Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 12
12 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Ólafur Jafet Elíasson,
netagerðameistari og skip-
stjóri, málar sér til yndis og
ánægju. Hann hefur haldið
málverkasýningar í Laugar-
dalslauginni með reglulegu
millibili í tvo áratugi og
telst til að hann hafi selt um
tvö hundruð myndir.
Ólafur er kominn á níræðisaldur
og er hinn hressasti. Hann smit-
aðist af myndlistarbakteríunni í
Hvalfirði fyrir hartnær 40 árum.
„Þetta var árið 1970, ég var á leið-
inni upp á Akranes og það var allt
á kafi í snjó. Við hjónin áðum í
Hvammsvík og mér var litið yfir
landið. „Er ekki allt í lagi?“ spurði
konan. „Sérðu ekki hvað þetta er
fallegt!“ svaraði ég. Sem betur
fer var myndavél með í för, ég
tók mynd og málaði mitt fyrsta
málverk eftir henni. Síðan þá hef
ég verið símálandi.“
Ólafur hefur verið fastagestur
í Laugardalslauginni í áratugi.
Fyrir tuttugu árum átti hann
orðið til dágott safn af málverk-
um og nefndi við yfirmann
Laugar dalslaugarinnar hvort
hann mætti ef til vill hengja upp
nokkrar myndir á veggina. „Hann
hélt nú það, fannst tilvalið að fá
eitthvað á veggina. Og ég var
ekki fyrr búinn að hengja mynd-
irnar upp en þær fóru að rjúka
út.“
Myndir Ólafs urðu svo vinsæl-
ar að hann hefur reglulega haldið
málverkasýningar allar götur
síðan. „Ég hef haldið lauslegt
bókhald og mér telst til að ég hafi
selt yfir 200 myndir. Ég er svolít-
ið montinn því hann Van Gogh, sá
hollenski, hann seldi ekki eina
einustu mynd meðan hann lifði,“
segir Ólafur og hlær. Spurður
hvort hann hafi þá ekki komist í
sæmilegar álnir gegnum list sína
segir Ólafur Jafet svo ekki vera.
„Sjáðu til, ég er fyrst og fremst
að gera þetta mér til gamans,
ekki fyrir peninga. Sem betur fer
vantar mig þá ekki.“
Ólafur fær sér sundsprett á
hverjum morgni og segir að ekki
líði sá dagur þar sem hann sér
ekki einhvern rýna í myndirnar.
Innblásturinn sækir hann helst í
náttúruna og fer oft þá leið að
mála eftir ljósmyndum sem hann
hefur tekið af viðfangsefninu.
„Stundum verða þrjár myndir að
einni, birta, loft og haf getur
runnið saman. Það er þannig í
listinni að stundum verður maður
að taka sér smá skáldaleyfi, þótt
auðvitað megi ekki fara offari.“
Svo skemmtilega vill til að
Ólafur Elíasson á alnafna, sem
einnig hefur gert það gott í mynd-
listinni. „Já, strákskömmin, við
erum ekkert skyldir en nafnið
hefur vonandi komið honum til
góða,“ segir Ólafur og hlær. Hann
kann vissulega að meta list nafna
síns en finnst meira til verka
föður hans koma, Elíasar Hjör-
leifssonar, sem var sjómaður og
sjálfmenntaður listamaður. „Mér
fannst hann vera í meiri takt við
náttúruna,“ segir Ólafur.
Ólafur Jafet er símálandi, á 50
til 60 myndir í sarpinum á heimili
sínu í Hátúni og er sífellt að fá
hugmyndir að fleiri verkum.
Hann er þó ekki byrjaður að und-
irbúa næstu sýningu, segist ekki
mikið fyrir að skipuleggja langt
fram í tímann. „Ég hengdi upp
fimmtán myndir á sýninguna sem
er uppi núna. Þeim hefur fækkað,
enda seljast verkin ágætlega. Ég
byrja að velja fleiri myndir til að
hengja upp þegar mér finnst
veggurinn orðinn tómlegur.“
bergsteinn@frettabladid.is
Ólafur Elíasson hefur selt yfir
200 verk í Laugardalslauginni
ÓLAFUR JAFET ELÍASSON Fékk myndlistarbakterínu í alsnjóa Hvalfirði árið 1970 og
hefur ekki lagt frá sér pensilinn síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÚR SÝNINGU ÓLAFS Íslenskt landslag leikur stórt hlutverk í myndlist Ólafs, hann kýs að vera í „takt við náttúruna“.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Það hefur verið tekið á þessu með
svolítið harkalegum hætti, ekki síst
af fylgismönnum
Ramses. Þeir per-
sónugera málið við
þá stjórnmálamenn
og embættismenn
sem hafa með
málið að gera. Þeir
veigra sér ekki við
að mála þá sem
tóku ákvörðunina
sem illa,“ segir
Sigurjón Þórðar-
son, fyrrverandi
þingmaður, um meðferðina á máli
Pauls Ramses. „Ég hef nú aðeins
kynnt mér þetta mál og sýnist hann
fá sömu meðferð og meðhöndlun
og aðrir sem eru í hans sporum.
Hann hefur sem sagt notið jafnræðis.
Honum ætti að hafa verið ljóst að
hann þyrfti að fara frá því í janúar og
nú er hvað? Júlí? Það var beðið með
að vísa honum á brott á meðan nýr
fjölskyldumeðlimur var að koma í
heiminn – það var tekið tillit til þess.
Þannig að þetta hefur nú ekki verið
einhver hraðferð úr landi. Að lokum
vil ég benda á að Paul og fjölskylda
hans hafa kosið að ekki sé fjallað
um þeirra mál saman, eftir því sem
ég best veit. Eða í það minnsta ekki
farið fram á það. Það er það sem
stendur upp úr.“
SJÓNARHÓLL
MÁL PAULS RAMSES
Meðferðin
hefðbundin
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
fyrrverandi
þingmaður
„Ég var einmitt að gefa út geisladisk
sem heitir Íslenskar þjóðsögur,“ segir
Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri. „Á
disknum les Sigursteinn Másson
Þjóðsögur við þjóðveginn þannig að
nú getur fólk hlustað á þjóðsögur
sem eiga við þann stað á landinu
sem fólkið er statt á.
Jón R. Hjálmarsson skrifaði
Þjóðsögur við þjóðveginn en við
félagarnir tókum saman sögur og
höfum hljóðsett þær þannig að þetta
er heill hljóðheimur með leikurum,“
segir Jón Gunnar en á disknum er
að finna frægar þjóðsögur á borð við
Djáknann á Myrká og Galdra-Loft.
„Það er sumar og leikhúsið ekki í
gangi þannig að það var um að gera
að finna sér annað að gera,“ segir
Jón Gunnar. Jón Gunnar kveðst
að öðru leyti njóta sumarsins
meðan tækifæri gefst en er
þó ekki í algjöru fríi frá leik-
húsinu. „Ég er að undirbúa
ferð leiksýningarinnar Fool
for Love til Akureyrar en það
stendur til að sýna leikritið
þar í september.
Ég er einnig að hitta
listræna stjórnendur á fyrstu
stigum undirbúnings fyrir
nýtt leikrit eftir Bjarna
Jónsson sem ég mun
setja upp hjá Leikfé-
lagi Akureyrar í sept-
ember, þannig að
þetta er skemmti-
legur tími.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA JÓN GUNNAR ÞÓRÐARSON LEIKSTJÓRI
Notar sumarfríið til að gefa út geisladiska
FRÓÐLEIKUR
KENÍA
■ Lýðveldið Kenía er nefnt eftir
Keníafjalli. Sögubækur minnast
þess að fólk hafi búið þar um
2000 fyrir Krist. Að arabískir
verslunarmenn hafi heimsótt
strendur þessa austur-afríska
ríkis á fyrstu öld. Portúgalar voru
fyrstir Evrópubúa til að nýta sér
landið, eftir að Vasco da Gama
kom þar að landi 1498. Omani-
arabar gerðu sig svo gildandi á
átjándu öld, en Bretar settu sitt
mark á landið síðustu öldina, allt
þar til íbúarnir gerðu uppreisn og
kröfðust sjálfstæðis. Það hafðist
1963. Nýjustu tíðindi eru að allt
að 600.000 manns hafi verið á
vergangi eftir ófrið vegna kosn-
inga í desember.
Af hverju?
„Ég leit á þessi gögn sem mín
persónulegu skjöl.“
GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON UM
FUNDARGÖGN ORKUVEITU REYKJA-
VÍKUR, SEM HANN TÓK MEÐ SÉR
ÞEGAR HANN HÆTTI.
Morgunblaðið, 10. júlí.
Vægast sagt
„Þetta er bara mjög ósmekk-
legt.“
ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR LEIÐ-
BEINANDI UM SÓÐA SEM HAFÐI
HÆGÐIR Í KOFA Á SMÍÐAVELLINUM
HÓLMASELI.
Fréttablaðið, 10. júlí.
RV
U
n
iq
u
e
0
6
0
8
0
3
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Hentugt við grillið
- einnota diskar, glös, bollar og hnífapör
Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV