yfir húsvegg. „Það er miður, en breytir engu um þann mikla árang- ur sem borgarbúar hafa orðið vitni að á undanförnum vikum og mán- uðum,“ segir í bókuninni. - vsp Harma harkalegar aðgerðir í veggjakrotsmálum: Á að gefa húseigendum kost á að bregðast við SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON LIST Belgi og Kínverji framkvæma Sútra-ballet á alþjóðlegri listahátíð í Avignon í Frakklandi. NORDIC/PHOTOS HEILBRIGÐISMÁL Ríkisendurskoðun ætlar að gera stjórnsýsluúttekt á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Stefán Þórarinsson, framkvæmda stjóri lækninga, segir að skoðunin sé nýhafin og að um sé að ræða almenna skoðun á stofnuninni. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að Heilbrigðisstofnun Austurlands hefði verið rekin með 200 milljóna króna halla fyrstu fimm mánuði ársins og væri komin í vanskil við birgja. Sífellt yrði erfiðara að reka stofnunina og að vandinn væri stærri en svo að stjórnendur réðu einir við hann. - ghs Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Stjórnsýslu út- tekt nýhafin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.