Fréttablaðið - 12.08.2008, Qupperneq 48
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Jóns Sigurðar
Eyjólfssonar
Ég var að fletta í smásagna-safninu Flýgur fiskisaga eftir
Hrafn Gunnlaugsson nú um helg-
ina þegar ég kem auga á gamalt
ástarljóð sem ég hafði párað á
eina spássíuna sem Krummi
hafði skilið eftir fyrir mig.
ÉG orti í bókina því jafnvel þótt
titill hennar, og reyndar nafn
höfundar líka, gæfu til kynna að
hún kæmist á flug hafði ég alltaf
getað gengið að henni vísri í
bókahillunni. Enginn hefur lagt
það í vana sinn að lesa skruddur
mínar og aldrei hendi ég bókum
svo þetta var hinn besti felustað-
ur fyrir þankagang sem gott
væri að halda til haga en glap-
ræði að bera á torg.
LJÓÐIÐ var ort til Láru nokk-
urrar fyrir allmörgum árum en
þá var til siðs hjá unglingum að
elska á ensku jafnvel þótt tungu-
málakunnáttan væri af skornum
skammti. Það vantaði hins vegar
ekkert upp á ástríðuna né bölv-
aða örvæntinguna því ekki er
annað að skilja á ljóðinu en að
hinu unga skáldi með pitsuand-
litið yrði vart hugað líf nema
Lára færi að endur gjalda honum
ást sína. Það var greinilega
komið að gjalddaga og örvænt-
ingin ætlaði að stýra fleyi mínu í
strand.
ÞARNA var ég í miklum þreng-
ingum og því var það gott að
finna ljóðið einmitt nú á þessum
þrengingatímum þegar örvænt-
ingin vill kippa í stýrið og sigla
mannfleyinu í mikinn ólgusjó
þegar líða tekur að gjalddaga.
EN örvæntingin er hræðilegur
skipstjóri því hún gleymir því að
tíminn læknar öll sár. Reyndar
gerir hann gott betur því hann
getur með sínum lævíslega hætti
snúið forgangsröð manna á hvolf.
Á tæknimáli er venjulegast sagt
um stjórnendur, sem gleyma
þessari breytu, að þeir byggi
ákvarðanir sínar á ófullnægjandi
upplýsingum.
NÚ, ótal gjalddögum síðar,
þakka ég guði fyrir að hún fékk
ekki að stýra því núna er Lára
líklegast í óða önn að ala upp sína
krakka; reka þá úr rekkju að
morgni dags, smyrja fyrir þá
nesti og þegar kvölda tekur les
hún fyrir þá. Þegar Óli lokbrá
hefur tekið við þeim getur hún
svo komið sér fyrir í hjónarúm-
inu og elskað sinn mann fram
eftir nóttu; mér að sársauka-
lausu.
Ástarljóð
til Láru
Í dag er þriðjudagurinn 12. ág-
úst, 225. dagur ársins.
5.10 13.33 21.52
4.43 13.17 21.49
WWW.UU.IS
Úrval-Útsýn kynnir nýjan bækling: Vetrarfrí 2008 - 2009.
ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS
Sólin skín á áfangastaði Úrvals-Útsýnar allan komandi vetur. Úrvalið hefur aldrei verið
meira og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi; ævintýraferðir um framandi heimsálfur,
skemmtiferðasiglingar um suðræn höf, skíðaferðir í ítölsku Ölpunum og svo hinar sívinsælu
sólarstrendur á Tenerife og Kanarí. Vetrarbæklingnum verður dreift með Morgunblaðinu
á morgun og má nálgast hann á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar strax eftir helgina.
Tryggðu þér eintak því við erum byrjuð að bóka. Ódýrustu sætin bókast fyrst!
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Hvar verður þú í vetur?
Tryggðu þér eintak því við erum byrjuð að bóka. Ódýrustu sætin bókast fyrst!
...ég sá það á visir.is
Segir grafhýsi Kleópötru fundið
Myndir berast frá Mars
Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett
Býst við minni verðbólgu
MEST LESIÐ: