Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 10
10 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR „Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar,“ segir byggðarráð Borgarbyggðar sem ræddi á síðasta fundi sínum um vatnsmál í Reykholtsdal og Stafholts tungum. „Slæmt ásigkomulag og tíðar bilanir á veitunni gefa tilefni til að hafa áhyggjur af rekstrinum á komandi vetri,“ segir byggðar- ráðið sem skorar á eigendur Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar að ráðast strax í nauð- synlegar endurbætur á aðveitu- æð veitunnar. Sveitarstjóranum hefur jafnframt verið falið að óska eftir endurskoðun á samningi við Orkuveitu Reykja- víkur um vatnsmálin í Reyk- holtsdal. - gar Hitaveita í Reykholtsdal: Endurbætur hefjist strax VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankan- um Lehman Brothers rauk upp á föstudag eftir að orðrómur fór á kreik um að kóreski þróunar- bankinn, sem er í ríkiseigu, muni kaupa hann. Talsmaður kóreska bankans vildi ekki tjá sig beint um málið á föstudag en sagði bankastjórnina íhuga ýmsa möguleika, að sögn Bloomberg. Gengi Lehman Brothers hefur fallið um rúm áttatíu prósent frá áramótum og hefur ítrekað verið ýjað að því að bankinn glími við alvarlegan lausafjárskort, gæti jafnvel hlotið sömu örlög og bandaríski bankinn Bear Stearns, sem JP Morgan keypti á útsölu- verði með aðstoð bandaríska seðlabankans í mars til að forða honum frá gjaldþroti. - jab Kóreumenn skoða Lehman: Gengi Lehman rauk upp STÓRIÐJA Landvernd telur fyrirhugaða útgáfu starfsleyfis fyrir álver Norðuráls í Helguvík ótímabæra. Samtökin telja vitneskju um grundvallarþætti starfseminnar ekki liggja fyrir. Lögboðinn frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að starfsleyfi rann út 13. ágúst en hefur verið framlengdur. Samkvæmt auglýstri tillögu Umhverfisstofnunar verður heimilt að framleiða allt að 250.000 tonn af áli á ári í Helguvík. Í athugasemdum Landverndar kemur fram sú skoðun að ekki liggi fyrir hvort eða hvaðan orka fáist í álverið og mikið ósætti sé um fyrirkomulag á orkuflutningum. Þá sé margt sem bendi til þess að erfitt gæti reynst að uppfylla almennar skuldbind- ingar Íslands um hámark 10 prósenta aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda ef til kemur aukinn PFC-losun á samningstíma- bilinu 2008-2012. Umhverfisráðherra óskaði fyrr á árinu eftir nýrri spá frá Umhverfis- stofnun og mati á því hvort líkur séu á að Ísland fari fram úr skuldbindingum sínum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Annað veigamikið atriði er, að mati Landverndar, að breyta þurfi skipulagi sjö sveitarfélaga annarra en Reykjanesbæjar og Garðs til þess að áform um orkuflutning- ana geti náð fram að ganga. Af aðdraganda málsins og ummælum ýmissa forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu telur Landvernd að ólíklegt sé að þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli vilji afhenda auðlindir sínar til álvers í Helguvík. - shá Landvernd gerir athugasemdir við fyrirhugaða útgáfu starfsleyfis fyrir álver Norðuráls í Helguvík: Telja útgáfu starfsleyfis ótímabæra HELGUVÍK Tölvuteikning af álverinu eins og það gæti litið út. Stefnt er að fyrsti áfangi verði tilbúinn 2010 og framleiðslan um 150 þúsund tonn. BÍÐA BROTTFLUTNINGS Þessir öldruðu Georgíubúar biðu þess í vikunni, eins og fleiri landar þeirra, að rússneskir hermenn flyttu þá á brott frá þorpinu Zemo-Achibeti í Suður-Ossetíu yfir landamærin til Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eitt helsta áhyggjuefni demó- krata þessa dagana er spurningin hér að ofan. Vissulega er enn tveir og hálfur mánuður til kjör- dags, en í því pólitíska árferði sem nú er, spyrja margir því sig þessarar spurningar. Hvers vegna er Obama ekki kominn með öruggt forskot? Þar til fyrir nokkrum vikum stefndi allt í stórsigur demókrata í báðum þingdeildum og forsetakjörinu, þá fór bensínlítrinn upp fyrir 85 kr. og almenningur sagði hingað og ekki lengra. Repúblikanar hafa aftur náð einhverjum vopnum sínum vegna óánægju almennings með úrræða- leysi forseta og sérstaklega þingsins vegna bensínverðsins. Þar ræður mestu óvinsæl and- staða þingforystu demókrata við aukna nýtingu auðlinda. Umhverfisstefna demókrata er þó ekki aðalástæðan fyrir stöð- unni í forsetakosningunum. Aðal- ástæðan er sú að kjósendur eru hreinlega ekki sannfærðir um Obama. Hann er frábær ræðu- maður með mikinn kjörþokka en ferilskrá hans er sú stysta sem nokkur forsetaframbjóðandi hefur haft síðan Wendell Willkie var frambjóðandi repúblikana gegn Franklin Roosevelt árið 1940. Kjósendur vita ekki hver Barack Obama er. Hann hefur sterkari ímynd sem poppstjarna en sem stjórnmálamaður og þess vegna hefur auglýsingaherferð McCains þar sem Obama er líkt við Britney Spears og Paris Hilton hitt í mark. Það er einföldun að halda því fram að kynþáttur Obamas skipti mestu máli, vissulega eru til kjós- endur sem geta ekki hugsað sér að kjósa svartan mann en þeir eru lítill minnihluti. Það sem kjósendur staldra við er reynslu- leysi frambjóðandans og í svör- um við óundirbúnum spurning- um þykir hann of gjarn á að veita fræðileg svör í stað þess að svara beint með tungutaki sem almenn- ingur skilur. Það gefur yfirlætis- lega mynd af frambjóðandanum og áheyrendum líður sem hann sem tali niður til þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi rekið eina öflugustu kosningabaráttu sem sögur fara af og safnað meiri peningum en nokkur annar fram- bjóðandi, þrátt fyrir árferði sem hefur verið eins hliðhollt flokki hans eins og hugast getur, hefur Obama ekki enn náð traustu for- skoti. Sigur hans er líklegur en alls ekki í hendi, næstu sjötíu og fjórir dagar verða spennandi. Hví er Obama ekki búinn að vinna? FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.