Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.07.2008, Qupperneq 8
8 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR                      !"#########  $%&'()*(  +(  ,    -!#######       ! .#!/0     .1  .##1               2 ! .#!/3   14   *    5      6*   7    ! .##8 9     7     :3#!#;!/<67    !"-.##1 )            =  .7!#">    -  2           7???  7  !;- .##1!;-.##8 >   7!;-.##1 @+:=A''+'B%3+>@+'B:C,+'D> Allir velkomnir á menningarhátíðina á Bifröst á föstudaginn Tekjur ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins voru rúmlega 194 milljarðar: Tekjurnar hafa tvöfaldast á tíu árum RÍKISSJÓÐUR „Þegar vel árar auk- ast tekjur ríkissjóðs til muna og nú hafa verið mörg góð ár í röð,“ segir Sigurður Guðmundsson hjá efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Samkvæmt nýjustu tölum um tekjuafkomu ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins, sem birtust í síðustu viku, kemur fram að tekj- ur ríkissjóðs voru tæpir tvö hundruð milljarðar. „Þegar fólk hefur mikið milli handanna aukast tekjurnar. Þá kaupir fólk til dæmis bíla og annað frá útlöndum. Þessu öllu fylgir greiðsla vörugjalda og virðisauka- skatts. Það kemur síðan inn sem tekjur í ríkissjóð,“ segir Sigurður. Skatttekjur eru tæplega 179 milljarðar króna sem eru um 91 prósent af tekjum ríkissjóðs. Nú þegar harðnar í ári verður lík- lega annað uppi á teningnum hjá ríkissjóði. „Þegar atvinna dregst saman eru minni laun. Þá kaupir fólk minna og líklega fer meiri pen- ingur í hluti eins og atvinnuleysis- bætur,“ segir Sigurður. Tekjur ríkissjóðs voru 62 millj- arðar árið 1998. Það þýðir rúmlega þreföldun í krónum talið milli þess- ara tíu ára. Þegar vísitala neyslu- verðs er reiknuð með kemur í ljós að raungildi tekna ríkissjóðs hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. - vsp 200 150 100 50 x 10 00 m ill ja ða r TEKJUR RÍKISSJÓÐS UNDANFARIN TÍU ÁR* *Án tillits til vísitölu neysluverðs 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 VÍSINDI, AP Vísindamenn í Lettlandi hafa grafið upp 365 milljóna ára gamla steingervinga af höfuð- kúpu, axlabeini og mjaðmagrind frumstæðasta ferfætlings jarð- sögunnar. Vonast er til að fundur- inn hjálpi mönnum að skilja hvernig fiskar þróuðust í landdýr. Ferfætlingurinn er löngu útdauður en hefur líkst litlum krókódíl. Hann hefur líklega lifað í grunnum vötnum, verið um metri á lengd og lifað á fiski. Skepnan var með fjóra útlimi sem líktust fremur fótleggjum en uggum. Fjórfætlingurinn var líklega þróunarlegur endapunktur, og engir afkomendur frá honum. Hann líktist þó ýmsum fiskum sem námu land á svipuðu tíma- bili. Vísindamenn hafa leitað svara við því af hverju fiskar hafi þróað með sér fótleggi sem gerðu þeim kleift að ganga á land. Hugsanleg skýring er að þeir hafi lifað í svo grunnum vötnum að heppilegra hafi verið að ganga á botninum en að synda. - gh Vísindamenn grafa upp mikilvæga steingervinga: Frumstæðasti fer- fætlingur sögunnar FURÐUSKEPPNA Dýrið sem vísindamenn fundu steingervinga af hefur líkst krókódíl. MYND/INFO.UU.SE 1 Hve margir hlupu í Lauga- vegshlaupinu á laugardaginn? 2 Hvað heitir ný þáttaröð sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur í? 3 Hvar mega rastafarar nú reykja marijúana? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BRETLAND, AP Breska leyniþjónust- an leitar nú að starfsfólki úr hópi kvenna og einstaklinga sem tilheyra minnihlutahópum í Bretlandi, í baráttunni gegn hryðjuverkum. Tuttugu þúsund hafa sótt um störfin á þessu eina ári sem verkefnið hefur verið í gangi. Bæði konur og hópur fólks af austurlenskum uppruna eru hvött til þess að sækja um. Breska leyniþjónustan segir að fylgst sé með yfir tuttugu þúsund manns. Margir af þeim eru með sambönd við öfgahópa í Pakistan. - mmr Breska leyniþjónustan: Nýir njósnarar taka til starfa MENNTUN Nú er auðveldara fyrir rektor Háskólans að taka á mál- efnum, sem beint er til siðanefnd- ar skólans, en verið hefur, þegar álitamál hafa komið upp um starfs- menn skólans, að sögn rektors. Starfsmenn Háskóla Íslands hafi upp á síðkastið unnið að því að skýra verklag innan skólans, endurskoða verkferla og sérstak- lega málefni siðanefndar skól- ans. „Við viljum koma í veg fyrir að afgreiðsla mála dragist í mörg ár og við viljum hafa úrræðin sem þarf til að bregðast við hugsan- legum brotum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir rektor. Eitt þeirra sé formleg áminning. Þekktasta dæmið um slíkt mál er mál Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar, um brot á höfundarrétti. Afgreiðslu þess lauk með því að rektor áminnti hann ekki. Hannes hafði þá þurft að bíða ákvörðunar stjórnenda skólans í fjögur ár. Kristín segir skólann vitanlega halda sig innan starfsmannalaga, enn sem fyrr, en með lögum um háskóla frá 2006 hafi siðanefndin fengið sérstaka lagastoð. Nú sé stjórnsýslan skýrari og álitamál geti farið beint frá siðanefnd og fyrir rektor. - kóþ Siðanefnd Háskólans styðst við sérstaka lagastoð: Auðveldara að áminna VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.