Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 45

Fréttablaðið - 11.07.2008, Page 45
FÖSTUDAGUR 11. júlí 2008 21 UMRÆÐAN Bjarni Harðarson skrifar um Evrópumál Þjóðremba er eitt af leiðinlegri fyrir- bærum í menningunni og stafar fyrst og síðast af vanmetakennd. Þó er öfug þjóðremba verri og leiðinlegri. Hún lýsir sér í þeirri vanmeta- kennd að telja helst allt verra á Íslandi en í öðrum lönd- um og aldrei geti neitt versnað við áhrif frá útlöndum. Vissulega er margt sem við fáum utan að til góðs fyrir sam- félag og á við um innflutning bæði verkafólks og varnings sem hingað kemur. En þegar því er haldið fram að fénaðarinnflutn- ingur sé landinu til góðs færist skörin mjög á bekkinn. Getur leitt til örkumla Salmonella herjar nú á frændur okkar Dani af verra tagi en verið hefur í hálfan annan áratug þar ytra. Á fjórða þúsund liggja þar þungt haldnir af því sem Politik- en kallar „diarré“ en slíkt hét hér áður steinsmuga í íslenskum sveitum. Ástæða veikindanna er talin sýkt kjöt af óvissum upp- runa. Hluti þeirra sem veiktist var fluttur á sjúkrahús. Salmon- ella er alvarlegur sjúkdómur sem getur jafnvel leitt til varanlegra örkumla og örorku. Þetta er sú framtíð sem bíður okkur Íslend- inga ef við heimilum innflutning á hráu kjöti. Þarna er bara verið að tala um salmonellu. Danir telja ekki með þann fjölda sem sýkist þar ár hvert af kamfýlóbakter sem er landlægur í Evrópu utan Íslands. Hvorutveggja höfum við verið laus við úr íslenskum landbúnaði um langt árabil og það er raun- verulega ótrúlegur árangur. Árangur sem á sér fáa líka í verk- smiðjubúskap heimsins og árang- ur sem er heilsufarsöryggi neyt- enda mikilvægur. Hinir öfugsnúnu sem nú vilja brjóta þessa sérstöðu niður mega vitaskuld ekki heyra á þetta minnst og telja öllu skipta að Evrópusambandið hefur innleitt mjög merkilegar og strangar heilbrigðisreglur. Staðreyndin er sú að víða um Evrópu eru reglur eitt og raunveruleikinn annar. Það á ekki síst við um hin fátæk- ari lönd álfunnar sem enn eiga langt í land í því hreinlæti við matvælaframleiðslu sem er almenn í Norður-Evrópu og best hér á Norðurlöndum. En auðvitað verður ástandið ekkert verra hér á landi en í Evrópu – það verður ein- faldlega svipað því sem hefur verið í Danmörku í sumar. Sem er ekki ásætt- anlegt. Tríkín eins og í ísbirni Rök þeirra sem vilja heim- ila innflutning á hráu kjöti eru af tvennum toga. Ann- ars vegar falsrök um að það sé nauðsynlegt vegna hags- muna sjávarútvegsins í Evrópu. Í þeim efnum gildir að eftirspurn eftir íslensku sjávarfangi er slík að engar líkur eru á að Evrópubú- ar fari að vinna gegn eigin hags- munum út á nokkrar kjúklinga- bringur. 300 þúsund manna markaður er Evrópu ekki stór. Hin rökin eru mun veigameiri og snúa að frjálsum viðskiptum milli landa. Það er rétt og skyn- samleg stefna að draga þar held- ur úr hömlum og við Íslendingar höfum þar unnið með öðrum þjóðum. En sérstöðu okkar sem eyþjóðar verður að virða. Fyrir nokkrum vikum voru það einmitt talin rök fyrir annars sjálfsögðu ísbjarnardrápi að sá bar hinn illvíga búfjársjúkdóm tríkin innan iðra. Við höfum verið laus við þann vágest hér á landi en verðum ekki ef hrátt svínakjöt fer að berast inn í landið. Léttum álögum á frystu kjöti Sjálfsagt er að koma til móts við kröfur neytenda um lægra verð og aukið frelsi í verslun með því að létta álögum á frystu kjöti en við verðum af heilbrigðisástæð- um að sporna eftir mætti gegn því að hrátt kjöt verði flutt eftir- litslaust inn í landið. Koma þar til hagsmunir neytenda, hagsmunir náttúru og vitaskuld líka hags- munir þeirra sem vinna við fram- leiðslu á hvítu kjöti sem á höfuð- borgarsvæðinu eru jafnvel fleiri en eru í öllu álverinu í Straums- vík. Þess er nú skammt að bíða að þjóðarsálin gefi því meiri gaum en nú er hvernig störfin verða til og mikilvægi þess að viðhalda þeim störfum sem við höfum. Þegar við bætist að matvæla- kreppan í heiminum mun hækka heimsmarkaðsverð á kjöti veru- lega á næstu árum eru komnar ærnar ástæður fyrir því að bíða með það óheillaverk að slátra heilli atvinnugrein á Íslandi. Höfundur er alþingismaður og bóksali. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BJARNI HARÐARSON Af öfugri þjóðrembu og steinsmugu í Danaveldi Salmonella er alvarlegur sjúkdómur sem getur jafnvel leitt til varanlegra örkumla og örorku. Þetta er sú framtíð sem bíður okkur Íslendinga ef við heimilum innflutning á hráu kjöti. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is útsala Enn eiri íþróttaskór sundföt sportfatnaður barnafatnaður útivistarfatnaður ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 43 00 5 07 /0 8 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.