Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.07.2008, Qupperneq 12
12 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Bankarnir á Íslandi eru duglegir við að leggja hin ýmsu gjöld á viðskiptavini sína. Kristín I. Hilmars- dóttir skrifar: Ég hringdi og lét millifæra fyrir mig peninga á milli reikninga í sama banka og í sama útibúi (Landsbankanum) og mátti gjöra svo vel að borga 240 kr. fyrir færsluna. Þetta er ekki há upphæð, þannig séð, og ég get skilið að bankarnir taki gjald fyrir að millifæra sín á milli. En að taka gjald fyrir færslur innan sama bankaútibús finnst mér nokkuð langt gengið. Inga Björk Svavarsdóttir furðar sig líka á gjaldagræðgi bankanna og skrifar: Ég komst að því þegar ég leit á bankareikningsyfirlitið mitt í gær að 95 krónur hefðu verið teknar í þjónustugjald vegna símtals sem ég hringdi í þjónustuver Landsbankans til að fá að vita stöðu á reikningi. Ég fékk engar upplýsingar fyrirfram um að þessi þjónusta kostaði. Mér þætti gaman að vita hvað sambærileg þjónusta kostar hjá öðrum bönkum. Eins og sést hér á töflunni eru gjöld bankanna mishá. Ég hringdi í fjórar útlánsstofnanir og spurði annars vegar: Hvað kostar að millifæra símleiðis á milli tveggja íslenskra reikninga á sitthvorri kennitöl- unni í sama banka? Hins vegar: Hvað kostar að hringja og fá stöðu á reikningi? Glitnir kemur best út úr þessari könnun. Þar er hvort tveggja ókeypis. Hinir bankarnir taka mismikið fyrir þjónustuna, Landsbankinn mest. Þess ber að geta að í öllum netbönkum væri hægt að framkvæma þessar aðgerðir ókeypis – ennþá að minnsta kosti. BANKI MILLIFÆRA FÁ STÖÐU Landsbankinn 240 kr. 95 kr. Kaupþing 220 kr. 75 kr. Byr sparisjóður 100 kr. 100 kr. Glitnir 0 kr. 0 kr. Símaþjónusta bankanna kostar sitt: Bara ókeypis hjá Glitni ÞJÓNUSTAN ER ÓKEYPIS HJÁ GLITNI En ekki hjá hinum bönkunum. AUSTUR-TÍMOR, AP Indónesar frömdu glæpi gegn mannkyni þegar Austur-Tímor lýsti yfir sjálfstæði árið 1999, að því er sameiginleg Sannleiks- og friðar- nefnd beggja ríkjanna segir. Nefndin hefur rannsakað blóð- baðið og sent frá sér 300 blað- síðna skýrslu þar sem skýrt er frá því að Indónesíuher, lögregla og borgaraleg stjórnvöld á Indó- nesíu hafi farið í „skipulega ofbeldisherferð“ gegn sjálfstæðis- sinnum á Austur-Tímor. Nefndin segir að Indónesar ættu að sýna iðrun í verki og biðj- ast opinberlega afsökunar á morðum, pyntingum og öðrum voðaverkum sem framin voru. Nefndin ætlar að kynna niður- stöður sínar í dag og afhenda skýrsluna bæði Susilo Bambang Yudhoyono Indónesíuforseta og Jose Ramos-Horta, forseta Aust- ur-Tímors. „Við munum fallast á allt sem nefndin segir og fara að tilmælum hennar,“ sagði Teuku Faizasyah, talsmaður utanríkisráðuneytis Indónesíu. Hann sagði að stjórn- völd beggja ríkjanna teldu það siðferðilega skyldu sína að taka mark á niðurstöðum nefndarinn- ar: „Markmiðið er að græða sár fortíðar og starfa saman að betri framtíð.“ Í skýrslunni er hörðustu gagn- rýninni beint að Indónesíu, en einnig eru stjórnvöld á Austur- Tímor sögð þurfa að biðjast afsökunar á voðaverkum sem vopnaðar sveitir sjálfstæðissinna frömdu. Er þar einkum vísað til þess að fólk hafi verið haft í haldi án lagalegra heimilda. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1999 samþykktu íbúar á Austur- Tímor með yfirgnæfandi meiri- hluta að segja skilið við Indónes- íu, sem hafði stjórnað þar með harðri hendi í 24 ár, eða allt frá því nýlendustjórn Portúgala á Austur-Tímor lauk. Í kjölfar kosninganna hófst óöld mikil þar sem indónesískir hermenn og vopnaðar fylgisveitir þeirra fóru með ofbeldi á hendur íbúum Austur-Tímors. Sam- kvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kostaði þessi ofbeldis- herferð meira en þúsund manns lífið. Leiðtogar á Austur-Tímor hafa ekki krafist þess að hinir seku verði dregnir fyrir dómstóla. Þeir hafa heldur ekki farið fram á að alþjóðlegur dómstóll verði fenginn til að fjalla um glæpina. Þess í stað var þessi nefnd stofn- uð og er hlutverk hennar að kom- ast að niðurstöðu sem bæði Indónesar og Austur-Tímorar geta sætt sig við. gudsteinn@frettabladid.is Indónesía ber mesta ábyrgð á ofbeldinu Sannleiksnefnd krefst þess að Indónesíustjórn biðji Austur-Tímor afsökunar á skipulagðri ofbeldisherferð og glæpum gegn mannkyni. Niðurstöður skýrslu nefndarinnar verða kynntar stjórnvöldum beggja ríkjanna í dag. LEIÐTOGAR AUSTUR-TÍMORS OG INDÓNESÍU Xananan Gusmao, forsætisráðherra Austur-Tímors, og Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu. Myndin er tekin þegar þeir hittust í apríl síðastliðnum. NORDICPHOTOS/AFP BORGARMÁL Anna Kristinsdóttir hefur verið ráðin mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í síðustu viku. „Nú er búið að eyða óvissunni sem ríkti um þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir, vara- borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem sat á borgarráðsfundinum. Tölvupóstur var sendur umsækj- endum um að búið væri að ráða í stöðu mannréttindastjóra síðast- liðinn föstudag. Í raun hafði ein- ungis verið gerð tillaga að því að Anna yrði ráðin. Ákvörðunin var ekki tekin endanlega fyrr en á borgarráðsfundinum í gærmorgun. „Það er miður hvernig komið var fram við aðra umsækjendur en við vildum ekki láta það bitna á Önnu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi Samfylkingar. Spurt var á borgarráðsfundin- um út í það að Ólafur F. Magnús- son hafi setið atvinnuviðtöl við umsækjendur um stöðu mannrétt- indastjóra sjálfur. Ein röksemd meirihlutans var að Þórólfur Árna- son hefði gert það á sínum tíma. Sóley segir það hafa verið annað mál þar sem Þórólfur hafi verið ráðinn borgarstjóri en ekki skipaður pólitískt eins og Ólafur. „Ég veit ekki til þess að pólitískur borgarstjóri hafi tekið ráðningarviðtöl. Að þurfa að vera með nefið ofan í öllu sýnir líklega hvað borgarstjóri treystir sínu fólki illa,“ segir Sóley Tómasdóttir. - vsp Samþykkt einróma að Anna Kristinsdóttir yrði ráðin mannréttindastjóri: Borgarstjóri viðstaddur viðtöl SÓLEY TÓMASDÓTTIR Segir að það að Ólafur þurfi að taka atvinnuviðtöl sjálfur sýni hvað hann treysti sínu fólki illa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Upplýsingatorg á vefnum fyrir verðandi foreldra hefur verið opnað undir slóðinni medganga.is. Þar er að finna hátt í tvö hundruð tengla sem tengjast meðgöngu og barneignum. Upplýsingum á vefnum er skipt í fjóra flokka er tengjast með- göngu, hreyfingu, fatnaði og barninu. Einnig er þar að finna góð ráð frá foreldrum. Í tilefni af nýja vefnum kom út samnefnt tímarit sem fæst ókeypis í apótekum og ungbarnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu en er einnig hægt að nálgast á netinu. Þema blaðsins er góð ráð. - ht Vefur fyrir verðandi foreldra: Upplýsingatorg á meðgöngunni FÁTÆKT Í KABÚL Afgönsk móðir betlar á götum Kabúlborgar. Hún vonast til að afraksturinn hjálpi til við að greiða húsaleigu og afla fæðu handa fjórum börnum hennar. NORDICPHOTOS/AFP Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.