Fréttablaðið - 12.08.2008, Page 16
16 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu síðastliðinn fimmtudag hleypti
spennuþrungnu ástandi í
Kákasuslöndum í bál og brand.
Tilraunir Georgíumanna að
brjóta sjálfstæðisbaráttu Suður-
Ossetíu á bak aftur með hervaldi
fóru út um þúfur þar sem Rússar
komu héraðinu til aðstoðar og
hröktu georgíska hernámsliðið á
flótta. Það er lítið gleðiefni að
horfa upp á tilraunir til að leysa
áratuga gamalt deilumál með
ofbeldi, fyrst af hálfu Georgíu-
manna en síðan af hálfu Rússa.
Sjálfstæðisbarátta Suður-
Ossetíu hefur staðið síðan 10.
nóvember 1989, daginn eftir fall
Berlínarmúrsins, þegar þing
Suður-Ossetíu samþykkti að
sameinast Norður-Ossetíu, sem
var hluti rússneska sambands-
lýðveldisins. Vakti samþykktin
mikla andstöðu georgískra
þjóðernissinna sem litu á héraðið
sem óaðskiljanlegan hluta
Georgíu. Við upplausn Sovétríkj-
anna gerðu Suður-Ossetar
ítrekaðar tilraunir til að fá
sjálfstæði héraðsins viðurkennt,
en þær mættu andstöðu Georgíu
sem viðurkenndi ekki kosningar
sem haldnar voru til þings Suður-
Ossetíu 1990. Síðan þá hefur
Suður-Ossetía haft sjálfstjórn í
raun en ekki fengið viðurkenn-
ingu alþjóðasamfélagsins.
Skýþar og Alanar
Ossetar eru náskyldir þjóðum
sem einu sinni voru allsráðandi
á sléttunum norðan og austan
við Evrópu í fornöld, s.s.
Skýþum og Sarmötum. Menning
þessara þjóða er nú horfin; einu
leifarnar af henni er samfélag
Osseta. Fyrsta ríki þeirra sem
sögur fara af var til á 4. öld á
milli Don og Volgu. Þá kölluðust
þeir Alanar. Húnar eyddu
konungsríki Alana en það var
endurreist á 8. öld og var
miðstöð þess þá norðan við
Kákasusfjöllin. Sókn Mongóla í
vestur á 13. öld olli því hins
vegar að Alanar fluttust suður á
bóginn, yfir Kákasusfjöllin. Þar
býr mikill meirihluti þeirra í
Norður-Ossetíu sem tilheyrir
Rússlandi.
Hluti Osseta lenti hins vegar
innan landamæra Georgíu og
fékk sjálfstjórn þegar Georgía
varð eitt af sambandsríkjum
Sovétríkjanna. Suður-Ossetar
hafa löngum verið tregir til að
vera hluti af georgísku þjóðríki
og börðust gegn georgíska
ríkinu sem var til 1918-1920.
Menning Osseta er af allt
annarri rót en Georgíumanna.
Þeir tala indó-evrópskt tungu-
mál sem er fullkomlega óskylt
georgísku og er móðurmál um
700.000 manns.
Suður-Ossetía og Kosovo
Tvennt hefur orðið til þess að
skerpa andstæður á milli Osseta
og miðstjórnarinnar í Georgíu. Í
fyrsta lagi er núverandi forseti
Georgíu, Mikheil Saakashvili,
staðráðinn í því að ná fullum
yfirráðum miðstjórnarinnar yfir
héruðunum sem hafa notið
sjálfstæðis undanfarna áratugi.
Saakashvili hefur notið mjög
jákvæðrar umfjöllunar í
vestrænum fjölmiðlum og er
jafnan kallaður lýðræðissinni
enda þótt hann hafi beitt bæði
neyðarlögum og hervaldi til þess
að brjóta á bak aftur pólitísk
mótmæli í nóvember síðastliðn-
um. Þá hafa pólitískir keppinaut-
ar Saakashvilis lent í
hrakningum, ýmist lent í
fangelsi eða látist við grunsam-
legar kringumstæður undan-
farin ár. Saakashvili virðist telja
að gott samband hans við
Bandaríkin og NATO muni
tryggja honum liðsinni Vestur-
landa hvað sem öðru líður og
athygli vekur að frá því að
Georgía hóf stríðið hefur hann
mætt í sjónvarpsútsendingar
með fána Evrópusambandsins í
bakgrunni. Það er spurning
hvort ríki Vesturlanda muni nú
styðja Saakashvili „eftir pöntun“
en ljóst er að Bandaríkin beittu
áhrifum sínum í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna til að koma
í veg fyrir samþykkt ályktunar
frá Rússum um afvopnun beggja
herja í upphafi átakanna. Eftir
að Rússar hófu gagnsókn hefur
hins vegar hljóðið breyst í
Bandaríkjamönnum og núna eru
það Rússar sem ekki vilja lengur
heyra minnst á vopnahlé – a.m.k.
ekki fyrr en her Georgíu hefur
yfirgefið Suður-Ossetíu og önnur
sjálfstjórnarhéruð.
Á hinn bóginn hefur víðtækur
stuðningur við einhliða sjálf-
stæðisyfirlýsingu Kosovo fyrr á
þessu ári hleypt vindi í segl
Suður-Osseta en ekki eru nema
tvö ár síðan að samþykkt var í
þjóðaratkvæðagreiðslu að leita
sjálfstæðis. Iðulega hefur verið
bent á að stjórnarfarsleg staða
héraðanna tveggja sé sú sama og
þeir sem vilja viðurkenna rétt
annars til sjálfstæðis hljóti því
að viðurkenna rétt hins. Víst er
að síðan Kosovo hlaut sjálfstæði
hefur ekki komið til greina af
hálfu Suður-Osseta að fallast á
annað en fullt sjálfstæði. Og
raunar er erfitt að sjá hví
ríkisstjórnir sem hlupu til og
viðurkenndu sjálfstæði Kosovo
ættu ekki jafn greiðlega að
viðurkenna fullveldi Suður-
Ossetíu. Í þeim hópi er ríkis-
stjórn Íslands sem þarf nú að
bregðast við.
UMRÆÐAN
Ögmundur Jónasson skrifar um
umhverfismál
Ég hef skrifað greinar í þetta blað undir fyrirsögninni Fagra Ísland, samhljóða
stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar í
umhverfismálum. Samfylkingin hét
stóriðjustoppi kæmist hún til valda, nú
skyldi gefið upp á nýtt, einsog formaður-
inn orðaði það í aðdraganda síðustu
alþingiskosninga: „Með þessari stefnu-
mótun um hið fagra Ísland hefur Samfylkingin
tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem
ríkisstjórnin hefur fylgt á umliðnum árum og boðar
á komandi kjörtímabili eigi ekkert erindi við
framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú
er tímabært að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og
gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft
hingað til. Samfylkingin mun fylgja þessu máli fast
eftir, þetta verður veganesti hennar inn í nýja
ríkisstjórn.“
Sami stjórnmálamaður, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, kom fram í fréttum Stöðvar 2 um
verslunarmannahelgina til að tjá sig um þá
ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt
mat skuli gert á því að virkja og reisa
álverksmiðju á Bakka við Skjálfanda. Gaf
hún yfirlýsingu um að þetta þýddi ekki að
horfið væri frá viljayfirlýsingu um að reisa
álver á Bakka. Þvert á móti. Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra hafði áður gefið í
botn í ámóta yfirlýsingum.
Hvernig er hægt að láta kjósa sig á þing á
þeirri forsendu að allri frekari stóriðju verði
skotið á frest en beita sér síðan fyrir
stóriðju sem aldrei fyrr?
Ég leyfði mér að skrifa nokkrar greinar í
þetta blað um svik Samfylkingarinnar í umhverfis-
málum. Ég tölusetti svikin undir heitinu Fagra
Ísland dagur 1, dagur 2 … og svo framvegis. Fyrir
þetta hlaut ég nokkurt ámæli frá fólki sem taldi að
ég væri of íhaldssamur í upptalningunni. Svikin
væru miklu örari en ég gerði grein fyrir. Sennilega
var þetta réttmæt gagnrýni. Nú spyr ég: Hvernig
verður Ísland útlits þegar Samfylkingin verður
búin að svíkja í umhverfismálum allt kjörtímabilið?
Það er 1.461 dagur. Mikið hægt að svíkja á svo
mörgum dögum. Skyldi vera hægt að forða okkur
frá þeirri ógæfu?
Höfundur er alþingismaður.
Fagra Ísland í 1.461 dag
Frelsi Suður-Ossetíu?
S
koðanakannanir sýna að nærri lætur að Samfylkingin hafi
meirihlutastuðning í Reykjavíkurborg. Fylgi við borgar-
stjórnarflokk sjálfstæðismanna heldur áfram að minnka.
Tveir flokkar eiga á hættu að hverfa úr borgar stjórn og
Vinstri grænt er litlu minna en Sjálfstæðisflokkurinn.
Spurning er hvort skoðanakannanir af þessu tagi eru efni til
breytinga á pólitísku samstarfi. Svarið við því er: Nei. Skoðana-
kannanir eru til margs nýtilegar. Ef menn ætluðu hins vegar að
hlaupa eftir þeim í einu og öllu færi lítið fyrir pólitískum stöðug-
leika sem að réttu lagi á að vera einn af uppistöðuþráðum í vef
lýðræðislegrar stjórnskipunar.
Stöðugleiki hefur ekki verið einkenni yfirstandandi kjörtímabils
í borgarstjórn, hvorki um völd né málefni. Allir flokkarnir hafa
í misríkum mæli lagt sitt af mörkum til þeirrar þverbrestasemi.
Sýnu verst er að upp er komin málefnastaða í borgarstjórn sem
er augljóslega skaðleg fyrir hagsmuni borgarbúa í bráð og lengd.
Hún hefur einnig neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Orkunýtingarmálin
og skipulagsmálin eru þar gildust.
Orkuveita Reykjavíkur er stærsta orkuöflunarfyrirtæki lands-
ins. Við ríkjandi aðstæður er afar brýnt að þetta fyrirtæki taki
fullan þátt í viðleitni til þess að auka hagvöxt miklu hraðar en áður
var áformað og menn töldu almennt þörf á. Þetta er nauðsynlegt
til að skjóta styrkari stoðum undir gjaldmiðilinn og draga úr kaup-
máttarfalli.
Skoðanaágreiningur innan Samfylkingarinnar um orkunýtingu
hefur gert það að verkum að ríkisstjórnin getur ekki kynnt jafn
markvissa hagvaxtarstefnu og æskilegt væri. Við þær aðstæður er
einfaldlega of kostnaðarsamt fyrir launafólk í landinu að stærsta
orkufyrirtækið skuli tekið úr sambandi varðandi þessi verkefni
eins og gert hefur verið.
Í skipulagsmálum blasir við að allt er í óvissu og uppnámi með
verðlaunahugmyndir sem gera ráð fyrir tuttugustu og fyrstu aldar
endurreisn við Laugaveginn. Engin rök standa til að halda borginni
í slíkri úlfakreppi í skipulagsmálum næstu árin.
Þá vaknar spurningin: Getur annars konar flokkasamstarf breytt
þessari málefnastöðu? Hundrað daga meirihlutinn, sem svo hefur
verið nefndur, var aldrei sterkari en veikasti hlekkur hans. Sú
staða er óbreytt. Aukheldur má rekja núverandi málefnastöðu til
þeirra viðhorfa sem þar réðu ríkjum og ríkja enn á báðum þessum
sviðum.
Fyrsti meirihluti kjörtímabilsins fylgdi hins vegar allt fram
að októberslysinu skynsamlegri stefnu bæði um orkunýtingu og
skipulagsmál. Lengst af naut hann auk þess trausts og ágætra vin-
sælda. Endurnýjun á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks í borgarstjórn er satt best að segja líklegt til þess að leysa
borgina úr þeirri málefnaklípu sem hún er í.
Báðir flokkarnir ættu með þessu að geta bætt málefnastöðu sína
fyir næstu kosningar þó ekki sé á vísan að róa í þeim efnum. Fram-
hald á núverandi málefnastöðu yrði að öllum líkindum verra fyrir
báða og að sama skapi til bóta fyrir Samfylkinguna og VG. Mál-
efnalegar breytingar færðu að auki kjósendum í reynd ólíka kosti
að velja um. Að öllu óbreyttu eru þó litlar horfur á að svo verði.
Mest er þó um vert að ríkir almannahagsmunir kalla á breytt
ástand. Að því virtu er svarið við spurningunni um málefnalega
þörf á nýjum borgarstjórnarmeirihluta: Já.
Er málefnaleg þörf á nýjum
borgarstjórnarmeirihluta?
Já
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG | Styrjaldir
Nýr forseti
Hingað til hefur lítið borið á líklegum
frambjóðendum í forsetastól ASÍ, eftir
að Grétar Þorsteinsson gaf það út að
hann sæktist ekki eftir endurkjöri, eða
þar til seint í síðustu viku þegar Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
impraði enn og aftur á því að verka-
lýðsforystan vildi að ríkisstjórnin gerði
eitthvað varðandi stöðu efnahags-
mála. Bættist Gylfi þar í ört stækkandi
hóp þeirra sem kalla eftir
nýrri þjóðarsátt í anda
þeirrar sem gerð var
fyrir um átján árum,
þótt hann hafi
kannski ekki
lagt margt
nýtt til
málanna.
Formaðurinn svarar kallinu
Gylfi þurfti þó ekki að bíða lengi
eftir svari því Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, utanríkisráðherra og
formaður Samfylkingarinnar, brást
skjótt við og sagði Gylfa hafa alveg
rétt fyrir sér. Hún hefði lengi
talað fyrir svipaðri leið og
Gylfi og reyndar hefði Gylfi
líka orðað þetta eins og hún
vildi hafa orðað það. Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem þau
Gylfi og Ingibjörg eru
sammála enda sagði
Gylfi alla verkalýðs-
hreyfinguna styðja
Ingibjörgu þegar hún
keppti við Össur um
formannsstólinn í
Samfylkingunni.
Björn breytir
„Ég óska Kínverjum til hamingju
með fyrsta daginn,“ ritar Björn
Bjarnason á heimasíðu sína um
Ólympíuleikana í Kína. „Sjálfsagt
er, að Þorgerður Katrín fari sem
ráðherra íþróttamála,“ skrifar hann
enn fremur. Athygli hefur vakið
að fyrst þegar dagbókarfærslan
rataði á vefinn leit hún öðruvísi
út. Þar lauk klausunni nefnilega á
setningunni: „Önnur opinber þátt-
taka af [hálfu] Íslands er óþörf.“
Setningin er nú horfin, en
ekki þarf að leita lengi að því
að hverjum orðin beindust.
Eini opinberi þátttakandinn
annar er forsetinn.
olav@frettabladid.is,
stigur@frettabladid.is
BYLGJAN BER AF
Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu
1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.