Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 18
 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR2 Við erum stödd á Hellu. Beygjum af þjóðvegi 1 við sjoppuna og ökum inn bakka Ytri-Rangár eftir göt- unni Þrúðvangi. Niður við fljótið er Handverkshúsið Hekla sem verið hefur starfrækt í þrjú ár og þar er líka upplýsingamiðstöð ferða- manna. Ostaspaða og hnífa með hreindýrahornssköftum, glermuni, ullarvörur og alls konar fínerí ber fyrir augu. „Við reynum að hafa úrvalið sem fjölbreyttast og höfða til sem flestra,“ segir verslunar- stjórinn Særún brosandi. Spurð hvort hús með þessa starf- semi sé ekki um of úr alfaraleið svarar hún. „Nei, ekki finnst okkur það. Við viljum endilega fá fólk inn í bæinn, þá fær það allt aðra tilfinn- ingu fyrir þorpinu okkar en ef það fer bara um þjóð- veg eitt. Útlending- arnir eru duglegir að finna okkur, þeir eru svo vanir að leita eftir skilt- um um upplýsinga- miðstöð.“ Bætir svo við kank- vís. „Íslendingum finnst eflaust að allt eigi að vera þar sem þeir stoppa sem er helst í sjoppunni. En þeir sem koma hingað eru ánægðir og orðsporið kynnir okkur best. Bæði erum við á einstökum stað hér á árbakkanum og húsið er svolítið hrátt en rúmt. Auk þess geymir það mikla sögu því þetta var sláturhús og þess má geta að eigendurnir eru með áform um að opna safn á efri hæðinni. Svo er fallegt gistiheimili hér við hliðina.“ gun@frettabladid.is Orðsporið kynnir okkur Hekla er handverkshús á Hellu sem stendur á bökkum Ytri-Rangár og hefur að geyma margs konar muni. Þar ræður Særún Sæmundsdóttir ríkjum. Í húsinu er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna. Herðaslár eru heitar í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Hekla handverkshús stendur á bökkum Ytri-Rangár á Hellu. VAXLITIR eru ekki góðir sem málning. Ef börn vax- lita veggi er gamalt ráð til að ná þeim af að hita svæðið með hárblásara og þurrka svo af. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.