Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2008, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 02.09.2008, Qupperneq 43
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 27 FÓTBOLTI Það gekk mikið á hjá Liverpool á lokadegi félagaskipt- anna í gær. Bakvörðurinn Steve Finnan var seldur til spænska félagsins Espanyol en kaupverð var ekki gefið upp. Frá Espanyol kom síðan hinn 26 ára vinstri væng- maður Albert Riera. Talið er að Liverpool hafi greitt átta milljón- ir punda fyrir leikmanninn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning. Liverpool fékk síðan hinn 18 ára Brasilíumann Vitor Flora á frjálsri sölu frá Brasilíu. Flora er framherji. Liverpool lánaði síðan Úkraínu- manninn Andriy Voronin til Herthu Berlin út tímabilið. Svo bárust þær fréttir einnig frá Liverpool í gær að Fernando Torres yrði frá í þrjár vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa um helgina. - hbg Sviptingar hjá Liverpool: Finnan út og Riera inn FINNAN FARINN Steve Finnan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Everton gekk í gær frá kaupunum á framherjanum Louis Saha frá Manchester United. Kaupverðið á þessum þrítuga Frakka var ekki gefið upp en Saha skrifaði undir tveggja ára samning við bláa liðið frá Liverpool. „Þessi strákur getur gert allt – hlaupið, skallað og spilað félaga sína uppi,“ sagði David Moyes, stjóri Everton, sem er himinlif- andi með nýja liðsstyrkinn en Saha er þriðji leikmaðurinn sem Everton fær í sumar. Áður hafði Everton gengið frá kaupum á þeim Lars Jacobsen og Segundo Castillo. - hbg Everton keypti Saha: Kaupverð ekki gefið upp FÓTBOLTI Ekkert varð af því að Skotinn Scott Ramsay hjá Grinda- vík gengi í raðir skoska úrvals- deildarliðsins Inverness Caledoni- an Thistle. Skoska liðið hefur sýnt áhuga á Ramsay síðustu daga en hafði ekki erindi sem erfiði. Fyrst vildu Skotarnir fá Ramsay að láni en það hugnaðist Grindvík- ingum ekki. „Við erum enn í bar- áttunni hér heima og þess utan var enginn fjárhagslegur akkur í því fyrir okkur að lána hann þannig að það mál var nánast dautt frá byrjun,“ sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Grindavíkur. Ingvar segir að Grindvíkingar hafi í kjölfarið gert Skotunum það ljóst að þeir yrðu að kaupa Ramsay ætluðu þeir sér að fá hann. „Þeir sendu tilboð á endanum en það var nú ekki merkilegt. Það fara hærri upphæðir í gegnum Hofsós. Því tilboði var þar af leiðandi hafnað,“ sagði Ingvar við Fréttablaðið í gærkvöldi. - hbg Grindavík hafnaði tilboði frá Inverness í Ramsay: Hærri upphæðir fara gegnum Hofsós ÁFRAM Í GRINDAVÍK Scott Ramsay verður áfram í Grindavík eftir að Grindavík hafn- aði tilboði frá Inverness Caledonian Thistle. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.