Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 6
6 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR IÐNAÐUR Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið 13,34 milljarða tilboði Jarðborana í einar 50 holur á Hengilssvæðinu. Tilboð Jarðborana, sem er í raun eina innlenda fyrirtækið sem sér- hæfir sig í borunarverkefnum af slíkri stærðargráðu, var eina til- boðið sem barst og hljóðaði upp á 90 prósent af kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar, segir Hjör- leifur B. Kvaran, forstjóri Orku- veitunnar. Tilboðið snýst um boranir á 35 háhitaholum og 15 niðurrennslis- holum. Fyrir utan virðisaukaskatt reiknast kostnaður Orkuveitunnar sem um það bil tíu milljarðar. Þar af er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 6,4 milljarða, sem fara í boranir á næsta ári og árið 2010. Þær boranir eru fyrir 20 háhita- holum og 12 niðurrennslisholum. Þessar boranir eru þáttur í stækkun Hellisheiðarvirkjunar og byggingu Hverahlíðarvirkjunar. Borað er fyrir fjórum túrbínum, tveimur í hvort verkefni. En eftir standa 3,6 milljarðar sem fara í 15 háhitaholur og 3 niðurrennslisholur. „Og það eru framkvæmdir sem eru valkvæðar, við getum farið í þær þegar við viljum,“ segir Hjörleifur. Þetta sé ekki fyrir- framgreiðsla, því Orkuveitan sé ekki skuldbundin til að bora. „Við buðum út boranir fyrir sjö túrbínur. En þegar Bitruvirkjun var frestað þurfum við ekki svona mikið af holum. Nú ef Bitruvirkj- un fer svo af stað, þá getum við gert það innan samningsins. En það er okkar mál að ákveða það,“ segir Hjörleifur. „Við getum notað þennan samning næstu fimm eða tíu árin, allt eftir því hvað við viljum bora mikið.“ Mat á umhverfisáhrifum, fyrir hvora framkvæmd, gerir ráð fyrir öllum þessum borunum, að sögn Hjörleifs. klemens@frettabladid.is TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu MENNING „Þetta kostaði tvær milljónir,“ segir Eiríkur Hjálm- arsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar um kostnað við flugeldasýningu menningarnætur. „Við hjá Orkuveitunni setjumst yfir þetta með Reykjavíkurborg og Landsbjörg á nokkurra ára fresti og förum yfir kostnað og umfang af sýningunni. Núna er í gildi samningur sem gerður var í fyrra um kostnað upp á tvær milljónir,“ segir Eiríkur. Ef vilji er til að fara fram úr kostnaðaráætluninni er sérstak- lega samið um það að sögn Eiríks, en ekki kom til þess í ár. - vsp Flugeldar menningarnætur: Kostuðu tvær milljónir króna UMHVERFISMÁL Lofttegundir sem finnast í flatskjáum eru líklegar til að bætast á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lofttegundir sem berjast þarf gegn vegna gróður- húsaáhrifa. Þetta kom fram á þingi Loftslagsskrifstofu SÞ í Gana á föstudag. Nitur, tríflúoríð og aðrar skyldar tegundir eru þær lofttegundir sem SÞ vilja setja á listann. Þó eru tegundirnar einungis um 0,3 prósent af losun gróðurhúsaloftteg- unda. „Mér finnst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Yvo de Boer, yfirmaður loftslagsskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um þessa nýju hugmynd. - vsp Loftslagsráðstefna SÞ í Gana: Kolefnisjafnað sjónvarpsáhorf KÍNA, AP Mikið var um dýrðir á lokahátíð Ólympíuleikanna í Peking í gær, þar sem íþrótta- stjörnur og listamenn létu ljós sitt skína milli þess sem flugeld- um var skotið upp. Ólympíufáninn var afhentur Boris Johnson, borgarstjóra í London, þar sem leikarnir verða haldnir næst árið 2012. Bill Morris, sem hefur fengið það verkefni að skipuleggja Ólympíu- leikana í London, segir að ekki verði reynt að slá Kínverjum við, heldur verði áherslan á „einfald- leika, æsku og íþróttir“, leikarnir verði „fyrirferðarmiklir eins og London, góð afþreying og skemmtun“. - gb Ólympíuleikunum lokið: Kína kveður með glæsibrag GLÆSILEG FLUGELDASÝNING Flugeldar lýstu upp Fuglshreiðrið, eins og Ólympíu- leikvangurinn í Kína er jafnan nefndur. NORDICPHOTOS/AFP Borað fyrir 13 milljarða Orkuveitan semur við Jarðboranir um að bora á Hengilssvæðinu fyrir 13,3 milljarða á næstu árum, alls fimmtíu holur vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar og vegna Hverahlíðarvirkjunar. Þriðjungur tilboðs- ins er valkvæður. Hægt er að bora fyrir Bitruvirkjun innan samningsins, segir forstjóri Orkuveitunnar. HJÁ HELLISHEIÐARVIRKJUN Nú stendur til að stækka virkjunina talsvert og reisa Hverahlíðarvirkjun í næsta nágrenni. Enn er þó óvíst hvað verður um Bitruvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sögur lifa af útilegumönnum sem bjuggu í helli á Hengilssvæðinu í kringum aldamótin 1700. Þeir eiga að hafa verið skipverjar, sunnan úr Höfnum, sem höfðu verið reknir fyrir níðingsverk. Ekki er vitað hve lengi útilegumennirnir höfðust við í hellinum. Talið er að með körlunum, sex til sjö talsins, hafi verið tvær konur. Þau munu hafa stolið sauðfé frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændurnir tóku því lögin í eigin hendur og myrtu útlagana, ýmist vestan í Henglinum eða og á Mosfellsheiði. Konurnar voru fangaðar „eftir mikið viðnám“, segir á þessari heimasíðu um svæðið: ÚTILEGUMENN Á HENGILSSVÆÐINU Sóttir þú einhvern viðburða menningarnætur? Já 24,2% Nei 75,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við silfrið? Segðu skoðun þína á vísi.is. BANDARÍKIN, AP Landsþing banda- ríska Demókrataflokksins hefst í dag í Denver í Colorado. Þar verður Barack Obama formlega útnefndur forsetaefni flokksins í kosningun- um, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Í kvöld er það Michelle Obama, eiginkona forsetaframbjóðandans, sem verður aðalræðumaður. Einnig verður Edward M. Kennedy öld- ungadeildarþingmaður, sem talinn er eiga stutt eftir ólifað vegna heila- æxlis, heiðraður þetta fyrsta kvöld. Þingið stendur fram á fimmtu- dag, en meðal annarra ræðumanna verða varaforsetaefnið Joe Biden, sem talar á miðvikudagskvöld, og Hillary Clinton, sem flytur sína ræðu annað kvöld. Á fimmtudaginn tekur Obama síðan við útnefning- unni á knattspyrnuvelli í Denver. Landsþing Repúblikanaflokks- ins hefst svo í St. Paul í næstu viku, þar sem athyglinni verður beint að John McCain, keppinauti Obama um forsetaembættið. McCain reyndi þó sitt besta til að ná athyglinni strax í gær með nýrri sjónvarpsauglýsingu þar sem gefið er í skyn að Obama hafi svikið Hillary Clinton með því að velja Joe Biden með sér í slaginn, frekar en hana. Með auglýsingunni vonast liðs- menn McCains til þess að etja stuðningsfólki Hillary á móti stuðningsmönnum Obama á lands- þinginu. - gb Landsþing bandaríska Demókrataflokksins hefst í Denver: Eiginkona Obama í ræðustól UNDIRBÚNINGUR LANDSÞINGS Leyni- þjónustumaður fylgdist með undirbún- ingi landsþingsins um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nú ef Bitru- virkjun fer svo af stað, þá getum við gert það innan samningsins. En það er okkar mál að ákveða það. HJÖRLEIFUR B. KVARAN FORSTJÓRI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR LÖGREGLA Tölvuverð drykkja var í miðbæ Reykjavíkur á menningar- nótt og var mikið af áfengi tekið af börnum undir lögaldri og því hellt niður. Enn fremur voru tæplega tuttugu unglingar færðir í sér- stakt athvarf sökum ungs aldurs eða ofurölvunar. Mun meira var um brot á áfengislögum en brot á lögum um útivistartíma, kemur fram á vef lögreglunnar. Bæði forvarnadeild lögreglunn- ar og ÍTR var með sitt fólk í bænum og tóku við börnum undir lögaldri en að sögn lögreglunnar var mikið um unglinga í bænum um miðnætti. Um hundrað lög- reglumenn komu að verkefninu á menningarnótt og að sögn lögregl- unnar gekk nóttin vel fyrir sig og engin teljandi vandamál komu upp. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, félagsfræðingur í forvörnum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu og í stjórn miðbæjarathvarfs- ins, segir að ástandið fari batnandi að því leyti að ekki sé lengur mörg börn undir sextán ára aldri í bænum eftir að formlegum hátíð- arhöldum lýkur. Hins vegar segir hún það sláandi hversu mikið áfengi unglingarnir höfðu um hönd í ár, en það var allt tekið af þeim og því hellt. Að þessu sinni var athvarfið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar og í íþróttahúsi Kennaraháskólans en samtals voru fjögur teymi þar að störfum. - kka Áfengislög margbrotin á menningarnótt: Heilmiklu áfengi hellt UNGLINGAR HÖFÐU ÁFENGI UM HÖND Mikið var um unglinga í bænum á miðnætti á menningarnótt og töluvert var um drykkju. Fíkniefni og ölvunarakstur Tveir menn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur á Akranesi í fyrrinótt. Einnig fundust fíkniefni í íbúð, en nágrannar höfðu kvartað undan lykt á stigagangi og eiturlyf fundust í kjölfar leitar. Mannlaus árabátur Tveir voru teknir fyrir hraðakstur á Sauðárkróki í nótt og einn tekinn fyrir ölvunarakstur. Mannlaus árabátur fannst í gærmorgun á reki úti á firðinum. Grennslast var fyrir hvaðan báturinn kom og hver ætti hann, en engar vísbendingar fundust. Engar tilkynningar hafa borist lögreglu um bátinn né hvarf á mönnum. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.