Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 8
8 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR Tilboð í hluti í Teymi hf. Teymi hf. hefur gert hluthöfum félagsins tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu fyrir kr. 1,90 fyrir hvern hlut. Greiðsla fyrir hlutina í Teymi hf. verður innt af hendi með afhendingu hluta í Alfesca hf. á genginu kr. 6,96 fyrir hvern hlut í Alfesca hf. Skiptihlutfall á hlutum í Teymi hf. fyrir hluti í Alfesca hf. er því 0,2729885. Tilboðið stendur til kl. 16:00 föstudaginn 29. ágúst 2008 og verða öll samþykki að hafa borist fyrir þann tíma. Til að samþykkja tilboðið verða hluthafar að skrá og staðfesta samþykki sitt á vefsíðu Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is, með því að skrá inn kennitölu og nota lykilorð það sem fram kemur í bréfi sem sent var hluthöfum Teymis hf. þann 14. ágúst sl. Afrit af tilboðinu og þeim skjölum sem því tengjast má nálgast á skrifstofu Teymis hf. að Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, og hjá Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, og á vefsíðum Landsbankans, www.landsbanki.is, og Teymis hf., www.teymi.is. Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbanka Íslands hf. veitir hluthöfum Teymis hf. upplýsingar um tilboðið í síma 410 4040. DANMÖRK, AP Túnismaður, sem dönsk yfirvöld gruna um að hafa við annan mann lagt á ráðin um að myrða danska skopmyndateiknar- ann Kurt Westergaard, fór sjálfviljugur úr landi fyrir helgi. Hann átti yfir höfði sér formlega brottvísun. Maðurinn var, ásamt öðrum, handtekinn 12. febrúar. Báðir áttu þeir brottvísun yfir höfði sér, án réttarhalds og gæsluvarðhald þeirra hafði ítrekað verið fram- lengt. Westergaard teiknaði eina af skopmyndunum tólf af Múhameð spámanni, sem birtust fyrst í Jótlandspóstinum. - aa Múhameðsteikningamál: Frá Danmörku án réttarhalds Stórkostlegustu Ólympíuleikum sögunnar var slitið með glæsi- brag í Peking í gær. Ótrúleg hátíð sem Kínverjar hafa boðið upp á. Skipulagið með ólíkindum gott og íþróttamannvirkin hvert öðru glæsilegra. Það sem hefur þó sett mestan svip sinn á leikana að mínu mati er kínverska þjóðin. Allir sjálf- boðaliðarnir sem hafa aðstoðað alla aðkomumenn með alla mögu- lega og ómögulega hluti. Alltaf gert með bros á vör og öllum verkefnum fylgt á leiðarenda. Hinn almenni borgari heilsar síðan undantekningalaust með bros á vör. Kínverjar hafa sýnt gestum sínum mikla hlýju og kurteisi. Fólk hér virðist þess utan almennt frekar hamingju- samt. Líka fátæka fólkið sem ég hef rekist á. Allir afar stoltir af landinu sínu og leikunum sem þeir buðu heiminum upp á. Peking er auk þess glæsileg borg. Stórhýsin úti um allt ein- kenna borgina. Kínverjar virðast ekki nenna að byggja undir 30 hæðum og arkitektúrinn með ólíkindum djarfur og spennandi. Ég yfirgef Peking með ekkert nema góðar minningar. Um frá- bæra Ólympíuleika og fólkið yndislega sem setti sterkasta svipinn á ólympíuupplifunina. Glæsileg hátíð hjá Kínverjum SJÁVARÚTVEGUR Heildarvísitala stofnstærðar úthafsrækju er svipuð í ár og í fyrra, samkvæmt fyrstu útreikningum og er hún að nálgast vísitöluna árið 1999 sem var sú lakasta á tíunda áratugnum. Þetta er niðurstaða árlegrar stofnmælingar Hafrannsókna- stofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Meira var af rækju á miðunum norðanlands miðað við undanfarin fjögur ár en aftur á móti var minna af rækju austan lands. Á aðalrækjuveiðisvæðinu, Norður- kantur – Grímsey, hefur vísitalan hækkað um 42 prósent miðað við árið 2004. Rækjan var stór eða svipuð og árin 2006 og 2007. - shá Hafrannsóknastofnunin: Stofn rækju er enn mjög lítill HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is 1 Í hvaða embætti var Guð- laugur G. Sverrisson settur á dögunum? 2 Hver verður varaforsetaefni Baracks Obama? 3 Hvaða verðlaun hlaut íslenska handknattleiksliðið á Ólympíuleikunum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 STJÓRNSÝSLA „Þetta er bara í bið- stöðu. Ég hef ekkert heyrt og það hefur ekkert gerst,“ segir Helga G. Guðjónsdóttir, formaður Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) um lóðarmál félagsins í Reykjavík. Tæp tvö ár eru síðan Reykja- víkurborg veitti UMFÍ vilyrði fyrir lóð við Tryggvagötu 13. Félagið hugðist reisa þar höfuð- stöðvar sem hýsa skyldu marg- háttaða starfsemi þess. Á vor- dögum spurðist að UMFÍ hefði gert samkomulag við Edduhótel- in um rekstur gistiheimilis í hús- inu. Fór það samkomulag fyrir brjóstið á ýmsum, meðal annars borgarfulltrúum. Fór svo að sam- komulaginu var rift og stendur vilji UMFÍ til að reisa húsið án gistiheimilis. Var borgaryfirvöldum gerð grein fyrir þeirri stöðu mála með greinagerð sem send var borgar- stjóra 21. maí. Síðan hefur ekk- ert gerst. „Ég er óþolinmóð að fara að byrja en svona er staðan og við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helga G. Guðjónsdóttir sem reiknar enn með að fá lóð- ina. „Jú, ég geri það. Ég er alla vega mjög vongóð um það,“ segir hún. - bþs Lóð fyrir Ungmennafélag Íslands við Tryggvagötu: Ungmennafélag Íslands bíður enn eftir lóðinni TRYGGVAGATA 13 Borgarráð samþykkti 9. nóvember 2006 að gefa UMFÍ lóðina. Málið er í óvissu og formaðurinn bíður og vonar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Mannræningi handtekinn Bandaríkjaher segist hafa tekið höndum í Írak Salim Abdullah Ashur al-Shujari, liðsmann al-Kaída. Hann er talinn hafa skipulagt mannrán banda- rísku blaðakonunnar Jill Carroll árið 2006. Hún var látin laus eftir þriggja mánaða gíslingu. ÍRAK KÁTIR SJÁLFBOÐALIÐAR Mikill fjöldi sjálfboðaliða setti svip sinn á Ólympíu- leikanna. Þessi hópur fylgdi íslenska handboltaliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Gamlar dráttarvélar rokseljast nú úr landi til annarra Evrópulanda, einkum Eystra- saltslandanna, samkvæmt upp- lýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Þá hefur einnig verið lífleg sala í gömlum vörubílum og þungavinnuvélum af öllu tagi. Skýringin er einkum sögð vera veik staða krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli svo og versnandi efnahagsástand víða í Evrópu. „Pólverjar hafa keypt mikið af dráttarvélum, bæði í gegnum Jötun en einnig höfum við komið þeim í tengsl við viðskiptavini okkar sem hefur vantað að losna við eldri tæki. Þetta eru vélar sem eru nánast verðlausar hér á landi. Menn eru þarna að fá svo- lítinn pening fyrir tæki sem þeir hefðu ella ekki losnað við. Þetta er kærkomið og truflar ekkert markaðinn hér innan lands,“ segir Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Jötuns Véla ehf. á Selfossi. Hann bætir við að Pól- verjar séu ekki einir um hituna, því mikið sé selt úr landi af eldri vörubílum og þungavinnuvélum. Finnbogi segir að dráttarvél- arnar sem seldar hafa verið út séu allt frá árgerð 1980 til 1995. Mest sé eftirspurnin eftir austur- evrópskum vélum, svo sem Zetor og Ursus. Það sem af er árinu hafi að líkindum verið seld um hundrað tæki úr landi. „Þessir menn sem komið hafa til okkar til að festa kaup á göml- um dráttarvélum hafa reynst stálheiðarlegir í öllum viðskipt- um. Eitthvað hafa þeir út úr þessu, það er alveg augljóst. Þetta er allra hagur því hér fást nokkrar krónur fyrir aflagðar dráttarvélar og Pólverjarnir gera sér mat úr þessu heima fyrir. Þessu veldur „hagstætt“ gengi krónunnar. Þegar menn komu á síðasta ári og buðu sömu evru- tölu í vél var það 35 prósentum lægra í krónum talið heldur en í ár.“ Dagbjartur Ingvar Arilíusson, hjá Bíla- og vélasölunni Geisla ehf., í Borgarnesi segir að það fyrirtæki sé búið að selja um 80 til 90 eldri vörubíla, um tuttugu dráttarvélar og í kringum tíu þungavinnuvélar til Evrópulanda það sem af sé árinu. Eftirspurn sé vaxandi. jss@frettabladid.is Selja gamlar dráttarvélar úr landi Gamlar dráttarvélar, vörubílar og þungavinnuvélar hafa rokselst til ýmissa Evrópulanda það sem af er árinu. Skýringin er einkum sögð vera veik staða krónunnar og versnandi efnahagsástand víða í Evrópu. Eftirspurn er sögð vaxandi. GAMLAR DRÁTTARVÉLAR Ásgeir Pétursson, bóndi í Helgadal, hugar að dráttarvél sem er komin á fýsilegan aldur fyrir erlenda tækjakaupmenn. Menn eru þarna að fá svolítinn pening fyrir tæki sem þeir hefðu ella ekki losnað við. FINNBOGI MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI JÖTUNS VÉLA EHF. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.