Fréttablaðið - 12.08.2008, Síða 46
30 12. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. sál, 6. kusk, 8. dýrahljóð, 9. svelg,
11. átt, 12. ílát, 14. rót, 16. skst., 17.
tæfa, 18. erlendis, 20. á fæti, 21.
sjúkdómur.
LÓÐRÉTT
1. ljómi, 3. númer, 4. sprengiefni,
5. óhreinka, 7. æðibunugangs, 10.
dýrahljóð, 13. flík, 15. ílát, 16. nugga,
19. óhreinindi.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. anda, 6. ló, 8. rýt, 9. iðu,
11. na, 12. karfa, 14. grams, 16. no,
17. tík, 18. úti, 20. tá, 21. asmi.
LÓÐRÉTT: 1. blik, 3. nr, 4. dýnamít,
5. ata, 7. óðagots, 10. urr, 13. fat,
15. skál, 16. núa, 19. im.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Austurrísku leiðina.
2 25 prósent.
3 Villta vestrið. Paintball-svæði.
Fyrir utan hversu löng röðin í bjór-
inn var á tónleikum Erics Clapton
og handvömm Nýsis hvað varðar
loftræstikerfi Egilshallar – en hitinn
í höllinni var um tíma óbærilegur
– er almenn ánægja með tónleik-
ana. Clapton og hljómsveit fóru á
kostum og gítargoðið hvarf af landi
brott sæll og glaður. Má reikna
með því að hann og hans menn
hafi haft um 50 milljónir í sinn
hlut og ætti því Clapton
að hafa efni á að
kaupa veiðileyfi af
Árna Baldurssyni,
laxabónda í Laxá í
Ásum, á næsta ári,
jafnvel þessu en
nokkuð er í
að laxveiði-
tímabilinu
ljúki.
Menningarbúllan Grand Rokk
lætur sér engar hliðar mannlífsins
óviðkomandi og þannig stóð kráin
fyrir golfmóti í gær. Kormákur
Bragason, sem er meðal annars
forsöngvari hljómsveitarinnar South
River Band, er helsti
forsprakki golf lífs
Grand Rokks. Og
þótti hann taka sig
einstaklega vel út
á golfvellinum á
Vatnsleysuströnd
með sítt og grá-
sprengt rokkara-
hárið flaksandi
í hafgolunni.
Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöf-
undur og bloggari, auglýsti nýverið
sófasett sitt gefins á bloggsíðu
sinni. Hann rak upp stór augu
þegar einn helsti fjandvinur hans
úr bloggheimum, Ólafur Sindri
Ólafsson, mætti til að sækja settið.
Óli Sindri var um skeið huldublogg-
arinn Mengella sem virtist hafa
einstakt dálæti á að gera grín að
Ágústi og var með bolla sérmerkta
Ágústi til sölu. Óli Sindri var reynd-
ar að ná í sófasettið
fyrir mágkonu sína, en
bróðir Óla hefur lofað
því að hugsa aðeins
spekingslegar hugsanir
í sófasetti meistarans.
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það er rosaleg spenna í gangi.
Við byrjum í borginni en færum
okkur svo hægt og rólega út fyrir
borgarmörkin,“ segir Reynir
Lyngdal kvikmyndaleikstjóri.
Fyrsti tökudagur í spennu-
þáttaröðinni Hamarinn, í leik-
stjórn Reynis, var í gær. Sagan
gerist að mestu leyti uppi í sveit.
„Já, tilbúinni sveit á Suðurlandi.
Við byrjum á þægilegri senum.
Byrjum seint á daginn því við
erum að vinna okkur inn í nótt-
ina. Það er mikið um kvöldsenur.
Stundum er gott fyrir okkur kvik-
myndatökumenn hversu bjart er
á Íslandi og stundum ekki. En það
er bara stemning,“ segir leik-
stjórinn spenntur að hefjast
handa.
Leikararnir Björn Hlynur Har-
aldsson og Dóra Jóhannesdóttir
fara með aðalhlutverkin en um er
að ræða dramatíska spennusögu í
fjórum þáttum um Helga Marvin
Rúnarsson, rannsóknarlögreglu-
mann í Reykjavík, sem fer út á
land til að rannsaka torráðið mál.
Handrit skrifar Sveinbjörn I.
Baldvinsson en Snorri Þórisson
framleiðir. Að sögn Hrannar
Kristinsdóttur, sem er meðfram-
leiðandi, eða það sem heitir á
bransamáli „line producer“ verða
þættirnir sýndir á RÚV en hafa
einnig verið seldir til sjónvarps-
stöðva í Svíþjóð, Noregi og Finn-
landi. Heildarframleiðslukostn-
aður er áætlaður 156 milljónir.
Þegar Reynir talar um að farið
sé hægt og rólega af stað er hann
að vísa til þess að fyrir dyrum
standi umfangsmiklar tökur,
„action-tökur“ þar sem þyrla og
sjúkrabílar koma við sögu. „Við
ráðgerum að ljúka tökum snemma
í október,“ segir Reynir.
- jbg
Björn Hlynur og Dóra í
aðalhlutverkum Hamarsins
REYNIR LYNGDAL Var spenntur í gær að
hefjast handa við tökur Hamarsins en
þar eru Björn Hlynur og Dóra Jóhannes-
dóttir í aðalhlutverkum.
Það er Ostabúðin á Skólavörðu-
stíg. Á virkum dögum býður
hún upp á heitan hádegismat á
mjög hagstæðu verði. Maturinn
þarna er svo góður að ég hugsa
um hann í marga daga á eftir og
ekki skemmir fyrir að skammt-
urinn er einnig vel útilátinn!
Ég held að þetta sé líklega best
geymda leyndarmálið hér í borg.
Jóhann Meunier, eigandi verslunarinnar
Liborius.
Vinkvennahópur nokkur úr Eyjum
kom, sá og sigraði í árlegri bún-
ingakeppni sem haldin er á Þjóð-
hátíð. Hópurinn kallar sig Skirm-
ish og samanstendur af tólf
æskuvinkonum. „Síðastliðin þrjú
ár höfum við klæðst eins peysum á
Þjóðhátíð en ákváðum að breyta til
í ár og vera í eins búningum,“ segir
Brynja Þórðardóttir, en stúlkurnar
klæddust fótboltabúningum frá
Henson. Keppnin fór fram á föstu-
dagskvöldinu og segir Brynja að
innkoman á sviðið hafi ekki síður
skipt máli en búningarnir. „Við
komum allar inn á hlaupahjólum
og sýndum svo búningana fyrir
áhorfendum og dómurum. Þetta
var mjög skemmtilegt allt saman.“
Þátttakan í ár var að sögn Brynju
heldur dræm miðað við fyrri ár en
alls tóku þrír hópar þátt í keppn-
inni. Brynja segir að hópurinn
haldi enn miklu sambandi þó að
margar stúlkurnar séu fluttar upp
á land vegna skólagöngu. Aðspurð
hvort Skirmish ætli sér að taka
þátt að ári liðnu segir Brynja svo
vera. „En sami hópur getur þó ekki
unnið tvö ár í röð, þannig við verð-
um að bíða í tvö ár eftir næsta
sigri.“ - sm
Vinkvennahópur úr Eyjum
vann árlega búningakeppni
BÁRU SIGUR ÚR BÝTUM Á myndinni
eru: Laufey Sigrún, Birgit, Þóra Sif, Lella,
Brynja og Anna María.
„Ég hlakka rosalega til. Þetta
verður ábyggilega mjög gaman,“
segir Kristján Jóhannsson, sem
mun syngja í óperu hér á landi í
fyrsta sinn í fjórtán ár þegar hann
tekur þátt í uppfærslu Íslensku
óperunnar á verkunum Cavaller-
ia Rusticana eftir Pietro Mas-
cagni og Pagliacci eftir Ruggiero
Leon cavallo.
Þetta verður jafnframt í fyrsta
sinn sem Kristján stígur á svið í
Íslensku óperunni, sem var stofn-
uð á áttunda áratugnum. Frum-
sýning verkanna, sem eru sýnd á
sama kvöldi, verður 19. septem-
ber og verða sýningarnar tíu tals-
ins.
Kristján söng síðast í óperu
hérlendis í Þjóðleikhúsinu þegar
Stefán Baldursson, núverandi
stjórnandi Íslensku óperunnar,
var við stjórnvölinn. „Vinur minn
og einhvers konar kollegi, en
fyrst og fremst norðanmaður og
vinur, Stefán Baldursson, hafði
samband við mig. Honum fannst
tími kominn á að ég arkaði aftur
upp á svið á Íslandi,“ segir Kristj-
án glaðbeittur en enn þá pakk-
saddur eftir yfirdómgæslu í
kokkakeppni í Madova-héraði
fyrir skömmu.
Leikstjóri verkanna verður
Sveinn Einarsson sem starfaði
með Kristjáni í Þjóðleikhúsinu og
leikstýrði honum meðal annars í
La Bohéme. Verður þetta einnig í
fyrsta sinn sem Sveinn starfar í
Íslensku óperunni. „Við erum
góðir mátar. Hann var hjá mér
hérna um daginn í heimsókn. Við
erum báðir dálítið þéttir á velli og
lofuðum hvor öðrum að grenn-
ast,“ segir Kristján og hlær. „En
það skiptir mestu máli að húmor-
inn er í lagi og röddin er í meira
en góðu lagi.“
Söngvarinn Jóhann Friðgeir
syngur á móti Kristjáni í sýning-
unum. „Hann er sá fínasti og besti
sem við eigum á Íslandi og sá eini
sem myndi fara í gegnum þetta.
Ég er mjög spenntur að heyra í
honum,“ segir Kristján, sem
kemur hingað til æfinga í næstu
viku.
Spurður hvort hann hafi ekki
sungið þessi ítölsku verk margoft
áður segir Kristján svo aldeilis
vera: „Ég hef sungið þetta aðeins
um tvö hundruð sinnum hvort um
sig. Á átta ára tímabili söng ég
þetta á hverju ári í Metropolitan-
óperunni og í óperuhúsinu í Vín
þannig að ég ætti að kunna þetta
ágætlega.“
Stefán Baldursson er hæst-
ánægður með endurkomu Kristj-
áns. „Það er alveg orðið tímabært
að hann syngi hérna heima. Ég
veit ekki alveg af hverju hann
hefur ekki verið að syngja í þessu
húsi,“ segir Stefán.
freyr@frettabladid.is
KRISTJÁN JÓHANNSSON: Á SVIÐ ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Í FYRSTA SINN
Fjórtán ára bið á enda
KRISTJÁN JÓHANNSSON Kristján kemur hingað til lands í næstu viku til að undirbúa
sig fyrir sína fyrstu sýningu í Íslensku óperunni.