Fréttablaðið - 12.08.2008, Page 8
8 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hvaða leið vill Birgir Ár-
mannsson skoða?
2 Hvað fær nýr forstjóri LSH
mikla launahækkun?
3 Hvers konar skemmtigarður
er að rísa í Gufunesi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
STJÓRNSÝSLA „Þetta er nú ekki svo
einfalt,“ segir Ragnheiður Elín
Árnadóttir, fulltrúi Sjálfstæðis -
flokks í utanríkismálanefnd, um
orð samflokksmanns síns Kristj-
áns Þórs Júlíussonar þess efnis
að hugsanlega þurfi að breyta
nýsamþykktum varnarmála lög-
um vegna ákvæða um svokölluð
NATO-mannvirki á Keflavíkur -
flugvelli og víðar.
Utanríkismálanefnd fundaði í
gær að beiðni Vinstri grænna með
fulltrúum utanríkis ráðuneytisins
um eignarhald á mannvirkjun-
um.
Utanríkisráðuneytið birti í lok
júní auglýsingu yfir „eignir
NATO“ á Íslandi. Raunin er þó sú
að íslenska ríkið á allar eignirnar,
þótt NATO fari með óbeinan
eignar rétt í þeim í formi afnota-
réttar. Kristján Þór, sem er
varafor maður fjárlaganefndar,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
júlí að málið væri með ólíkindum.
Ákvæði í varnarmálalögum um
mannvirkin stönguðust á við fjár-
reiðulög og að varnamálalögum
bæri að breyta.
Ragnheiður Elín segir fulltrúa
utanríkisráðuneytisins hafa skýrt
málið vel. „Mér sýnist málið vera
á réttri leið eins og það er unnið
núna og hef svo sem ekkert út á
þá leið að setja,“ segir Ragn heiður
Elín. Hún segist ekki treysta sér
til að fullyrða að varnarmálalög
stangist ekki á við fjárreiðulög,
en henni virðist málið eðlilega
vaxið miðað við lagaheimildir í
varnarmála lögum og þjóðréttar-
lega samninga og skuldbinding-
ar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
varamaður Samfylkingar í
nefnd inni, tekur í sama streng.
„Mér fundust útskýringar ráðu-
neytisins fullnægjandi og ég get
ekki tekið undir orð Kristjáns
Þórs,“ segir hún.“
„Þessi auglýsing var hrein og
klár mistök,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon. „Og eftir atvikum sam-
bærilegt orðalag sem því miður
rataði á ákveðnum stöðum inn í
varnarmálalög. Þetta þarf að leið-
rétta.“ Hann telur að stefna eigi
að því að öll mannvirki utan skýrt
skilgreindra öryggissvæða fær-
ist undan forræði Varnar-
mála stofnunar og undir önnur
fag ráðuneyti. Komið geti til þess
að breyta þurfi varnarmálalögun-
um.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Fram sóknarflokks, kallar eftir
skýrum svörum frá stjórnar -
flokkunum um það hvort breyta
þurfi varnarmálalögum eins og
Kristján Þór hefur nefnt.
Utanríkismálanefnd mun fjalla
áfram um málið og fá á sinn fund
meðal annars fulltrúa Flugmála-
stjórnarinnar á Kefla víkurflug-
velli, fjármálaráðu neytisins og
jafnvel samgöngu ráðuneytisins.
stigur@frettabladid.is
Ekki samstaða í Sjálfstæðis-
flokki um NATO-mannvirkin
Sjálfstæðismaður í utanríkismálanefnd tekur ekki undir það með samflokks manni sínum og varafor-
manni fjárlaganefndar að ákvæði í varnar málalögum um NATO-mannvirki kalli á breytingar á lögunum.
Lélegar verðmerkingar hafa verið nokkuð í umræð-
unni að undanförnu. Fréttablaðinu barst fyrirspurn
um ástand mála hjá Neytendastofu og hvort
stofnunin hygðist beita sektum.
Hvernig stendur á því að Neytendastofa sendir
verslunum sem verðmerkja vörur sínar illa eða jafn-
vel ekkert viðvörun, jafnvel þótt að um fleiri en eitt
brot sé að ræða? Ekki fæ ég aðvörun frá lögreglunni
ef ég ek á of miklum hraða, svo ég tali nú ekki um frá
til dæmis skattinum borgi ég of litla skatta?
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytenda-
réttarsviðs Neytendastofu, segir að málið snúist um
að gefa verslunum tækifæri til að bæta sig áður en
komi til sekta.
„Við erum nýfarin að stunda harðara eft-
irlit en áður og ætlum ekki að hika við að
sekta þær verslanir sem við höfum nú
þegar sent viðvaranir, bæti þær ekki úr
verðmerkingum.“ Þórunn segir að Neyt-
endastofa hafi vald til þess að beita
bæði dag- og stjórnvaldssektum og muni gera það
ef þörf krefji.
„Við höfum fullan hug á að fylgjast áfram með
þeim verslunum sem ekki fara að lögum.“
Neytendastofa hefur fullan hug á að sekta verslanir:
Verðmerkingar skulu bættar
VERÐMERKINGAR Í VERSLUNUM Neytendastofa hefur fullan
hug á að standa sig betur en áður hefur tíðkast.
KÖNNUN Lestur Fréttablaðsins og
24 stunda stendur í stað sam-
kvæmt lestrarkönnun Capacent
Gallup. Lestur Morgunblaðsins
hefur dregist saman um 2,9 pró-
sentustig milli kannana og hefur
aldrei mælst minni.
Fréttablaðið er enn langmest
lesna dagblað landsins. Að meðal-
tali sögðust 64,8 prósent aðspurðra
hafa lesið hvert tölublað í nýrri
könnun Capacent.
Talsvert færri sögðust lesa 24
stundir, meðallestur á hvert tölu-
blað mældist 50,4 prósent. Enn
færri sögðust lesa Morgunblaðið,
meðallesturinn mældist 38,7 pró-
sent, samanborið við 41,6 prósent í
síðustu könnun Capacent, sem
unnin var dagana 1. febrúar til 30.
apríl síðastliðinn.
Alls sagðist 89,1 prósent hafa
lesið eitthvað í Fréttablaðinu þá
viku sem spurt var, en í síðustu
könnun var hlutfallið 90 prósent.
Af þeim sem tóku þátt í könnun-
inni sögðust 74,5 prósent hafa
lesið eitthvað í 24 stundum þá vik-
una, svipað hlutfall og í síðustu
könnun. Alls sögðust 66,7 prósent
hafa lesið eitthvað í Morgunblað-
inu, samanborið við 67,1 prósent í
síðustu könnun. Könnun Capacent
var símakönnun, unnin á tímabil-
inu 2. maí til 30. júlí. Hringt var í
4.500 Íslendinga á aldrinum 12 til
80 ára. Þátttakendur voru valdir
tilviljanakennt úr þjóðskrá. Svar-
hlutfallið var 60,9 prósent. - bj
Lestur Fréttablaðsins og 24 stunda stendur í stað í nýrri lestrarkönnun Capacent:
Færri lesa Morgunblaðið
MEÐALLESTUR Á TBL.
■ Fréttablaðið
■ Morgunblaðið
■ 24 Stundir
80
70
60
50
40
30
maí-
júlí
feb.-
apríl
nóv. ´07-
jan. ´08
ágúst-
okt.
maí-
júlí
%
HEIMILD: CAPACENT GALLUP
RAGNHEIÐUR ELÍN
ÁRNADÓTTIR
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIRSTEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Á MIÐNESHEIÐI Meðal annars er um að ræða tvær aðalflugbrautir Keflavíkurflugvallar og ljósleiðaraþræði sem leigðir hafa
verið út til almennra nota. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð
Vestmannaeyja ætlar nýjum
stýrihópi að tryggja að „töfrar
þjóðhátíðar tapist aldrei og hún
haldi áfram að vera Eyjamönnum
öllum til sóma“, eins og segir í
samþykkt bæjarráðs sem telur að
vegna breytinga á samgöngum á
sjó með tilkomu Land-Eyjahafnar
sé sem aldrei fyrr þörf á að
marka þjóðhátíðinni stefnu.
„Áætla má að sú siglingaleið geti
flutt allt að 5.000 manns á
sólarhring samanborið við um
1.800 manns á núverandi siglinga-
leið,“ bendir bæjarráðið á sem
ætlar stýrihópnum meðal annars
að móta uppbyggingu á hátíðar-
svæðinu, áherslur í markaðssetn-
ingu og öryggismál. - gar
Aukin flutningsgeta:
Tryggi töfra
þjóðhátíðar
ÞJÓÐHÁTÍÐ 2008 Met var sett með
þrettán þúsund gestum.
LÖGREGLAN „Við gerðum bara það
sem talið er algjört lágmark og
skoðuðum vagna sem fólkið var í
og gönguleiðina. Athuguðum ef
eitthvað grunsamlegt sást,“ segir
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn.
Fréttastofu Stöðvar 2 barst
fyrir nokkru hótun um tvær
sprengjur sem áttu að springa í
gleðigöngunni í miðbæ Reykja-
víkur nú um helgina. „Þetta er
þekkt fyrirbrigði og eins og
okkur grunaði,“ segir Geir Jón.
Hótunin var gabb. „En við
gerðum samt ráðstafanir til
öryggis, þótt það sé erfitt í svona
fjölmennri og langri göngu.“ - kóþ
Sprengjuhótun í gleðigöngu:
Lögregla leitaði
að sprengjunni
UMHVERFISMÁL Mengun þung-
málma í hafinu umhverfis landið
er almennt vel undir alþjóðlegum
viðmiðunarmörkum, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Matís
um breytingar á lífríki sjávar við
landið.
Þungmálmar eru frumefni sem
eru upprunnir í náttúrunni en
styrkur þeirra getur aukist vegna
aðgerða manna. Síðan 1989 hefur
verið í gangi árlegt vöktunar-
verkefni á mengunarefnum í
lífríki hafsins við Ísland.
Mikilvægt er talið að vakta
magn þungmálma í hafinu við
Ísland til að geta borið stöðu
Íslands saman við ástand í öðrum
löndum. Það er ekki síst talið
áríðandi vegna mikilvægis
sjávarafurða fyrir þjóðina.
- shá
Lítið um þungmálma:
Ástand lífríkis-
ins afar gott
SJÁVARÚTVEGUR Heildaraflinn í
nýliðnum júlímánuði var 152.875
tonn, samkvæmt tölum Fiski-
stofu. Það er rúmlega 36 þúsund
tonna aukning í afla milli ára en
aflinn í júlí 2007 var 116.228 tonn
og munar þar mestu um makríl í
afla síldveiðiskipa. Alls hafa
veiðst 63.222 tonn af makríl
miðað við 21.503 tonn í júlí 2007.
Botnfiskaflinn í júlí 2008 var
32.871 tonn en botnfiskaflinn var
35.341 tonn í júlí 2007. Veiðar á
norsk-íslensku síldinni gengu
þokkalega en síldarafli í júlí var
54.225 tonn en aflinn var 47.913
tonn í júlí 2007.
Heildarafli ársins 2008 var í lok
júlí 775.731 tonn. Á sama tíma í
fyrra var heildarafli ársins
975.134 tonn. - shá
Aukinn afli í júlí:
Mestu munar
um makríl
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykj-
a víkur hefur dæmt hálffimmtug-
an karlmann í sextíu daga
skilorðs bundið fangelsi fyrir brot
gegn valdstjórninni.
Brotin áttu sér stað í lögreglu -
bíl á leið á lögreglustöðina við
Hverfisgötu í febrúar síðast liðn-
um. Maðurinn var ósáttur við
vistina í bílnum og sparkaði í öxl
lögreglumannsins sem ók bílnum,
með þeim afleiðingum að honum
fipaðist við aksturinn. Auk þess
hótaði hann tveimur lögreglu -
mönnum lífláti.
Maðurinn játaði brot sín við
þingfestingu málsins og var það
dómtekið um leið. - sh
Dæmdur fyrir spark og hótun:
Fipaði lögreglu -
þjón við akstur
HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?