Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 28

Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 28
 14. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Að ýmsu þarf að huga í svefn- herberginu svo hjónalífið nái að blómstra. Rangt litaval, sængurfatnaður eða óreiða getur hreinlega gert út af við stemninguna. Jóna Björg Sætran, Feng Shui ráð- gjafi, bendir á að allt í svefnher- berginu hafi áhrif á undirmeðvit- undina, en Feng Shui eru kínversk fræði sem fjalla helst um það hvernig við getum stjórnað ork- unni í kringum okkur og gert ráð- stafanir svo hún nýtist okkur sem best. „Ég bendi fólki á að fjarlæga þá muni úr svefnherberginu sem kalla fram neikvæðar minningar,“ segir Jóna Björg og bætir við að ef við viljum njóta okkar í svefnher- berginu sé mikilvægt að við velj- um hluti í kringum okkur sem hafa jákvæð áhrif á tilfinningalífið. „Svefnherbergið á að vera griða- staður,“ segir Halldóra Bjarnadótt- ir hjúkrunarfræðingur, sem skrif- að hefur ófáa pistla um hvernig auðga megi og krydda ástalífið. „Griðastaður er staður þar sem þér líður vel. Staður þar sem þú lendir ekki í vandræðum. Staður þar sem þú upplifir yndislegar stundir.“ Halldóra nefnir í framhaldinu að þegar tveir aðilar deili herbergi saman sé mikilvægt að þeir séu sammála um val á húsögnum, liti á veggjum og sængurfatnað. Síðast en ekki síst skipti lýsingin miklu máli. Jóna Björg bendir á að lita- val í svefnherberginu geti haft heilmikið að segja um líðan fólks. Eins skipti máli að huga vel að myndefninu. „Myndefni á að vera jákvætt; forðast á að hengja upp myndir sem geta virkað ógnandi.“ Þá segir hún að að mikil sjónmeng- un geti hlotist af óreiðu, eins og bókastafla á náttborði. „Allt auka dót sem við erum ekki að nota þá stundina hefur truflandi áhrif á undirmeðvitundina.“ Jóna Björg segir áríðandi að hafa sem minnst af fötum hangandi utan á fataskápum. „Einnig skiptir máli að til séu laus herðatré í skápnum svo það sé pláss fyrir nýjar flíkur. Og auðvitað skiptir sköpum að taka reglulega til í skápnum.“ Þær stöllur eru á því að með því að huga vel að umgjörðinni í svefn- herberginu stuðlum við að betri líðan. Og síðast en ekki síst erum við að skapa stemningu fyrir ljúfar stundir á þeim góða griðastað sem svefnherbergið er. - vg Ljúfur griðastaður Mikilvægt er að eiga laus herðatré. Óreiða getur valdið sjónmengun. Jóna Björg Sætran, Feng Shui ráðgjafi. Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Svefnherbergið er griða- staður þar sem pör eiga að geta átt ljúfar stundir. Að sögn Jónu Bjargar og Halldóru stuðlar falleg umgjörð í herberginu að bættri líðan. Ítalir vildu eitt sinn sannreyna hvort súkkulaði væri í raun og veru lostavekjandi. Niðurstaðan var birt í fagritinu Journal of Sexual Medicine og þar kom berlega í ljós að konur sem nutu þess að fá sér súkkulaði á degi hverjum höfðu sterkari kynhvöt, urðu fyrr örvaðar og áttu auðveldara með að fá fullnægingu. Því er engin skömm að því að geyma konfektmola í nátt- borðsskúffunni og reyndar dýrka konur að fá rómantísk kon- fekthjörtu frá ástmanni sínum. Súkkulaði við rúmstokkinn er því kjörið til skjótfenginnar orku á milli orkufrekra ástaleikja, eða til að gæða sér á yfir góðri bók í fjarveru síns heittelskaða. Súkkulaði fyrir fjörugt ástalíf Fallega innréttað svefnherbergi er ekki nóg ef réttu lýsinguna vantar. Lýsing gegnir margþættu hlutverki í samræmi við fjöl- breytt notagildi herbergisins, ýmist sem mátunar- klefi, vinnustofa eða hreiður ástarinnar. Mikilvægt er að hafa gott ljós annaðhvort á vegg yfir rúm- inu eða á náttborðinu þegar lesið er fyrir svefn- inn og vinnuljós á skrifborðinu. Þá er vinsælt að vera með lýsingu inni í fataskáp og gott loft- ljósið þegar máta á innihald hans í spegli. Hvað rómantískum augnablikum viðvíkur er huggulegt að minnka aðeins birtuna og þar koma demparar sterkir inn. Allir ættu að geta fengið ljós við sitt hæfi, þar sem úrvalið er með einsdæmum gott. Því er um að gera að velja lýsingu að vel athuguðu máli. Fá ráðgjöf hjá fagmönnum áður en ljós eru keypt eða kynna sér sjálfur málin áður en lagt er í uppsetningu þeirra. Þrátt fyrir að nú sé sumar og bjart nánast allan sólarhringinn hafa kerti alltaf yfir sér ákveðinn sjarma. Það koma dagar þegar húmar að og tækifæri sem einfaldlega kalla á kertaljós. Hvort sem það er kvöldverður fyrir tvo eða notalega stund í svefnher- berginu þá er gott að eiga fallega kertastjaka og standa spritt- kertastjakar standa alltaf fyrir sínu. Með þeim er auðvelt að breyta stemningu og ásýnd heimilisins. Þetta fallega teljós er hannað af Marie Olofsson fyrir Sagaform. Kúlulaga formið veitir því sérstöðu og þegar kveikt er á kerti í stjakanum skap- ast notalegt andrúmsloft hvar sem er. Teljósið er 18 sentimetrar á hæð og jafn margir í þvermál og er blátt og túrkislitt. Hægt er meðal annars að nálgast það á http://www.finnishde- signshop.com. Rómantík og kertaljós Finnski framleiðandinn Ittala hefur löngum verið vinsæll meðal frænda sinna á Íslandi, og engin lát á því. Þessi vínglös eru úr Essence-línunni sem hönnuð var af Alfredo Häberli, en rómantískt getur verið að skenkja elskunni sinni vín í slík glös og bjóða í svefnherberginu. Hugmynd Häberli var að skapa vínglasalínu með eins fáum glasagerð- um og mögulegt væri, en sem þó væri hægt að bera fram í fínustu vín af öllum skala. Saman mynda staupin jafnvægi, sem gerist vegna þess að fótur þeirra er ávallt jafn hár og sömu stærðar á meðan vínbelgur- inn sjálfur rokkar til í lögun og stærð. Finnsk snilld fyrir guðaveigar Hugguleg birta í herberginu N O R D IC P H O T O S /G E T T Y

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.