Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 37

Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2008 21 menning@frettabladid.is Kl. 19.30 Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, ber saman nokkur þekktustu verk þeirra Alvars Aalto og Studio Granda á fyrirlestri sem haldinn verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir sem áhuga hafa á að lesa í húsagerðarlist eins og hún gerist best. Ljóðastund í tali og tónum fer fram í Listasal Mosfellsbæjar annað kvöld kl. 20. Jóhann Hjálmarsson og Christopher Bur- awa lesa úr ljóðum sínum og þýð- ingum og Tríó Carls Möller fléttar inn djasstónum. Tríóið skipa þeir Carl Möller, Guðmundur Stein- grímsson og Bjarni Sveinbjörns- son. Tónlistin er eftir Carl Möller og fleiri. Jóhann Hjálmarsson hefur sent frá sér sautján ljóðabækur, hina fyrstu 1956. Hann var bæjarlista- maður Mosfellsbæjar 2006. Ljóð Jóhanns hafa verið þýdd á um þrjátíu tungumál og hafa birst víða í tímaritum og safnritum og að auki í sérstökum bókum í Sví- þjóð, Finnlandi, Bandaríkjunum, á Spáni og í Noregi. Bandaríska skáldið og þýðand- inn Christopher Burawa er fædd- ur á Íslandi og á íslenska móður. Hann kennir enskar bókmenntir og skapandi skrif við Háskólann í Arizona og hefur fengið fjölda viður kenninga fyrir bækur sínar og þýðingar. Hann hefur þýtt margar bækur eftir Jóhann Hjálm- arsson og fyrir eina þeirra, Of the Same Mind, hlaut hann Toad Press International Chapbook Competit- ion-verðlaunin árið 2005. Aðgangur að ljóðastundinni er ókeypis og öllum opinn. - vþ Ljóðastund í Mosfellsbæ LJÓÐSKÁLD MEÐ DJASSI Jóhann Hjálmarsson og Christopher Burawa. Út er komin ný bók eftir Lizu Mark- lund í þýðingu Önnu R. Ingólfsdótt- ur, Lífstíð. Þetta er sjálfstætt fram- hald bókarinnar um erfðaskrá Nóbels. Þótt nú sé ár liðið síðan Lífstíð kom út í Svíþjóð trónir hún þó enn efst þar á sölulistum. Liza Marklund er fædd 1962 og íslenskum lesendum vel kunnug enda var hér eins og annar staðar vel tekið á móti frumraun hennar Sprengimanninum, sem út kom 1998 og þar með var hún komin í röð vinsælustu glæpasagnahöf- unda og stofnaði forlagið Piraten ásamt hinum þekkta höfundi og blaðamanni Jan Guillou. Liza Mark- lund skrifar einnig pistla í Express- en og er eins og aðrir ungir höfund- ar samtímans mikill bloggari. Lífstíð hefur hlotið misjafna dóma gagnrýnenda en lesendur hossa henni hátt og bækur hennar seljast aldrei meir. Blaðakonan Annika Bengtzon verður fyrir því að hús hennar brennur til kaldra kola og er því lýst hvernig hennig tekst að bjarga ungum börnum sínum úr brunan- um en allt annað fer forgörðum. Annika er þekkt blaðakona og þó svo að hún sé í ótrúlega erfiðum prívatmálum með eiginmann sem heldur framhjá og brunarústir einar að heimili kemur það þó í hennar hlut að skrifa um og rann- saka á vegum blaðs síns morð á einum frægasta lögreglumanni Svíþjóðar þar sem hún nokkrum árum fyrr hafði verið úti að fylgj- ast með starfi lögreglukvenna og kynntist þá Júlíu, eiginkonu hins myrta, en hún var þá starfandi lög- reglukona. Framan af er Júlía þessi sú eina sem grunuð er um morðið. Bókin hefst á því að máluð er upp lýsing af aðkomu lögreglu- manna sem finna hinn látna væg- ast sagt mjög illa útleikinn og eig- inkonuna í sjokki og allt bendir til að hennar byssa hafi verið notuð við morðið. Það er nokkuð mikið sjónarspil í kringum þessar lýs- ingar og lætur höfundur vitnið Ninu hverfa inn í sínar eigin hugs- anir nokkuð meðan atburðum er lýst. Annika Bengtzon liggur undir grun um að hafa sjálf kveikt í húsi sínu vegna óhamingjunnar í hjóna- bandinu, en hún er nýbúin að kom- ast að því að maðurinn heldur framhjá og er staðráðinn í að fara frá henni. Þegar hinn frægi lög- reglumaður David Lindholm er myrtur samsamar hún sig mjög eiginkonu hans. Hún er ein af fáum sem trúir því frá upp- hafi að hún sé saklaus. David þessi Lindholm er orðinn eins konar þjóðhetja þar sem hann kemur reglu- bundið fram í sjónvarps- þáttum og tókst á undar- verðan hátt að tala brjálæðing til sem hugð- ist skjóta fullt af krökk- um sem hann hélt í gíslingu í skóla. Eig- inkonan Júlía á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi, ekki aðeins fyrir morðið á eigin- manninum held- ur einnig hinum fjögra ára syni þeirra sem hvarf sporlaust í sambandi við morðið. Það er nú kannski til þess að skemma spennu og ánægju lesenda að afhjúpa hér hver drap manninn og rændi drengnum en alla vega er hægt að lofa mikilli spennu og örum ferðalögum upp og niður hinar ýmsu götur í Stokk- hólmi því umhverfislýsing- ar eru nokkuð skýrar. Það vekur þó furðu að götu- nöfnin eru ekki alveg eins þau eru í Svíþjóð og eins má velta fyrir sér þetta með beyging- ar í þýðingum. Hér kastar Liza Mark lund sér inn í mikinn og heitan pott sem áður hefur verið til umfjöllunar nefnilega hvort löggumórallinn sé alltaf sá að þeir, það er að segja lögreglu- mennirnir, standi allt- af saman hvað sem á dynur og hindri þannig eðlilegar rannsóknir á málum er varða þeirra starfsmenn? Er spill- ingin jafnvel á æðri stigum samfélagsins? Reynsla höfundar sem blaðamaður kemur hér vel til skila. Það sýnir sig svo þegar fram í sækir að hinn þekkti lögreglu- maður átti fremur skuggalega for- tíð sem Annika svo afhjúpar. Þeir sem eru spennusagnafíklar fá hér svo sannarlega enn eina veisluna. Þó svo að bókin sé ekki kaflaskipt er hún engu að síður byggð upp með ákveðinni klippitækni þar sem hugsanir þyrlast inn með breyttu letri milli atburðalýsinga sem gerir það auðveldara að lesa hana í strik- lotu. Það er fullmikið af endurtekn- ingum af nákvæmlega sömu frá- sögnum og atburðum, sem er máski aðferð höfundar til að halda les- endanum tjóðruðum við efnið. Liza Marklund er mjög svo opin- ber persóna. Það er sama hvað hún gerir og hvert hún fer allt er komið á forsíður blaðanna daginn eftir. Þetta hentaði henni í byrjun en nú er hún orðin leið og þreytt og eink- um og sér í lagi hefur hún pirrað sig á því að blaðamenn eru sífellt að snuðra í fjármálum hennar. Nýverið festi hún kaup á gömlu sendiráði og átti það allt að fara fram í mikilli leynd en það eru allt- af til blaðamenn, ekki ósvipaðir henni sjálfri sem heyra og sjá gegnum holt og hæðir. Það er erfitt að vera milljónamæringur, frægur og líka fá að vera í friði, eða hvað? Elísabet Brekkan Lög og reglur fyrir hvern? BÓKMENNTIR Lífstíð eftir Lizu Marklund Anna Ingólfsdóttir þýddi ★★★ Liza bregst ekki sínum. LIZA MARKLUND Sænskur spennubókahöfundur. Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar. Upptakan kostaði 82 milljónir íslenskra króna en Þykir líkleg til að styrkja stöðu óper- unnar á óperumarkaði Evrópu. Flytjendur gáfu eftir launin sín og stofnuðu samlag sem tekur við hlut þeirra af útgáfunni. Óperan tekur yfir fjórtán klukkustundir í flutningi. Er þetta eina útgáfan sem Decca hefur á boðstólum af verkinu en fyrir á markaði eru sjö útgáfur, tvær þeirra upprunnar í Bayreuth. Þrjár sýningar voru teknar upp og það án þátttöku Danska ríkisútvarpsins sem hefur lagt af sendingar frá óperusýningum sökum fjárskorts. Mikið ýtarefni er á diskunum, meðal annars langt samtal óperustjórans og Margretar Þórhildar Danadrottningar. Verkið er gefið út undir titlinum Danski Niflungahringurinn. - pbb Danskur Niflungahringur TONLIST Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fær mikið rými í nýrri danskri útgáfu af Niflunga- hringnum eftir Wagner. > Ekki missa af … … athyglisverðri sýningu Anne Katherin Greiner í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sýningin ber titilinn Leigjendurnir og má á henni sjá ljósmyndir af yfir- gefnu húsnæði varnarliðsins í Keflavík. Með myndunum eru ofnar saman hugmyndir um stjórnmál og landafræði, en einnig um missi og brotthvarf. Sýningin stendur til 29. júlí. Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanleg- ur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Á disknum eru sextán sönglög úr ýmsum áttum en hljómsveit Magnúsar, Senuþjófarnir, leikur undir. Hefur Megas aldrei áður unnið í svo langan tíma með einum og sama hópi tónlistar- manna. Hafa þeir félagarnir farið um landið og léku í Eyjum á Gos- lokahátíð og á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri nú um helgina. Á báðum stöðum hlustaði fjölmenni á tónlistarflutninginn. Eiður Árnason hjá Senu segir lagasafnið einstaklega vel heppn- að þótt lögin séu úr ýmsum áttum. „Þetta er einstaklega skemmtileg plata og flutningur hans á ljóðun- um dregur fram nýjar hliðar á ljóðunum sem maður hafði ekki náð áður,“ segir Eiður. Safnið er sett saman úr lögum eftir aðra höfunda úr ýmsum áttum. Þarna eru kvæði á borð við Frændi þegar fiðlan þegir eftir Halldór Laxness, en þeir Megas voru skyldir, Fornt ástar- ljóð enskt, Þórður kakali eftir Hannes Hafstein og svo yngri lagasmíðar eins og Hagavagninn eftir Jónas Jónasson, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu og Selja litla, sem öll eru dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum. Þá er þar hið kunna kvæði Hall- dórs samið við lag Jóns Nordal sem var í Silfurtunglinu, Hvert örstutt spor. Megas hefur löngum haft ljóð eftir önnur skáld á efnisskrá sinni, fleiri en hið stóra safn laga sem hann hefur samið við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar. Þetta er önnur plata hans sem er einvörðungu með ljóðum annarra en 1978 gaf hann út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. pbb@frettabladid.is Á morgun með Megasi TÓNLIST Safn laga við ljóð ýmissa skálda er væntanlegt frá hendi Megasar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.