Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 6

Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 6
6 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR - munurinn felst í Gaggenau Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Gunnþór K. Guðfinnsson ritaði: Verð að benda á villandi upplýsingar um verð á áskrift að heimasíðu hjá Barnalandi.is. Fyrst er gefið upp að áskriftin kosti aðeins 2.490 kr. á ári, en þegar farið er í að greiða áskrift þá er verðið 2.990 kr. Sigríður Guðmunds- dóttir, einn eigenda Barnalands, segir ástæðu ósamræmis- ins vera breyting- ar á gjaldskrá. „Við vorum að hækka gjaldskrá okkar í júlí, í fyrsta sinn í fjögur ár.“ Hún tekur það fram að greinilega hafi mistök átt sér stað við uppfærslu síðunnar og að ef kvartanir berist verði brugðist við þeim. Rangt verð í auglýsingum er brot á lögum um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetn- ingu. Í lögunum segir: Fyrirtæki, sem selur vörur eða þjónustu til neytenda, skal merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Halldór Oddsson hjá Neyt- endasamtökunum segir að neytendur verði að tilkynna ósamræmi á milli verðs og verðmerkinga til Neytendastofu. „Við vitum þó ekki til þess að sektir vegna verðmerkinga hafi verið gefnar út ennþá.“ Ósamræmi ólöglegt TVENNS KONAR VERÐ VAR GEFIÐ UPP Á BARNALANDI Neytendasamtökin hvetja neytendur til þess að kvarta við Neytendastofu. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR Staðgengill dr. Gunna sem er í fríi. REYKJAVÍK „Framkvæmdirnar hafa haft gífurleg áhrif á við- skiptin hjá okkur,“ segir Andri Guðnýjarson, aðstoðarverslunar- stjóri Krambúðarinnar við Skóla- vörðustíg. Endurbætur á efri hluta Skóla- vörðustígs standa nú yfir. Fram- kvæmdir hófust í mars og á að ljúka í ágúst að sögn Ólafs Ólafs- sonar, deildarstjóra á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborg- ar. „Við höfum þurft að minnka við mannskap- inn hjá okkur til þess að halda starfseminni gangandi,“ segir Andri. „Hingað kemst enginn akandi, gangandi veg- farendur forð- ast að ganga götuna eins og hún lítur út og ferðamenn hafa lítið sést.“ „Við höfum dregið saman seglin til að bregðast við minni viðskiptum,“ segir Kjartan Kjartans son, staðgengill fram- kvæmdastjóra Samkaupa, eig- anda Krambúðarinnar. „Þetta er slæmt til skamms tíma en við vonumst til að ná því til baka síðar á fallegri og meira aðlaðandi Skólavörðustíg.“ „Menn þyrftu að vera blindir og heyrnarlausir til að verða ekki varir við áhrif af svona stórri framkvæmd,“ segir Eggert Jóhannsson feldskeri. Eggert lýsir engu að síður ánægju með framkvæmd verks- ins. „Verkinu lýkur mjög fljót- lega og við lítum björtum augum til framtíðar.“ „Við höfum öll fundið fyrir minni tekjum vegna þessara framkvæmda,“ segir Guðmund- ur Einarsson, leirkerasmiður í Listvinahúsinu við Skólavörðu- stíg. „Ég held að heppilegra hefði verið að hefja framkvæmd- irnar fyrr á árinu þannig að þeim væri lokið fyrir mesta ferða- mannatímann.“ Guðmundur kveðst tapa umtalsverðum fjárhæðum vegna framkvæmdanna enda mikið umstang í kringum þær, hávaði og læti. „Þetta er högg á rekstur- inn.“ „Miklar framkvæmdir hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun á svæðinu,“ segir Ólafur. „Verktakinn hefur þó lagt sig í líma við að gera aðgengi að verslunum og fyrir íbúa bæri- legt. Ég hef ekki heyrt annað en að ánægja ríki með hvernig til hafi tekist.“ Ólafur segir framkvæmdirnar ganga vel. „Við erum mjög bjart- sýn á að verkið gangi samkvæmt áætlun og ljúki á tilsettum tíma.“ Að sögn Ólafs hefur ekki komið fram krafa um greiðslu bóta vegna framkvæmdanna. Sjaldgæft sé að greiddar séu bætur vegna sambærilegra verkefna. helgat@frettabladid.is Högg fyrir verslun á Skólavörðustígnum Framkvæmdir á Skólavörðustíg hafa gríðarleg áhrif á viðskipti í Krambúðinni að sögn aðstoðarverslunarstjóra. Starfsfólk verslunarinnar vinnur minna. Aðrir verslunarmenn finna einnig fyrir samdrætti. Framkvæmdum lýkur í ágúst. KRAMBÚÐIN Framkvæmdirnar hafa haft gríðarleg áhrif á viðskiptin og starfsfólk vinnur minna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAMKVÆMDIR Endurbætur á Skólavörðustíg hófust í mars og hafa gengið sam- kvæmt áætlun. Þeim verður væntanlega lokið um miðjan ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EGGERT ÓLAFUR JÓHANNSSON Menn þyrftu að vera blindir og heyrnarlausir til að verða ekki varir við áhrif af svona stórri framkvæmd. EGGERT JÓHANNSSON FELDSKERI Fer of mikið af raforku Íslands í stóriðju? Já 50,0% Nei 50,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér hugmyndir Björns Bjarnasonar um upptöku evru án ESB-aðildar raunhæfar? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI „Við höfum ákveðið að sækjast eftir því að taka þátt í þessu samstarfi,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra á blaðamanna- fundi í gær. Samstarfið snýst um varnir gegn fjármála- óstöðugleika; samstarf seðlabanka, fjármálaráðu- neyta og fjármálaeftirlita í ríkjum Evrópu. Geir upplýsti að sér hefði borist bréf frá Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Þar kæmi fram að ríki Evrópusam- bandsins hefðu boðið ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að taka þátt í samstarfinu. Ekki hefði verið gengið frá þessu formlega, en það yrði væntanlega fljótlega. - ikh Brown sendir Geir bréf: Samstarf um varnir gegn óstöðugleika GORDON BROWN ORKA Hjörleifur B. Kvaran, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar að sækja um stöðu forstjórans þegar hún verður auglýst. Hjörleifur hefur verið starfandi forstjóri Orkuveitunnar síðan Guð- mundur Þóroddsson fór að sinna verkefnum REI. Ásta Þor- leifsdóttir, varaformaður Orkuveitunnar, sagði í útvarps- fréttum 16. júní að staðan yrði auglýst. Það hefur enn ekki verið gert og Hjörleifur veit ekki hvenær af því verður. - kóþ Staða forstjóra Orkuveitunnar: Hjörleifur ætlar að sækja um HJÖRLEIFUR B. KVARAN KJARAMÁL „Það er mjög slæmt þegar regluverkið er ekki nógu skýrt og Íslendingar búsettir erlendis verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa,“ segir Garðar Stefánsson, stjórnarmaður í Sam- bandi íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í liðinni viku telur Jóhanna Barðdal, sérfræðingur í Háskólanum í Björgvin, á sér brotið vegna þess að notaður er íslenskur útsvarsstofn til grund- vallar þegar endurgreiðsla náms- lána hennar hjá LÍN er reiknuð. Skatta borgar Jóhanna í Noregi og telur felast eðli máls sam- kvæmt í orðunum „útsvarsstofn lánþega“ í lögum LÍN að reikna eigi útsvarsstofninn í því landi þar sem hún borgar skatta. Nýlega lagði umboðsmaður Alþingis inn fyrirspurn til mál- skotsnefndar LÍN. Í fyrirspurn- inni ályktaði umboðsmaður að ekki væri skýrt hvaða reglur giltu um námsmenn búsetta erlendis. Stjórn SÍNE sendi frá sér ályktun í gær þar sem segir að stjórnin líti á þetta sem „ábend- ingu til stjórnvalda um að farið verði í aðgerðir til að ósamræmi ríki ekki í lögum LÍN“. Einn stjórnarmaður SÍNE situr í stjórn LÍN og segist Garðar munu sérstaklega taka þetta mál á næsta stjórnarfundi, sem verður í næstu viku. - vsp Samband íslenskra námsmanna erlendis tekur undir með Jóhönnu Barðdal: Ósamræmi ríkir í lögunum BANDARÍKIN, AP Á forsíðu nýjasta heftis bandaríska tímaritsins New Yorker er mynd af Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, sem róttækum múslima ásamt eiginkonu sinni sem hryðju- verkamanni. Talsmenn tímaritsins segja myndina háðsádeilu á ómálefna- lega gagnrýni margra hægri- manna á Obama en bæði talsmenn framboðs Obama og Johns McCain, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, hafa sagt myndina smekklausa og sær- andi. Á myndinni má auk þessa sjá málverk af Osama bin Laden og brennandi bandarískan fána. - gh Forsíðumynd New Yorker: Obama hryðju- verkamaður FORSÍÐUMYND NEW YORKER Myndin fór fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Þrír menn af fimm sem sakaðir eru um hafa ætlað að sprengja farþegarflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna hafa játað að hafa ætlað að koma af stað sprengingum. Þeir segja hins vegar að ekki hafi verið ætlunin að meiða neinn; sprengingarnar hafi átt að vekja athygli á fyrirhugaðri áróðurs- kvikmynd gegn Vesturlöndum. Upp komst um áætlanir fimmmenninganna um að smygla sprengiefni í gosdósum inn í flugvélar í ágúst 2006. Í kjölfarið voru öryggisreglur í flugi hertar, einkum hvað varðar farangur í vökvaformi. - gh Varnaraðilar í sprengjumáli: Hryðjuverk áróðursbragð Samkynhneigður fær bætur Ítalska ríkið hefur verið dæmt til að greiða samkynhneigðum manni jafn- virði rúmlega tólf milljóna króna fyrir ólögmæta mismunun. Yfirvöld höfðu breytt ökurskírteini hans í skírteini fyrir fatlaða þar sem kynhneigð hans væri andleg fötlun. ÍTALÍA JÓHANNA BARÐDAL Telur á sér brotið við útreikning námslána. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.