Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 54

Fréttablaðið - 14.07.2008, Side 54
30 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. kló, 6. klukka, 8. tala, 9. frosts- kemmd, 11. til, 12. óróleg, 14. í vafa, 16. tveir eins, 17. flík, 18. pota, 20. átt, 21. meltingarvökvi. LÓÐRÉTT 1. hallærislegur, 3. kraðak, 4. fúslega, 5. gestrisni, 7. flugeldur, 10. meðal, 13. bein, 15. málhelti, 16. kaðall, 19. járnstein. LAUSN LÁRÉTT: 2. nögl, 6. úr, 8. sjö, 9. kal, 11. að, 12. ókyrr, 14. efins, 16. tt, 17. fat, 18. ota, 20. na, 21. gall. LÓÐRÉTT: 1. púkó, 3. ös, 4. gjarnan, 5. löð, 7. raketta, 10. lyf, 13. rif, 15. stam, 16. tog, 19. al. „Ég hlusta aðallega á það sem mér líður vel í eyrunum með, gömlu íslensku lögin helst. Ég rokka á milli stöðvanna, er oft bara með Gufuna og stund- um Létt-Bylgjuna. Ég ætla að skreppa á eftir og kaupa mér Cortes.“ Skeggi Guðmundsson söðlasmiður. „Síðan opnaði í maí og virðist vera mjög vinsæl, allavega hafa tæp- lega 5.000 manns skoðað síðuna frá upphafi og yfir 1.000 manns það sem af er júlí,“ segir Hollend- ingurinn Robert van Spanje marg- miðlunarhönnuður og höfundur heimasíðunnar sundlaugar.is. „Hugmyndin að síðunni kvikn- aði þegar ég var sjálfur að leita upplýsinga um sundlaugar á land- inu en fann lítið sem ekkert á net- inu. Mér fannst það skrítið miðað við hvað það er mikil sundmenn- ing á Íslandi svo ég hófst handa við að gera heimasíðuna sundlaugar. is,“ segir Robert um síðuna. Hún var útskriftarverkefni hans frá Margmiðlunarskólanum og inni- heldur upplýsingar og kort af staðsetningum nærri 200 sund- lauga víðs vegar um landið. „Síðan mun verða á fimm tungu- málum árið 2009 svo ég vona að bæði íslenskir ferðalangar sem og erlendir ferðamenn muni hafa gagn af henni, en ég er til dæmis búinn að fá tölvupóst frá fólki í Ástralíu, Bandaríkjunum og á Ítalíu sem hefur nýtt sér síðuna nú þegar. Ég vona líka að fólk skrái hugmyndir sínar um sundlaugar inn á heimasíðuna svo hún verði gagnvirk, en ekki bara skrá um sundlaugar landsins.“ - ag Sundlaugar landsins skráðar HVAR ER BESTA SUNDLAUGIN? Robert er hönnuður heimasíðunnar sundlaugar.is þar sem er að finna upplýsingar og kort af nærri 200 sundlaugum víðs vegar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Ég bjóst ekki við svona miklu þegar ég skráði mig í valáfanga í markaðsfræði,“ segir Svava Hildur Steinarsdóttir, nemandi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, sem sigraði nýverið keppni Ungra frumkvöðla ásamt samnemendum sínum með hönnun þeirra á náms- tæknibúnaðinum Recall 2008, en alls kepptu sextán skólar um titilinn. „Samkeppnin gengur út á að stofna fyrirtæki frá grunni, allt frá því að ráða í stöður yfir í að hanna vöru eða þjónustu og koma henni á markað. Við stofnuðum fyrirtækið Memor og hönnuðum námstæknihugbúnað sem nefnist Recall 2008. Það var Magnús Már Hrafnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem átti hugmynd- ina að forritinu sem byggist á svo- kallaðri flash-card tækni og virk- ar sem glósu- og upprifjunarforrit. Þetta var upphaflega bara skyldu- verkefni í áfanganum svo það kom okkur skemmtilega á óvart þegar við hrepptum fyrstu verðlaun og vorum valin bjartasta vonin,“ segir Svava sem mun ásamt sjö samnemendum sínum taka þátt í Evrópukeppninni sem verður haldin í Stokkhólmi 24. júlí, en þar munu þátttakendur frá 30 Evrópu- löndum mætast. „Við erum gífurlega spennt fyrir keppninni úti og erum alveg staðráðin í því að vinna hana. Í janúar þekktist enginn af okkur innan hópsins en við erum alltaf að kynnast betur og betur og ég býst við að við verðum orðin ansi samheldin eftir þessa ferð,“ segir Svava að lokum. - ag Íslenskir frumkvöðlar í Evrópukeppni STAÐRÁÐIN Í AÐ VINNA Hópurinn bar sigur úr býtum í fyrirtækjasmiðju Ungra frum- kvöðla, en þau munu taka þátt í Evrópukeppni fyrir Íslands hönd í lok mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Bjarni Baldvinsson, betur þekktur sem Bjarni töframaður, er einn af átta töframönnum í símaskránni. Kreppan hefur nú rekið hann út í að gerast ökuprófdómari í hlutastarfi en hann segir töframennskuna þó alltaf vera sitt líf og yndi. „Ég var byrjaður að fikta við töfrabrögðin sex ára gamall en ég fór að gera þetta fyrir peninga fyrir tíu árum,“ segir Bjarni. „Síðustu árin hef ég alfarið haft atvinnu af þessu, en nú hefur kreppan rekið mig út í ökuprófsdómgæsluna. Eða ég segi svona, ég keypti mér íbúð og þá er gott að hafa stöðuga vinnu. Reikningarnir gera fátt annað en að hækka. Eins og fyrir galdra!“ Galdrakarlar Íslands eru sam- heldinn hópur sem hittist einu sinni í mánuði. Það er enginn rígur í hópnum og í fyrra var Hið íslenska töframannagildi stofnað. Þetta er hringur númer 371 innan IBM (International Brotherhood of Magicians). „Á fundunum er lagt á ráðin, sýndir nýjir galdrar, horft á videó og stundum fáum við utanað- komandi fólk til að vera með fyrir- lestra,“ segir Bjarni. „Það eru 25-30 manns í gildinu, jafnvel fólk sem er lítið að galdra sjálft en hefur bara áhuga á þessu.“ Og Bjarni er ekki í neinum vafa um hver sé kóngurinn í bransanum. „Það er Baldur Brjáns- son. Hann er meira að segja mjög framarlega í þessu á alþjóðlegum mælikvarða. Það er synd að hann er ekkert að „performera“ lengur því hann er óhemju góður og hefur flottan stíl.“ Bjarni segir að mörgum finnist töfrabrögð ekki töff. „Þeir skipta yfirleitt snarlega um skoðun þegar þeir sjá þetta í framkvæmd. Svo eru menn eins og Chris Angel að reyna að gera þetta rokkað í sjón- varpinu en satt að segja hef ég lítið álit á honum. Hann blekkir kannski Kanann en ég sé í gegnum þetta allt hjá honum. Darren Brown finnst mér hins vegar frábær. Hann er ótrúlega magnaður „performer“.“ Bjarni blandar saman töfrabrögð- um, uppistandi og söng og hefur gengið vel að undanförnu. Hefur meðal annars séð um veislustjórn hjá Dominos og Vífilfelli og sló í gegn í brúðkaupsveislu Bubba og Hrafnhildar. En nú er hann orðinn ökuprófdómari. „Ég er nýbyrjaður og ætla að bæta við mig réttindum svo ég geti prófað vegna meira- prófsins líka. Ég reyni að galdra mig í gegnum þetta. Krakkarnir eru oft stressaðir og ég reyni að brjóta ísinn með einhverju hnittnu. Þá slaka þau á og gengur betur.“ Sjálfur er Bjarni með mótor- hjóladellu og hefur verið Snigill síðan 1996. Er Snigill númer 980. „Ég er nýbúinn að fá mér gamalt lögguhjól, 1450 kúbika Harley Davidson.“ Er þá Bjarni ökuprófdómari tryllandi um göturnar? „Nei nei, þetta er meira svona hippahjól. Ég er bara afslappaður og nýt þess að láta vindinn leika um hjálminn. Hann leikur allavega ekki um hárið.“ gunnarh@frettabladid.is BJARNI TÖFRAMAÐUR: ORÐINN ÖKUPRÓFDÓMARI Í HLUTASTARFI Meira að segja töframenn sleppa ekki við kreppuna GALDRAR NEMENDUR Í GEGNUM ÖKUPRÓFIÐ Bjarni töframaður er með mörg járn í eldinum. Eftir að hann keypti sér íbúð ákvað hann að fá sér fasta vinnu meðfram töframennskunni. Fyrir valinu varð að gerast ökuprófdómari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, ruglaðist eitthvað í ríminu þegar hann ræddi við 24 stundir í síðustu viku um aug- lýsingaherferð símafyrirtækisins, sem hefur yfirskriftina „Skítt með kerfið“. Hrannar nefndi að nú hefðu öll símafyrirtækin notast við hljómsveit úr Eurovision; Síminn gert auglýsingar með Merzedez Club, Nova frumsýnt myndband Eurobandsins og Vodafone að lokum fengið Dr. Spock í sína þjónustu. Það er að vísu rétt að Óttarr Proppé, sem leikur í aug- lýsingunni, er í Dr. Spock en lagið sem hann syngur er eftir pönk- hljómsveitina Rass, sem Óttarr er líka í. Það kemur reyndar ekki á óvart þótt Hrannar sé illa að sér í pönkfræðum. Hann tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna á sínum tíma og söng þá Diskó friskó. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson snæddi á veitinga- staðnum Silfur fyrir skemmstu. Hann hreifst svo mjög af staðnum að hann bókaði sig aftur þangað síðastliðið laugardagskvöld, að þessu sinni með hópi fólks. Áður hafði hann gengið frá því við yfir- menn á staðnum að hann fengi sama matseðil, sömu vín, sama þjónustufólk og sömu kokka og hann hafði áður fengið. Rokkhátíðin Eistnaflug þótti takast ágætlega í Neskaupstað um helgina. Einn almennra gesta vakti athygli umfram aðra, enda með reyndari mönnum í rokkinu. Sjálfur Bassafanturinn, Þröstur Jóns- son sem var í Mínus, skemmti sér vel enda nýkom- inn af sjó á nóta- og togveiði- skipinu Berki NK. - bs/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 236 manns. 2 Ástríður. 3 Á Ítalíu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.