Fréttablaðið - 12.08.2008, Page 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Hljóðmaðurinn Bjarni Bragi Kjartansson mun
setjast aftur á skólabekk í haust eftir langt hlé.
„Ég hef verið að velta þessu fyrir mér frekar lengi og
ákvað síðan bara að skella mér,“ segir Bjarni Bragi
Kjartansson, hljóðmaður og tilvonandi námsmaður,
inntur eftir því hvers vegna hann ákvað að setjast á
skólabekk eftir 25 ára hlé.
„Mér finnst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt
og takast á við nýja hluti. Ég er búinn að vera í sama
starfinu í tólf ár. Þetta verður sami hringurinn aftur
og aftur og það er engin áskorun í því,“ segir Bjarni
en hann vinnur við lokahljóðvinnslu á hljómplötum
eða það sem kallast „mastering“ á ensku og hefur
hann unnið um 1.000 íslenskar plötur.
„Ég ætla að fara á Bifröst að læra hagfræði,
heimspeki og stjórnmálafræði, eða HHS eins og það
er kallað. Ég þarf reyndar að byrja á að fara í
frumgreinadeild á Bifröst í einn vetur,“ segir Bjarni
og hann lítur á það sem góðan grunn að byrja í frum-
greinadeildinni. „Það verður gott að byrja þar, ekki
endilega hvað námsefnið varðar heldur svona til að
koma mér í námsgírinn og læra vinnubrögðin. Eftir
svona langt hlé hafa þau aðeins gleymst,“ segir hann
hlæjandi.
Þegar Bjarni er spurður að því af hverju hann valdi
að fara á Bifröst segir hann að hluti af ástæðu þess að
hann ákvað að hefja nám hafi verið að komast í nýtt
umhverfi. „Ef ég er á Bifröst næ ég að einbeita mér
alveg að náminu ásamt því að komast í annað
umhverfi.“
Inntur eftir því af hverju hann valdi þetta nám
segir hann að hann hafi langað í það um leið og hann
kom auga á það. „Mér finnst námið einkar spennandi
og hlakka mikið til að byrja,“ segir Bjarni, spenntur
að takast á við nýja hluti. sigridurp@frettabladid.is
Leitar á nýjar slóðir
Bjarni Bragi Kjartansson hlakkar til að skipta um umhverfi og hefja nám á Bifröst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Hljóðfæranám er í senn
skemmtilegt og þroskandi fyrir
fólk á öllum aldri. Skráning
stendur yfir í mörgum tónlistar-
skólum víða um land en finna má
upplýsingar um marga þeirra
inni á vefnum www.musik.
is. Skólarnir eru meðal annars
flokkaðir eftir landshlutum
þannig að auðvelt ætti að vera
að finna hinn eina rétta.
Tungumálakunnátta verður
sífellt nauðsynlegri í nútímasam-
félagi og því er um að gera að
byrja snemma að læra. Mímir
símenntun býður upp
á byrjendanámskeið
fyrir börn á aldrinum
5-9 ára sem hefjast 23.
september en skráning
stendur nú yfir.
Köfun getur verið skemmtileg íþrótt
en nauðsynlegt er að kunna réttu tökin.
Köfunarskólinn býður upp á ýmis
námskeið í köfun en nemendur
læra á sínum eigin hraða í
samráði við kennara.
Nánari upplýsingar um
köfunarnámskeið má
finna á www.kofunar-
skolinn.is.
Auglýsingasími
– Mest lesið