Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 32
Á
meðan alþjóð hefur séð
Rebekku Kolbeinsdóttur á
sviði með Merzedes Club
hefur lítið sem ekkert verið
fjallað um söngkonuna sjálfa í fjöl-
miðlum. Á bakvið sterka ímynd
bandsins býr viðkunnanleg stelpa
sem veit hvað hún vill.
„Ég var rosalega iðin sem barn,
var alltaf í söng, annaðhvort í
kórum eða einsöng, æfði ballett,
fimleika og var lengi vel í hesta-
mennsku. Eftir að hafa dottið af
baki nokkrum sinnum fékk ég hins
vegar nóg og er of hrædd til að fara
á bak í dag.“ segir Rebekka sem
ólst upp í Hafnarfirðinum fram að
tólf ára aldri, en þá ákváðu móðir
hennar og stjúpfaðir að flytjast
á Hvolsvöll. „Ég man að ég var
alls ekki sátt við þessa ákvörð-
un þeirra, en við fluttum að Mið-
túni, sem er heimabær mömmu á
Hvolsvelli. En áður en ég vissi af
var ég byrjuð að kynnast krökk-
unum og eignast vini. Ég fór svo í
skólakórinn um tíma og byrjaði að
æfa einsöng,“ segir Rebekka sem
fékk snemma sína fyrstu reynslu
á sviði.
„Ég fékk hlutverk Ídu í Emil í
Kattholti sem Leikfélag Rangey-
inga setti upp þegar ég var þrettán
ára. Þá hafði ég fengið smá reynslu
af því að leika því ég lék hlutverk
Mjallhvítar í fjórða bekk í barna-
skóla. Það var gaman að fá bæði
að syngja og leika og það spillti
ekki fyrir að besti vinur minn var
í hlutverki Emils,“ segir Rebekka
sem smitaðist snemma af leiklist-
arbakteríunni. „Mig langaði alltaf
að verða leikkona eða söngkona
og þá helst að leika í bíómyndum.
Þegar ég var átta ára gömul fékk
ég gefins gamla vídeóupptökuvél
og lék mér þá tímunum saman að
því að búa til bíómyndir með vin-
konum mínum, leikstýra og gera
handrit. Mig langar enn þá til að
spreyta mig í leiklistinni og gæti
vel hugsað mér að gera það í fram-
tíðinni,“ segir Rebekka.
Flutt að heiman sextán ára
Þegar Rebekka var sextán ára
langaði hana að fara í mennta-
skóla í bænum svo hún flutti frá
Hvolsvelli ein síns liðs.
„Mig langaði að fara í Mennta-
skólann við Sund svo ég ákvað að
flytja og fór að leigja íbúð rétt
hjá, í bílskúr sem búið var að inn-
rétta. Ég fór á málabraut og kunni
vel við mig í skólanum en bók-
námið átti engan veginn við mig.
Ég verð að fást við eitthvað skap-
andi og get ekki bara setið og lesið
bækur, svo ég hætti eftir tveggja
ára nám,“ segir Rebekka og sér
ekki eftir því að hafa sagt skil-
ið við skólann. „Ég fór að vinna
á leikskóla og kom víða við í mis-
munandi störfum á meðan ég var
að velta fyrir mér hvað mig lang-
aði til að gera. Ég leiddi hug-
ann að því að fara í Iðnskólann
og feta jafnvel í fótspor mömmu
og læra grafíska hönnun. Á þess-
um tíma bjó Ívar Örn bróðir minn
með mér og við byrjuðum að fikta
okkur áfram í tónlistinni þegar ég
kom heim á kvöldin. Þá fékk hann
mig stundum til að syngja yfir
eitthvað sem hann var búinn að
semja, en þetta var áður en hann
byrjaði í Dr. Mister and Mr. Hand-
some,“ útskýrir Rebekka og segir
söngáhugann hafa kviknað fyrir
alvöru um þetta leyti. „Ég fann að
þetta var það sem mig langaði til
að gera og fór að átta mig á að ég
vildi leggja sönginn fyrir mig.“
Óvænt kynni
Rebekka er í sambúð með Magn-
úsi Haraldssyni tónlistarmanni
en þau kynntust óvænt fyrir rúm-
lega tveimur árum og hafa verið
saman síðan.
„Það er frekar fyndið hvern-
ig við kynntumst, því ég var bara
að labba heim á föstudagskvöldi
þegar hann gekk á móti mér og við
fórum að spjalla saman. Í kjölfar-
ið bauð hann mér upp á drykk og
innan tveggja mánaða vorum við
byrjuð að búa saman,“ segir Re-
bekka og brosir.
Spurð um þátttökuna í for-
keppni Evróvisjón segir hún til-
komu hennar hafa komið mjög
óvænt á daginn.
„Ég ætlaði sko aldrei að fara
í Evróvisjón. Ég hafði verið að
syngja bakraddir fyrir The End,
bandið hans Magga kærasta míns,
og var eiginlega nýkomin inn í
hljómsveitina þegar Valli Sport
hringdi í mig. Hann spurði hvort
ég vildi syngja lag eftir Barða Jó-
hannsson í forkeppni Evróvisjón,
en honum hafði þá verið bent á
mig og heyrt mig syngja með The
End,“ útskýrir Rebekka.
„Evróvisjónkeppnin heillaði
mig ekki sem slík en mér hefur
alltaf fundist Barði töff og fíla
tónlistina hans svo ég fór og hitti
hann og Valla til að heyra lagið.
Mér fannst það strax mjög flott og
stemningin í því átti vel við mig,
svo eftir að hafa farið í prufu var
ákveðið að ég yrði með. Þá voru
bara þrír dagar í keppnina sjálfa,
svo ég hitti strákana strax og við
byrjuðum að æfa eins og brjálæð-
ingar, enda lítill tími til stefnu. Þá
átti líka eftir að redda öllu sem
Rebekka Kolbeinsdóttir skaust fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún tók þátt í forkeppni Evróvisjón með hljómsveitinni
Merzedes Club. Margir bjuggust við að lagið „Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey“ yrði framlag okkar Íslendinga í Evróvisjón í ár
en svo varð ekki. Rebekka segist vera fullkomlega sátt við lyktir mála og nýtur velgengni hljómsveitarinnar til hins ítrasta. Alma
Guðmundsdóttir hitti Rebekku og fékk að skyggnast inn í líf skvísunnar í silfurgallanum.
Fer í ræktina til að fita sig
Rebekku þekkja margir sem stelpuna í spandexgallanum. Hún segist kunna vel við sig á sviðinu og hlakkar til sumarsins
með Merzedes Club. MYND/AUÐUNN.
8 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008
Í HNOTSKURN
Besti tími dagsins: Kvöldin
Sjörnumerki: Steingeit
Uppáhaldsmatur: Pizzan henn-
ar mömmu
Uppáhaldsdrykkur: Eðal toppur
Mesta freistingin: Fatakaup
Skemmtilegast: Syngja og vera á
sviði
Leiðinlegast: Að gera ekki neitt
Diskurinn í spilaranum: Smáskífan
Í frelsarans nafni með Sigga Lauf
Draumafrí: Á einhverjum sólrík-
um stað með Magga kærastan-
um mínum
Hverju myndirðu sleppa ef þú
ættir að spara: Keyra minna og
minnka fatakaup