Fréttablaðið - 12.08.2008, Page 26

Fréttablaðið - 12.08.2008, Page 26
 12. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Að ýmsu þarf að huga þegar velja skal góðan fisk. Úlfar Ey- steinsson matreiðslumeistari hefur talsverða reynslu af því. „Ég kaupi fiskinn minn í fiskbúð á Furugrund í Kópavogi og hef gert það í tæp tvö ár. Gamli fisksalinn minn lenti í því að krukka þurfti í hjartanu á honum og þá þurfti ég að fara á stúfana,“ segir Úlfar Ey- steinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum. „Fiskurinn þarf alltaf að vera ferskur og fínn. Það er ekki nóg að hann líti þokkalega út í fiskborðinul. Mestu máli skipt- ir að ég get fengið hann daglega og jafnvel tvisvar á dag. Það er toppurinn,“ segir Úlfar en stund- um fyllist allt í hádeginu á staðn- um og þá fær hann aðra sendingu fyrir kvöldið. Þegar Úlfar neyddist til að skipta um fisksala þurfti hann að hugsa sig vel um. „Ég var eigin- lega hálfmunaðarlaus þegar fisk- salinn minn, Atli sólarhringur, réttu nafni Atli Björnsson, fór í aðgerð. Hann fékk viðurnefnið Atli sólarhringur því hann þurfti ekki að sofa nema tvo tíma á sólar- hring. Fyrir tveimur árum hertók Fiskisaga allar gömlu fiskbúðirn- ar og ég fór að ræða við þá gömlu sem eftir voru. Þar var hægt að fá signa grásleppu, ferskar þorsk- kinnar og þetta gamla sem yngra fólk leggur sér ekki til munns.“ Veitingahúsin berjast við verð- lag eins og margir þessa dagana að sögn Úlfars. „Sem dæmi má nefna að gellur kostuðu fyrir rúmu ári 600 krónur kílóið en nú kosta þær 1.300 krónur. Þær eru seld- ar á rúmlega 3.000 krónur kílóið á mörkuðum í Barcelona og lúðan er í sögulegu hámarki. Þetta hefur verið svona í heilt ár og eftirspurn eftir dýrum fiski er mikil. Einn- ig hefur áhrif að nú eru fiskhaus- ar fluttir í miklu magni til Níger- íu og gellurnar fylgja þeim. Þess vegna höfum við verið að þreifa fyrir okkur og prófa ufsaflök og karfa sem er geysivinsæll. Þá getum við boðið upp á lægra verð á veitingastaðnum,“ segir Úlfar, en á Þremur Frökkum er mikið af fastaréttum sem eiga sér sögu. „Kona hringdi í mig frá Ameríku og spurði hvort ég væri með gellur á matseðlinum en hún hafði komið fyrir sjö árum. Þá voru hún og maðurinn hennar að koma til lands- ins og hún vildi panta borð, þar sem hún sagðist hafa hugsað um þetta góðgæti öll þessi ár. Eftir máltíðina faðmaði hún mig og sagði að þetta hefði verið enn betra en sig minnti. Þetta sýnir að það borgar sig ekki alltaf að gera breytingar breyting- anna vegna.“ - hs Besti fiskurinn í bænum Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari við störf á Þremur Frökkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um þessar mundir undirbúa fyrir- tækin Matís og Hollusta úr haf- inu lokastig vöruþróunar á krydd- legnum og maukuðum sölvum, en vinna í verkefninu hefst af krafti í september, þegar besti tími ársins til að safna sölvum rennur upp. Hollusta úr hafinu fékk úthlut- að styrk úr smáverkefnaflokki AVS rannsóknarsjóðsins árið 2006 til að þróa sælkeravöru úr íslensk- um matþörungum, kanna hvort markaður væri fyrir þær vörur innanlands, hvort markaðurinn sé nægilega stór til að borgi sig að sinna honum og huga að sölu sölva á erlendan hollustu- og neyslu- vörumarkað. Á lokastigi vöruþróunar verð- ur farið yfir uppskriftir, umbúð- ir og útlit kryddleginna sölva og söl pureé, sem er ný og bragðgóð sælkeravara með gott geymslu- þol, hollustu og mikil gæði. Einnig verður hannað framleiðsluferli fyrir vinnslu og pökkun vörunnar, sem vísast mun falla landsmönn- um vel í geð sé litið til vaxandi áhuga á austurlenskri matargerð, eins og sushi, þar sem þurrkaðir matþörungar eru í stóru hlutverki matseldar og matarupplifunar. - þlg Sælkerasöl á markað ● MET Í MEÐALVERÐI Á AFLA Meðalverð á fiskafla var hærra í júlí en elstu menn muna. Á fréttavef sjómanna, www.skip.is, kemur fram að met hafi verið sett í meðalverði á öllum afla í júlí síðastliðnum. Seld- ist kílóið á 184,66 krónur sem er rúmlega 25 prósent hærra en meðalverð í júlí í fyrra. Þá var verðið 147,46 krónur. Verðmæti aflans sem seldur var á fiskmörkuðum í júlí í ár var 969 milljónir sem er 1,3 prósent meira en í fyrra og það næstmesta sem sést hefur. Athyglisvert er að færri kíló voru seld í ár en í fyrra. Í ár seldust 5.247 tonn, 19,4 prósent minna en í fyrra en þá seldust 6.488 tonn. - rat Matþörungar eru meðal annars notaðir í sushi-matargerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.