Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 22
22 18. september 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 636 3.802 -1,27% Velta: 6.261 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,58 +0,61% ... Atorka 4,90 -0,20% ... Bakkavör 23,00 -1,71% ... Eimskipafélagið 4,76 -21,58% ... Exista 5,75 -2,38% ... Glitnir 13,27 -1,19% ... Icelandair Group 20,30 +0,25% ... Kaupþing 675,00 -1,03% ... Landsbankinn 21,15 -1,86% ... Marel Food Systems 83,30 +0,36% ... SPRON 2,90 -3,33% ... Straum- ur-Burðarás 7,98 -0,38% ... Össur 90,20 -0,88% MESTA HÆKKUN EIK BANKI +5,56% ATL. PETROLEUM 3,48% ALFESCA +0,61% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉL. -21,58% ATL. AIRWAYS -4,43% SPRON -3,33% Kannast ekki neitt við neitt Frétt Markaðarins um fyrirhugaða samruna á bankamarkaði, sem birtist á forsíðu Frétta- blaðsins á þriðjudag, vakti mikla athygli. Þar var sagt frá töluverðum gangi í samrunaviðræðum eigenda sparisjóðsins Byrs og stærstu hluthafa í Glitni, auk þess sem samruni Straums og Lands- bankans væri nú til alvarlegrar skoðunar meðal stórra eigenda beggja félaga. Enginn þeirra aðila sem hér um ræðir hefur haft uppi minnstu tilburði til að vísa þessum fréttum á bug við ritstjórn Markaðarins, enda eru þetta almælt fyrirheit í viðskiptalífinu. Því vekur athygli að í Viðskiptablaðinu í gær skuli stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, neita þessu alfarið og segja þetta eitthvað sem Fréttablaðið sé að búa til. Það er auðvitað fjarri öllu lagi og stendur Markaðurinn við frétt sína að öllu leyti og hvetur lesendur til að fylgjast vel með tíðindum næstu daga og vikna á fjármálamarkaði. Rifjast þá upp … Í því sambandi er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp forsíðufrétt Markaðarins frá 4. júlí síðastlið- inn þar sem fjallað var um þá ákvörðun að flytja höfuðstöðvar Baugs úr landi, auk þess sem fram kom að nafni FL Group yrði breytt í Stoðir, það fyrirtæki keypti hlut í Baugi og hefði um leið selt Pálma Haralds- syni í Fons hlut sinn í Northern Travel Holding. Síðastnefnda atriðinu var mótmælt daginn eftir og fullyrt að væri skáldskapur. Markaðurinn stóð hins vegar við fréttina og hún var endan- lega staðfest með tilkynningu á þriðjudag frá Stoðum. Peningaskápurinn … Óttast er að sparisjóðsbankinn Washington Mutual, WaMu, átt- undi stærsti banki Bandaríkj- anna, sé á barmi gjaldþrots, en áætlað hefur verið að 40 prósent allra útistandandi lána hans séu í vanskilum. Fréttir herma að Seðlabanki Bandaríkjanna leiti nú að kaup- endum að bankanum. Gjaldþrot WaMu myndi verða langstærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkj- anna, en eignir bankans eru 300 milljarðar, og talið er að gjaldþrot hans myndi kosta ríkið minnst 24 milljarða. Hlutabréf í Washington Mutual hafa fallið um 94 prósent síðasta árið. -msh Óttast enn eitt bankagjaldþrot Björguna bandaríska seðlabankans á tryggingafyrirtækinu AIG felur í sér að ríkið mun eignast 79,9 pró- senta hlut í félaginu. Í staðinn legg- ur bankinn félaginu til 85 milljarða neyðarlán gegn veðum í eignum AIG. Sérfræðingar eru á einu máli um að samningurinn sé mjög hag- stæður fyrir ríkið. Bandarísk stjórnvöld gerðu árangurslausar tilraunir til þess að fá aðrar fjármálastofnanir til að veita AIG nauðsynleg lán, en á þriðjudag var orðið ljóst að félagið myndi ekki geta aflað nauðsynlegs fjár í tæka tíð. „Skipulagslaust hrun AIG hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálamarkaði sem eru mjög brothættir um þessar mundir,“ sagði í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabanki og stjórnvöld óttuðust að gjaldþrot AIG myndi valda upp- lausn á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum enda er AIG eitt stærsta fjár- málafyrirtæki heims. AIG er einnig einn stærsti leikandi á mörkuðum með skuldabréfaafleiður, en gjald- þrot AIG hefði gert að verkum að þessir markaðir hefðu frosið. Ásamt skuldabréfum AIG hefðu skuldtryggingar sem félagið hefur gefið út einnig orðið verðlausar, sem hefði leitt til gríðarlegra afskrifta, og jafnvel gjaldþrota hjá bönkum og fjármálastofnunum. Ekki er ljóst hvað gert verður við eignir AIG, en ríkið mun líklega selja stóran hluta þeirra. Yfirtakan er söguleg, því Seðla- banki Bandaríkjanna hefur lögum samkvæmt ekkert hlutverk í eftir- liti tryggingarfyrirtækja, né er það hlutverk hans að tryggja stöðug- leika þeirra. Fyrr í ár gerði Seðla- bankinn þó undantekningu á þessu þegar hann skipulagði björgun fjár- festingarbankans Bear Stearns. Með yfirtökunni á AIG hefur banda- ríska ríkið enn aukið hlut sinn á fjármagnsmörkuðum, því fyrir hálfum mánuði voru fjárfestingar- lánasjóðirnir Fannie Mae og Fredd- ie Mac þjóðnýttir til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot. - msh AIG þjóðnýtt til að afstýra enn frekara hruni fjarmagnsmarkaða HÖFUÐSTÖÐVAR AIG Í NEW YORK AIG er eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heims. MARKAÐURINN/AFP „Niðursveiflan er rétt nýhafin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sér- fræðingur Greiningar Glitnis, og kveður hana munu standa út þetta og næsta ár líka. Hann fór yfir horfur í efnahagsmálum á morgun- verðarfundi bankans í gær þar sem kynnt var ný þjóðhagsspá fram til 2011. Í spánni kemur um leið fram að í niðursveiflu þessa árs og næsta muni hins vegar hverfa spenna sú sem hér hafi myndast í innlendu efnahagslífi og að hagvöxtur ætti að taka vel við sér árið 2010. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði í opnunarávarpi að mörgum hefði komið á óvart hversu vel bankar hér og hagkerfið hefðu stað- ið sig í mótbyr undanfarins árs. „Í raun má segja að íslenski fjármála- markaðurinn og hagkerfið hafi verið að ganga í gegnum samfellt álagspróf síðustu sex mánuði. Og staðið það vel af sér á meðan aðrir bankar, sumir mjög stórir og með langa sögu, hafa þurft að lúta í lægra haldi og orðið gjaldþrota.“ Þá kom fram í máli Ingólfs Bend- er, forstöðumanns Greiningar Glitnis, að 2010 verði efnahagsum- hverfið hagstæðara að öllu leyti og lánsfjárkreppan að líkindum liðin hjá. Hann fór yfir uppruna láns- fjárkreppunnar á húsnæðismark- aði í Bandaríkjunum og áhrif henn- ar. Hann gerði ekki ráð fyrir viðsnúningi fyrr en botni væri náð á húsnæðismarkaði vestra seint á næsta ári. - óká FARIÐ YFIR MÁLIÐ Ingólfur Bender, for- stöðumaður Greiningar Glitnis, fjallar um „bankakrísuna“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Niðursveifla í rúmt ár ódýr! SPARAÐU STÓRT sparar allt að 6000 k r. Heill la mbaskr okkur a f nýslátr uðu sag aður í k assa 769 kr. kg Læri 1/1 Læri sneitt Hryggu r 1/1 Frampartur sag aður Slög heil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.