Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Þorgerður Guðmundsdóttir læknir á í fórum
sínum tvær tréstyttur frá Afríku sem hún erfði
eftir afa sinn og ömmu.
„Þetta eru karl og kerling sem unnin eru úr tré og
voru stytturnar keyptar í Afríku fyrir um fjörutíu til
fimmtíu árum. Ég erfði þær frá ömmu og afa en afi
keypti stytturnar á ferðum sínum með fraktskipum
til Afríku þar sem hann var að fara með skreið til
Kongó,“ útskýrir Þorgerður áhugasöm. Afi hennar
starfaði sem vélstjóri á fraktskipum hjá skipadeild
Sambandsins og ferðaðist víða.
„Þegar kom að því að úthluta þessum styttum
fannst systkinum pabba eiginlega ekki annað hægt
en að ég fengi þær af því að þegar ég var lítil stúlka
var ég plötuð til þess að heilsa alltaf styttunum þegar
ég kom í heimsókn. Þannig að í hvert skipti sem ég
kom til afa og ömmu heilsaði ég styttunum alltaf
mjög kumpánlega,“ segir Þorgerður og hlær. Þor-
gerður hefur að hluta til fetað í fótspor afa síns en
hún fór til Afríku sumarið 2005 og heimsótti þá
Kenía.
„Ég fór með nokkrum vinum og félögum úr lækna-
deildinni en við fórum sem læknanemar og unnum
sjálfboðastörf í fátækrahverfum Naíróbí. Það var
heilmikil upplifun og það sem sló mig helst voru
bágar aðstæður. Annað sem vakti ekki síður athygli
mína var hvað fólk var þrátt fyrir allt ánægt með sitt
og lífsglatt þó svo það byggi við afar kröpp kjör,“
segir Þorgerður og lýsir yfir áhyggjum af versnandi
aðstæðum í kjölfar kosninganna í vetur sem leið en
þá urðu mikil átök í Kenía. „Að öðru leyti er Afríka
mjög spennandi álfa og náttúran þar er ótrúleg og
skemmtilegt að ferðast um og skoða dýralífið,“ segir
Þorgerður dreymin. hrefna@frettabladid.is
Erfðagripir frá Afríku
Blómavasar
og blóm gera
fallegt heimili
enn fallegra.
Góð hugmynd
er til dæmis að
kaupa litríkan
blómavasa og
setja fallegar
liljur eða aðra
tegund blóma
í vasann.
Öryggi á heimilum
skiptir miklu máli. Sjóvá
forvarnahúsið hefur í sam-
starfi við Ikea innréttað
tvö örugg heimili í For-
varnahúsinu, Kringlunni 3.
Mögulegt er fyrir almenning
að koma og skoða heimilin
undir leiðsögn sérfræðings
Forvarnahússins, www.
forvarnahusid.is.
Innbrot aukast á sumrin þegar
fólk fer í frí. Fólk getur gert ýmis-
legt til að sporna við þeim. Til
dæmis ganga vel frá hurðum og
gluggum og skilja ekki varalykil
eftir á vafasömum stað. Einnig
er gott að reyna að láta líta
út eins og það sé einhver
heima. Ekki má vera póstur
sem auglýsir fjarveru íbúa.
Þorgerður heilsaði afrísku styttunum kumpánlega
þegar hún var lítil stúlka í heimsókn hjá afa sínum
og ömmu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Taktu hjólið með
- settu það á toppinn.
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur
Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri
Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
Allar upplýsingar um er að finna á
vef Stillingar www.stilling.is
THULE ProRide 591
Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar.
Auðveldar í notkun.
THULE OutRide 561
Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum.
Auglýsingasími
– Mest lesið