Fréttablaðið - 14.07.2008, Page 29
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2008 9híbýli - svefnherbergi ● fréttablaðið ●
Matthildur Fanney Jónsdóttir segir suma hafa heilsukoddana með erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Heilsukoddar njóta mikilla
vinsælda enda þykir mörg-
um sem þeir hafi sannað
notagildi sitt.
Þeir sem umhugað er um góðan
svefn rjúka oft til og fjárfesta
í heilsurúmum og -dýnum en
gleyma heilsukoddum sem
eru að margra mati ekki síður
mikilvægir.
„Eiginleikar koddans eru þeir
að hann aðlagast alveg að bæði
hálsi og hrygg og veitir þannig
góðan stuðning. Notandinn ligg-
ur alveg beinn á dýnunni og öðl-
ast um leið betri svefn. Koddinn
er sá vinsælasti hjá okkur
og viðskiptavinirnir eru svo
ánægðir að þeir taka hann jafn-
vel með erlendis,“ segir
Matthildur Fanney
Jónsdóttir, hjá
Svefni og heilsu,
um IQ-CARE-
heilsukoddann.
IQ-CARE-
koddinn er búinn
til úr 25 efnum og
efnasamböndum
og er gríðarlega
sterkur að sögn
Matthildar. Í honum er svokall-
aður eggjabakki svo hann andi
betur, yfirborðið haldist þægi-
lega svalt og líkamshiti notenda
byggist ekki upp þegar þeir
halla sér út af.
Hjá Rekkjunni fæst
ekki síður vinsæll heilsu-
koddi, svokallaður Spring
Max heilsukoddi. Í honum er
þrýstijöfnunarsvampur sem
gerir það að verkum að hann
aðlagast hálsi og höfði. „Þessi
svampur veitir meiri stuðn-
ing og kemur í veg fyrir að
skekkja myndist á hálsinn.
Á koddanum eru svo tvær
öldur, sín á hvorum endan-
um sem þýðir að hægt er að
snúa koddanum á báða vegu.
Öðru megin er há alda sem
er fyrir herðabreiða og þá
sem þurfa stuðning hátt upp á
hálsinn. Hinu megin er minni
alda fyrir þá sem þurfa minni
stuðning,“ útskýrir Hrafn Norð-
dal hjá Rekkjunni. - mmr
Hugað að heilsunni
IQ-CARE-
heilsukodd-
inn fæst hjá
Svefni og
heilsu.
Hrafn Norðdal hjá Rekkjunni segir heilsukodda ekki síður mikilvæga en heilsu-
dýnur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Spring Max-heilsukoddinn fæst í
Rekkjunni.
G
O
T
T
F
O
L
K