Fréttablaðið - 12.08.2008, Side 6
6 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
GEORGÍA Irma Matchavariani, verk-
efnastjóri hjá Mími, segir að faðir
sinn, systir, systursonur og aðrir
ættingjar, sem búa í höfuðborginni
Tíblisi í Georgíu, séu óhult en
móðir sín sé í heimsókn á Íslandi.
Irma, sem er frá Georgíu, hefur
verið í símasambandi við systur
sína daglega síðustu daga.
„Átökin hafa verið í borginni
Gori og nágrannahéraðinu Suður-
Ossetíu. Tskhinvali, höfuðborg
Ossetíu, er hrunin og ekkert eftir
þar. Besta vinkona mín er Osseti og
ég á líka marga vini af þessu svæði.
Þessu fólki líður skelfilega. Fólk
var búið að gleyma hvernig það var
að búa við stríð,“ segir Irma og
bendir á að íbúarnir séu ekki
hrifnir af því sem sé að gerast en
almenningur ráði ekki þróuninni.
„Þetta er skelfilegt ástand. Von-
andi setjast Rússar og Georgíu-
menn að samningaborði og stöðva
stríðið,“ segir hún. „Georgískar,
bandarískar og breskar sjónvarps-
stöðvar gefa sömu mynd af
átökunum en rússneskar sjón-
varpsstöðvar gefa allt aðra mynd
og því er erfitt að skilja hvað er
raunverulega í gangi. En það er
ljóst að þetta er eitt land og á að
vera eitt land áfram, allir eru sam-
mála um það.“
Tvö fyrirtæki eru í meirihluta-
eigu Íslendinga í Georgíu, Lions
Group Holding, sem er með 70
starfsmenn, og Creditinfo Georgia
með tíu starfsmenn. Reynir
Grétars son, einn eigenda, segir að
starfsfólkið sé óhult. „Georgíu-
mennirnir eru brattir, þeim finnst
þetta ekkert mál,“ segir hann. „Þeir
trúa því að búið sé að fletta grím-
unni af Rússum og að þeim verði
hjálpað. Menn vita alveg um hvað
þetta snýst og það snýst ekki um
Suður-Ossetíu,“ segir hann. - ghs
LÍÐUR SKELFILEGA „Fólki líður
skelfi lega,“ segir Irma Matchavariani,
verkefnastjóri hjá Mími, en hún er frá
Georgíu.
Irma Matchavariani, verkefnastjóri hjá Mími, er frá Georgíu:
Fjölskyldan er óhult í Tíblisi
GEORGÍA, AP Flogið var með um
170 erlenda ferðamenn frá
Georgíu til Varsjár í Póllandi í
gær, í farþegaþotum sem pólsk
yfirvöld sendu eftir fólkinu.
Utanríkisráðuneyti Íslands gaf í
gær út viðvörun til íslenskra
ríkisborgara, þar sem þeim er
ráðið frá því að fara til Georgíu.
Pólverjar, Frakkar, Danir og
Bretar voru á meðal þeirra sem
fengu far með pólsku þotunum.
Þýsk yfirvöld greindu frá því í
gær að þau hefðu hjálpað um
200 Þjóðverjum að yfirgefa
Georgíu og sænsk yfirvöld
þrjátíu Svíum. - aa
Útlendingar í Georgíu:
Erlendir ferða-
menn sóttir
GEORGÍA, AP Brynvagnar rússneska
hersins sóttu í gær langt inn fyrir
landamæri Georgíu sjálfrar, frá
aðskilnaðarhéraðinu Abkasíu í
vestri. Í sókninni tóku Rússar á sitt
vald nokkra bæi auk þess að her-
setja einn af fáum flugvöllum
georgíska flughersins. Þá hertóku
rússneskar hersveitir, sem sóttu
norðan úr Suður-Ossetíu, borgina
Gori í Mið-Georgíu.
Í gær geisuðu enn fremur bar-
dagar við Tskhinvali, héraðshöfuð-
borg Suður-Ossetíu. Tugir rúss-
neskra herþotna héldu áfram
loftárásum á skotmörk í Georgíu.
Óttaslegnir íbúar reyndu að hlaupa
í skjól þegar þoturnar vörpuðu
sprengjum sínum.
Sókn Rússa inn í Georgíu hélt
þannig áfram þrátt fyrir fullyrð-
ingar rússnesks hershöfðingja í
gærmorgun um að Rússar hefðu
engin áform um að sækja inn í
Georgíu sjálfa, heldur halda sig
innan aðskilnaðarhéraðanna Suður-
Ossetíu og Abkasíu. En með því að
hertaka Gorí eru Rússar í raun
komnir í aðstöðu til að skera
Georgíu í tvennt.
Alexander Lomaia, starfandi for-
seta öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna, var í gær ekki ljóst hvort
rússneskar hersveitir myndu jafn-
vel sækja áfram í átt að georgísku
höfuðborginni Tíblisi.
Tangarsókn Rússa inn í Georgíu
gerir átökin hálfu alvarlegri en
orðið var. Átökin hófust síðla síð-
asta fimmtudag, er georgíski
stjórnarherinn gerði tilraun til
þess að ná aftur valdi yfir Suður-
Ossetíu, sem sagði sig úr lögum við
Georgíu í framhaldi af upplausn
Sovétríkjanna árið 1991. Aðskiln-
aðarsinnar hafa alla tíð síðan notið
stuðnings valdhafa í Moskvu.
Mikhaíl Saakashvili, forseti
Georgíu, skrifaði í gær undir
áskorun um vopnahlé sem sátta-
semjarar á vegum Evrópusam-
bandsins áttu frumkvæði að.
Stjórnendur Rússlandshers virð-
ast aftur á móti staðráðnir í að
knésetja Georgíumenn, sem undir
forystu Saakashvilis höfðu sett
stefnuna á inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið og sem nánust tengsl
til vesturs.
Síðdegis í gær réðust rússneskar
bryndrekasveitir inn í Vestur-
Georgíu frá Abkasíu, en þá var
megnið af georgíska stjórnar-
hernum í miðhluta landsins, í
kringum Gori og Suður-Ossetíu.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti og aðrir vestrænir leiðtogar
hafa gagnrýnt viðbrögð Rússa
harka lega og sagt þau vera í engu
samræmi við tilefnið. Hinir vest-
rænu leiðtogar gagnrýna einnig að
svo virðist sem ráðamenn í Moskvu
hafi einsett sér að koma lýðræðis-
lega réttkjörinni ríkisstjórn
Georgíu frá völdum. Auk þess hafa
þeir lýst óánægju með að rúss-
neskar herflugvélar, sem hafa
verið stöðugt á sveimi yfir Georgíu
síðan á föstudag, hafa varpað
sprengjum á olíuleiðslur og aðra
mikilvæga innviði Georgíu langt
frá hinu eigin lega átakasvæði.
Ríkisstjórnir sjö voldugustu iðn-
ríkja heims skoruðu á Rússlands-
stjórn að fallast á tafarlaust vopna-
hlé og á alþjóðlegar sáttaumleitanir.
audunn@frettabladid.is
Rússnesk sókn á
tveimur vígstöðvum
Rússneskar hersveitir sóttu í gær langt inn í Georgíu úr vestri og norðri og her-
tóku borgir, bæi og herflugvöll. Áður hafði hershöfðingi sagt ekki standa til að
sækja inn í Georgíu sjálfa. Alþjóðasamfélagið hvetur til tafarlauss vopnahlés.
Ert þú sáttur við hækkun á
launum forstjóra Landspítal-
ans?
Já 15,6%
Nei 84,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að eyða fé í að rannsaka
heyrn ungbarna í fimm daga
skoðun?
Segðu þína skoðun á visir.is
HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra
segir það alfarið í höndum
kjararáðs að ákveða laun
stjórnenda Landspítalans. Hann
hafi ekki komið nálægt þeirri
ákvörðun, enda hafi hann ekki
heimildir til þess.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram
að ráðið hækkaði launin frá 1.
september þegar nýr forstjóri
tekur við. Starfandi forstjórar
spítalans, Anna Stefánsdóttir og
Björn Zoëga, gegna áfram sínum
fyrri störfum samhliða starfi
forstjóra. Þau fá sömu laun áður,
að viðbættum fjórðungi af
launum forstjóra spítalans. - bj
Heilbrigðisráðherra:
Bað ekki um
endurskoðun
HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Zoëga, for-
maður kjararáðs, segist ekki vita
um önnur tilvik um að greidd hafi
verið hærri laun en segir í úrskurði
kjaranefndar, forvera kjararáðs,
eins og í tilviki forstjóra Landspít-
alans. Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er um einsdæmi að
ræða.
Laun Magnúsar Péturssonar,
fyrrverandi forstjóra LSH, voru á
síðasta ári um þrettán hundruð
þúsund. Kjaranefnd úrskurðaði
síðast um laun forstjóra LSH árið
2005. Samkvæmt þeim úrskurði
voru laun forstjóra um 900.000
krónur en tæp milljón króna sé
tekið tillit til almennra hækkana á
tímabilinu. Kjararáð úrskurðaði
nýlega að laun forstjóra skuli vera
1.618.565 krónur á mánuði. Rök-
stuðningur ráðsins fyrir launum
forstjóra snýr meðal annars að því
hversu mikilvægt, vandasamt og
umfangsmikið starfið er, eins og
segir í úrskurði.
Kjararáð ákveður laun og starfs-
kjör forseta Íslands, þingmanna
og ráðherra, héraðsdómara og
hæstaréttardómara. Auk þess
ákveður ráðið laun og starfskjör
annarra ríkisstarfsmanna sem svo
er háttað um að laun þeirra geta
ekki ráðist með samningum á
venjulegan hátt vegna eðlis starf-
anna eða samningsstöðu. Um 800
starfsmenn ríkisins falla undir
þessa skilgreiningu, er mat Guð-
rúnar. - shá
Opinberir starfsmenn fá yfirleitt laun greidd samkvæmt úrskurðum kjararáðs:
Hækkun launa einsdæmi
LSH Í FOSSVOGI Borgarspítalinn var sam-
einaður LSH. Hækkun launa forstjóra
má rekja til breytinga starfsins við
sameininguna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FLÓÐ Hlaupið sem hófst í Skaftá á
laugardaginn er í rénun, að sögn
Guðmundar Inga Ingasonar,
lögreglumanns á Hvolsvelli.
Vatnsflæði árinnar mældist
mest um 370 rúmmetrar á
sekúndu við Sveinstind. Flæðið
þar mælist venjulega um fimmtíu
rúmmetrar. Hlaupið er þó lítið í
samanburði við eldri Skaftár-
hlaup. Í síðasta Skaftárhlaupi fyrir
tveimur árum mældist flæðið
fjórtán hundruð rúmmetrar. Mest
hefur það mælst átján hundruð
rúmmetrar. Guðmundur segir að
ekki hafi verið tilkynnt um neinar
skemmdir og lítil hætta sé á
ferðum. Þó geti verið varhugavert
að vera við ána. - gh
Skaftárhlaup í minna lagi:
Hlaupið í rénun
KJÖRKASSINN