Fréttablaðið - 11.07.2008, Síða 46
22 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
BANDARÍSKA TÓNSKÁLDIÐ GEORGE
GERSHWIN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1937
„Sönn tónlist verður að endur-
spegla hugsun og væntingar
fólksins og tíðarandans. Mitt
fólk eru Bandaríkjamenn og
minn tími er í dag.“
George Gershwin samdi mikið
af sinni tónlist í samstarfi við
bróður sinn, Ira Gershwin. Tón-
list hans hefur verið notuð í bíó-
myndum og sjónvarpsþáttum og
margir tónlistarmenn í gegnum
tíðina hafa sungið lögin hans.
To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee
kom fyrst út þennan dag árið 1960.
Bókin varð strax mjög vinsæl og er
í dag orðin ein af sígildum verkum
bandarískra nútímabókmennta. Harper
Lee hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir bók-
ina árið 1961. Bókin byggist lauslega
á fjölskyldu og nágrönnum höfundar-
ins en líka á atburðum sem gerðust ná-
lægt heimabæ hennar árið 1936 þegar
hún var tíu ára gömul. Sagan gerist á kreppuár-
unum í smábæ í Alabama. Sögumaður bókarinn-
ar er sex ára gömul stúlka að nafni Scout Finch.
Faðir hennar, Atticus Finch, er lögfræðingur sem
tekur að sér að verja blökkumann ákærðan fyrir
að hafa nauðgað hvítri konu. Málið er viðkvæmt
og hefur mikil áhrif á líf Scout, bróður hennar og
allt samfélagið.
Sagan er bæði hlý og fyndin þótt hún taki á
alvarlegum málefnum eins og nauðg-
un og kynþáttamisrétti. Aðalumfangs-
efni bókarinnar eru misrétti og glötun
sakleysis, en jafnframt tekur Harper Lee
á stéttaskiptingu, hugrekki, ástríðu og
kynjahlutverkum í suðurríkjum Banda-
ríkjanna. Bókin er námsefni úti um allan
heim og notuð til að kenna umburðar-
lyndi og uppræta fordóma.
Oft hefur komið upp sú umræða að
hætta að kenna bókina vegna þess hversu op-
inskátt hún fjallar um kynþáttafordóma, en það
hefur ekki gengið eftir. Í gegnum tíðina hefur
þó bókin verið vinsælli hjá hvítum lesendum en
blökkufólki.
Árið 1962 var gerð bíómynd eftir bókinni þar
sem Gregory Peck fór með hlutverk Atticus Finch,
en myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta
handrit og leik Gregorys Peck í aðalhlutverki.
ÞETTA GERÐIST: 11. JÚLÍ 1960
Tekið á kynþáttafordómum
MERKISATBURÐIR
1750 Borgin Halifax í Kanada
gjöreyðileggst í eldsvoða.
1800 Alþingi afnumið með
konunglegri tilskipun
og ákveðið er að stofna
Landsyfirrétt.
1848 Waterloo-lestarstöðin í
London tekin í notkun.
1911 Íslenskar konur fá fullt
jafnrétti á við karla til
menntunar og embætta.
1936 Triborough Bridge í New
York-borg er opnuð fyrir
umferð.
1972 Skákeinvígi aldarinnar
hefst í Reykjavík þegar
Robert Fischer og Boris
Spasskí keppa um heims-
meistaratitilinn.
1987 Einar Vilhjálmsson setur
Norðurlandamet í spjót-
kasti.
Djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöll-
um verður haldin um helgina í fimmta
sinn. Mikill metnaður hefur verið
lagður í dagskrána á þessu afmælisári
hátíðarinnar en alls koma fram ellefu
tónlistarmenn á sex tónleikum.
Að sögn Sigurðar Flosasonar, tónlist-
armanns og listræns stjórnanda hátíð-
arinnar, er það ákveðið afrek að kom-
ast upp í fimm ár með svona litla hátíð.
Það hefði ekki verið hægt nema fyrir
stuðning sveitarfélagsins fyrst og
fremst og bendir á að það þurfi sam-
stillt átak til þess að svona lagað gangi
upp. „Hátíðin hefur lifað svona lengi af
því að fólk hér á svæðinu hefur viljað
styðja við bakið á okkur og svo hefur
hátíðin ætíð verið vel sótt. Við erum
þakklát fyrir allan stuðninginn á þess-
um tímamótum,“ segir Sigurður.
Hátíðin hefur verið breytileg ár frá
ári og er hátíðin í ár stærri í sniðum
en í fyrra. Að sögn Sigurðar er þetta
þó ekki hátíð með stóra stækkunar-
drauma. „Við viljum frekar gera hana
eins góða og mögulegt er hverju sinni.
Við höfum prófað að dreifa henni á þrjá
daga og þjappa henni saman á einn dag
en hátíðin er alltaf sú sama þótt formið
á henni hafi verið mismunandi.“
Í ár koma fram bæði góðkunningjar
hátíðarinnar og nýir tónlistarmenn.
Reynt er að höfða til allra, bæði hvað
varðar aldur og djassstíl. „Grunnhug-
myndin er sú að vera með hóp fólks úti
í fallegri náttúru, láta það koma fram
í sínum hljómsveitum, en blanda þeim
svo saman á annan máta,“ útskýr-
ir Sigurður. Sá háttur verður hafður
á núna um helgina þegar tvær hljóm-
sveitir spila í kvöld í félagsheimilinu
Fossbúð. Því tónlistarfólki verður svo
blandað saman í önnur bönd sem spila
seinni partinn á morgun í Skógarkaffi
í Samgöngusafni Byggðasafnsins.
Hátíðin hefur alla tíð verið haldin í
Skógum en þó ekki alltaf á sama stað.
Upphaflega var hátíðin haldin utan-
dyra í tjaldi en í dag er hún á tveim-
ur stöðum, í félagsheimilinu Fossbúð
og á kaffiteríu Byggðasafnsins, Skóg-
arkaffi.
„Með hátíðinni viljum við bæði
reyna að höfða til fólksins hérna á
svæðinu en einnig til ferðafólks. Til
dæmis verður fjögurra klukkustunda
samfelld dagskrá á morgun sem ekki
kostar inn á. Fólk getur komið og farið
eftir hentisemi þannig að andrúms-
loftið er mjög óformlegt og ætti að
geta hentað þeim sem eru á ferðinni,“
segir Sigurður.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér
dagskrána sem hefst í dag er bent á
heimasíðuna www.vik.is.
klara@frettabladid.is
DJASS UNDIR FJÖLLUM: HÁTÍÐIN HALDIN Í FIMMTA SINN
Tónlistarfólk hrist saman
SIGURÐUR FLOSASON TÓNLISTARMAÐUR ER ÞAKKLÁTUR FYRIR ÞESSI TÍMAMÓT Djasshátíðin hefur fengið góðan stuðning frá bæði sveitarfélag-
inu og velunnurum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
AFMÆLI
SUSAN VEGA
söngkona er
49 ára í dag.
HERMANN
HREIÐARSSON
fótboltaspilari
er 34 ára í dag.
ARI EDWALD,
forstjóri 365,
er 44 ára í
dag.
GRÉTAR
ÖRVARSSON
tónlistarmaður
er 49 ára í
dag.
Elskuleg eiginkona mín,
Arnbjörg Stefánsdóttir
Jónsdóttir
Fjarðarseli 15, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 11. júlí
kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Gunnar Ásgeirsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa
Gissurar Símonarsonar,
húsasmíðameistara, Bólstaðarhlíð 34,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistunar við Vitatorg
og á Droplaugarstöðum fyrir góða hjúkrun og umönn-
un.
Bryndís Guðmundsdóttir
Jónína Gissurardóttir Bragi Ragnarsson
Gunnar Levý Gissurarson Hulda Kristinsdóttir
Símon Már Gissurarson Mariam Heydari
Ingibjörg Gissurardóttir Örn Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir til þeirra sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýju við fráfall og útför
sonar okkar og bróðurs
Lárusar Stefáns
Þráinssonar.
Sú ást, kærleikur og umhyggja sem okkur var sýnd er
ómetanleg og ógleymanleg.
Þráinn Lárusson Ingibjörg Helga Baldursdóttir
Þurý Bára Birgisdóttir Þórhallur Birgisson
Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir
Kristján Stefán Þráinsson
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar,
Brynhildur Jónsdóttir
garðyrkjukona
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
12. júlí kl. 14.00.
Björk Snorradóttir
Steingrímur E. Snorrason
Snorri P. Snorrason
Kristján Snorrason.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi
Jón Hauksson
lögmaður, Vestmannabraut 11
varð bráðkvaddur á heimili sínu, sunnudaginn 6. júlí
sl. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum
laugardaginn 12. júlí nk. kl. 14.00.
Svala Guðný Hauksdóttir
Haukur Jónsson Kristbjörg Jónsdóttir
Bjarki Jónsson Ósk Gunnarsdóttir
Jóhanna Inga Jónsdóttir Hólmgeir Austfjörð
afabörn.