Fréttablaðið - 12.08.2008, Qupperneq 28
12. ÁGÚST 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur
Óskalagaþáttur sjómanna, Á
frívaktinni, naut ómældra vin-
sælda í áratugi í Ríkisútvarpinu
enda hljómuðu þar öll nýjustu
dægurlögin í bland við önnur
eldri.
„Ólafur Ísleifsson á mótorbátnum
Von fær ástar- og saknaðarkveðjur
frá Ingu með laginu Hvítir mávar
sem Helena Eyjólfsdóttir syngur.“
Eitthvað þessu líkt hljómuðu
kveðjurnar sem lesnar voru í óska-
lagaþætti sjómanna, Á frívaktinni.
Hann hóf göngu sína árið 1956 og
fyrsti stjórnandi hans var Guðrún
Erlendsdóttir, síðar hæstaréttar-
dómari. „Ég varð stúdent þetta vor
og það kom fram í einhverju blaði
að ég væri sjómannsdóttir. Í fram-
haldi af því hringdi Guðmundur
Jónsson óperusöngvari í mig.
Hann var deildarstjóri í útvarpinu
og spurði hvort ég væri til í að taka
að mér þennan nýja þátt.
Þá var einn óskalagaþáttur fyrir.
Ingibjörg Þorbergs var með Óska-
lög sjúklinga strax eftir hádegi á
laugardögum. Sjómannaþátturinn
var settur á fimmtudaga og varð
strax ákaflega vinsæll, ekki bara
meðal sjómanna og fjölskyldna
þeirra heldur allra landsmanna.
Það var svo lítið um létt lög í út-
varpinu þá.“
Sjómennirnir voru hetjur hafs-
ins sem öll þjóðin leit upp til. Guð-
rún segir ógrynni bréfa hafa bor-
ist þættinum enda voru kveðj-
urnar bæði til sjómanna og frá
þeim, sumar eldheitar ástarkveðj-
ur elskenda. „Ég kom aldrei nærri
öllum kveðjunum að og það þótti
mér slæmt,“ rifjar hún upp. Guð-
rún var með þáttinn Á frívaktinni
til 1960 meðfram námi sínu í lög-
fræðinni. Byrjaði í Landsímahús-
inu og flutti síðan á Skúlagötu 4.
„Þættirnir voru í beinni útsend-
ingu eins og flest var þá,“ segir
hún og kveðst hafa sett plöturn-
ar á fóninn sjálf. „Þetta voru stór-
ar vínylplötur og maður varð að
passa að hitta á réttu skoruna,“
rifjar hún upp.
En hver voru vinsælustu lögin
á þessum árum? Draumur fang-
ans og önnur lög með Erlu Þor-
steins, Síldarvalsinn með Sigurði
Ólafssyni og Landleguvalsinn
með Hauki Morthens koma upp
í hugann. Sjómannavalsinn var
spilaður í hverjum þætti og líka
Hraustir menn.“
- gun
Hraustir menn í hverjum þætti
„Ég kom aldrei nærri öllum kveðjunum að og það þótti mér slæmt,“ segir Guðrún,
sem hér er með dóttursoninn Þorstein Ara Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Við hljóðnemann. Guðrún var yfirleitt
alltaf í beinni útsendingu og setti plöt-
urnar sjálf á fóninn, eina í einu.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull sem heilsar
við Horn
í hilling með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir vel-
kominn heim,
þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið
og heim.
Þá er hlegið við störfin um borð.
En geigþungt er brimið við Græn-
land
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og
vonir og þrár,
sem vakir þar hljóður og einn?
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan, sofandi
son
og systur hans, þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu vel-
kominn heim.
Að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið
og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.
Texti: Kristján frá Djúpalæk.
Lag: Svavar Benediktsson.
Syngjandi sæll og glaður
til síldveiða nú ég held.
Það er gaman á Grímseyjarsundi
við glampandi kvöldsólareld,
þegar hækkar í lest og hleðst mitt
skip
við háfana fleiri og fleiri.
Svo landa ég síldinni sitt á hvað,
á Dalvík og Dagverðareyri.
Seinna er sumri hallar
og súld og bræla er,
þá held ég fleyi til hafnar.
Í hrifningu skemmti ég mér
á dunandi balli, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri
og nóg er um hýreyg og heillandi
sprund
á Dalvík og Dagverðareyri.
Texti: Haraldur Sófaníasson.
Lag: Steingrímur
Sigfússon.
Síldarvalsinn
Sjómannavalsinn
Sigurður er sjómaður,
sannur Vesturbæingur.
Alltaf fer hann upplagður
út að skemmta sér.
Dansar hann við dömurnar,
dásamaður allstaðar,
með ungar jafnt sem aldraðar
út á gólfið fer.
Í vínarkrus og vals og ræl
hann vindur sér á tá og hæl,
þolir ekki vol né væl,
vaskur maður er.
Kátur syngur Sigurður:
„Svona er að vera einhleypur.
Alltaf laus og liðugur
líkar þetta mér.”
Höfundur texta: Númi Þorbergsson
Höfundur lags: Jónatan Ólafsson
Laus og liðugur
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is
Þórarinn
Thorarensen
Sölufulltrúi
770 0309
th@remax.is
Páll
Guðmundsson
Sölufulltrúi
861 9300
pallb@remax.is
Benedikt
Ólafsson
Sölufulltrúi
661 7788
benolafs@remax.is
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
93
124,8