Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 24
24 18. september 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is H jákátlegar eru fréttir af fyrirhugaðri styttu af Tómasi Guðmundssyni sem borgarstjórnarmeiri- hlutinn vill nú reisa. Það er önnur ef ekki þriðja tilraun sem sjálfstæðismenn í Reykjavík gera til að halda uppi hróðri Tómasar. Þeir stofnuðu til verðlauna í hans nafni sem hafa mest farið í sagnaskáld en ættu frekar að vera bundin við ljóðagerð en nokkuð annað. Þeir létu gera brjóstmynd af honum sem var sett á háan stall í Austurstræti og dugði ekki til. Stöpullinn var notaður sem flöskustandur, dúfur drituðu á þunnhært skáldið. Hann var því fluttur og settur upp í Borgarbókasafni. Loks var kvæðabroti eftir Tómas komið fyrir á rúðu í Ráð- húsinu. Allt var þetta gert til að heiðra minningu borgarskálds- ins, eins og hann var kallaður af þeim borgaralegu öflum sem tóku hann til sín, rétt eins og sósíalistar eignuðu sér Laxness. Tillagan í borgarstjórn er því leiftur frá löngu liðnum tíma í sambýli lista og stjórnmála hér á landi sem vonandi er liðin tíð. Og hún er kátleg í ljósi þeirrar staðreyndar að engir hafa lagt meira til að rústa þeirri borg sem óx upp fyrir augum skáldsins og hann lofsöng og einmitt sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Styttur eru enda oftast um gleymda menn: Kristján kóng, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Skúla Magnússon; útlenskulegar vörður sem troðið er á afvikna staði. Við kunnum ekki að hugsa minnisvarða inn í opinber rými. Þegar reistur er minnisvarði sem kallar á nálægð við menn eins og ljósasúla Lennons er henni komið fyrir fjarri mannabyggð. Þar sem enginn er á ferli þá myrkrið fellur á. Skáldin borgarinnar voru svo mörg og fleiri en Tómas: Steinn Steinarr, Vilhjálmur frá Skáholti, Dagur. Flestum þætti fáránlegt að reisa þeim brjóstmynd. Minnisvarði þeirra er líka höggvinn í varanlegra efni en kopar eða stein – hann lifir í bókstöfunum og í huga þeirra sem leita til ljóðanna. Aurarnir sem færu í minnisvarða um Tómas eða hina væru betur settir í aukagreiðslur til kennara í borginni svo þeir gætu átt einni stund meira með grunnskólabörnum við ljóðakynni. Þessi sam- þykkt borgarfulltrúanna er í ljósi lakrar bókmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur hræsnisfullur gerningur. Og hvað með lifendur: er nokkurt skáld borgarinnar fremra Magnúsi Þór Jónssyni – Megasi – vilji sjálfstæðismenn hylla borgarskáldin er hann kjörinn – sprelllifandi og hér á meðal okkar. Hann hefur lofað stræti hennar Reykjavíkur, hús og sund af meiri þokka en nokkurt annað skáld á síðustu fjórum áratugum. Og fáir hafa höndina næmari á hjarta borgarinnar. Vísast mun hann kunna þeim litla þökk sem laumar því að borgarstjórn að hreinlegast sé að reisa styttu af borgarskáld- inu Megasi – vilji menn lifandi minnisvarða á annað borð. Því skal það gert: Megas á stöpul í Bakarabrekkunni við hlið séra Friðriks: Víst er ég krosshanginn í dag / mér glymja klukkur dóms / og kirkjumálaráðherrann er digur / ég skal aldrei aldrei gefast upp nei nei / um tíma og eilífð fæ ég frægan sigur. Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng. Reglan um fórnarkostnað er þessi: stígvélin kosta það, sem kaupandinn þarf að fórna til að fá þau. Sumir fengu stígvélin fyrir fimmtíu rúblur með því að borga einhverjum tuttugu rúblur fyrir að standa í röðinni. Ef stígvélun- um var rænt á heimleiðinni, hver átti bótakrafan að vera? Þrjátíu rúblur eða fimmtíu? Klárlega fimmtíu, og þá hefði átt að duga að leggja fram kvittun fyrir stígvélunum og fyrir tuttugu rúblna greiðslunni til þess, sem tók að sér að bíða í röðinni. (Reyndar voru tryggingar svo að segja óþekktar í Sovétríkjunum sálugu, en það er önnur saga.) Að sönnu gefa menn yfirleitt ekki út kvittun handa sjálfum sér fyrir að standa tímunum saman í biðröð, en það breytir engu um eðli málsins: biðtíminn kostar sitt. Zeit ist Geld, segja Þjóðverjar. Verðmiðar geta verið villandi. Tökum annað dæmi, svo að ekkert fari milli mála. Margir stúdentar, stjórnmálamenn og aðrir eru mótfallnir skólagjöld- um. Þeir telja, að með skólagjöld- um væri horfið frá þeirri skipan, að menntun sé ókeypis. En stöldrum við: menntun er ekki og hefur aldrei verið ókeypis. Stúdentar þurfa nú eins og alltaf áður að kosta miklu til að eyða mörgum árum í menntun sína, því að tímann gætu þeir ella notað til að vinna sér inn tekjur. Skóla- gjöld yrðu aldrei annað en léttvæg viðbót við þann fórnar- kostnað, sem stúdentar bera nú þegar vegna skólagöngu sinnar. Skaðabætur, miskabætur Bandarísk skaðabótalöggjöf virðir fórnarkostnaðarhugtakið. Ef einn veldur öðrum tjóni í Bandaríkjunum, er fjárhagslegt tjón ekki bundið við útlagðan kostnað tjónþolans, heldur er fórnarkostnaðarhugtakið lagt til grundvallar skaðabótamatinu. Takist tjónþolanum að sýna fram á fjárskaða umfram útlagðan kostnað, og það er iðulega auðvelt, eru honum dæmdar bætur í samræmi við það. Bandarískir dómstólar dæma tjónþolum því iðulega myndarleg- ar skaðabætur, sem eru tjónvöld- um víti til varnaðar. Ætla mætti, að draga myndi úr svikum, fúski og vanrækslu ýmissa íslenzkra byggingarfyrirtækja, ef lögin í landinu byðu þeim að bæta fórnarlömbum sínum ekki aðeins útlagðan kostnað, heldur allt fjártjón, til dæmis vegna tímans, sem það tekur fórnarlömbin að leita réttar síns, og annað rask. Miskabætur eru annars eðlis, þar eð þær eru bætur fyrir annað tjón en fjártjón. Alþingi þarf að færa skaðabótalögin og skylda löggjöf í nútímalegt horf með fórnarkostn- aðarhugtakið að leiðarljósi. Dæmdur saklaus Höldum áfram. Hugsum okkur mann, sem var ranglega dæmdur til fangavistar. Tíu árum síðar kemur í ljós, að hann var saklaus. Hvernig er hægt að bæta honum skaðann? Slíkur skaði verður aldrei bættur til fulls, en fórnar- kostnaðarhugtakið varðar veginn að sanngjörnum bótum. Hægt er að dæma manninum bætur miðað við þau laun, sem hann hefði getað unnið sér inn, hefði hann um frjálst höfuð strokið frekar en að sitja inni í tíu ár. Hálaunamað- ur fengi þá ríflegri bætur en láglaunamaður. Hér rísa ýmis viðkvæm álitamál, en þau er hægt að leysa. Að sönnu er erfitt að meta, hversu miklar miskabæt- urnar eigi að vera í máli sem þessu. Þeim mun brýnna er, að skaðabæturnar séu þá rétt reiknaðar og sanngjarnar. Þetta á við um sjómennina tvo, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lagði að íslenzka ríkinu í fyrra að greiða skaðabætur. Ný viðhorf, ný lög Tökum að endingu annað dæmi af öðrum toga. Íslenzka ríkið hefur tekið á sig sök gagnvart nokkrum drengjum, sem geymdir voru gegn vilja sínum á vistheimilinu í Breiðavík, og hefur heitið þeim bótum. Lögmaður drengjanna, sem nú eru fullorðnir menn, leggur fórnarkostnað til grund- vallar bótakröfum þeirra vegna tímans, sem þeir töpuðu, skóla- göngunnar, sem þeir voru sviptir, og vegna þess að þeir voru látnir vinna kauplaust. Miskann í máli sem þessu er erfitt að meta til fjár eða á nokkurn annan kvarða, meðal annars af því að ólíkir menn taka misgerðir misjafnlega nærri sér. Fjárskaðann er auðveldara að meta eftir þekktum og tiltækum leiðum. Það þarf að gera. Fórnar- kostnaðarhugsunin kallar á ný viðhorf, nýja túlkun laga og ný lög. Breiðavíkurhagfræði Í DAG | Skaðabótaréttur ÞORVALDUR GYLFASON Lifandi og dauð borgarskáld á stall: Styttur bæjarins PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um lág- markstekjur lífeyrisþega Sérstök lágmarksframfærslutrygging líf-eyrisþega varð að veruleika í vikunni. Með henni eru einstæðum lífeyrisþegum tryggðar 150.000 krónur að lágmarki í mánaðartekjur en einstaklingum í sambúð 128.000 krónur. Eftir breytinguna hafa lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í 13 ár. Hækkun tekna þeirra lífeyrisþega sem hvað verst hafa staðið nemur eftir þessa aðgerð ríflega 19% á síðastliðinum 9 mánuðum. Með reglugerðinni hefur það einnig verið tryggt að lágmarksframfærslutryggingin breytist í samræmi við verðlagsþróun eins og neysluvísitalan mælir hana og mun hún því hækka enn um næstu áramót. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína hrint í framkvæmd fjölmörg- um aðgerðum til þess að sporna gegn fátækt og bæta kjör þeirra sem minnst hafa til framfærslu. Hækkanir á greiðslum til lífeyrisþega nema á einu ári um tíu milljörðum króna, sem er um 18% hækkun miðað við árið á undan. Samhliða er einnig unnið að heildarendurskoðun á almanna- tryggingum sem ljúka mun á þessu ári. Af einstökum aðgerðum í lífeyrismálum nefni ég afnám skerðinga bóta vegna tekna maka, hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna lífeyrisþega, úr 27.500 krónum í 100.000 á mánuði, lækkun skerðingarhlutfalls ellilífeyris, sérstakt 90.000 króna frítekjumark vegna fjár- magnstekna, allt að 25.000 króna uppbót á eftirlaun til aldraðra sem hafa litlar eða engar greiðslur úr lífeyrissjóðum, 25.000 króna frítekjumark á greiðslur öryrkja úr lífeyris- sjóðum og hækkun aldurstengdrar örorkuuppbótar. Þessar breytingar hafa komið langflestum lífeyris- þegum til góða og síðustu aðgerðir eru sérstaklega til þess fallnar að bæta stöðu þeirra sem verst hafa verið settir í hópi lífeyrisþega. Lífeyriskjör þeirra hafa ekki verið betri í 13 ár og ljóst að með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn eru runnir upp nýir og betri tímar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Kjarabætur þessa árs eru þó aðeins fyrstu skrefin á lengri vegferð til bættra kjara lífeyrisþega. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Ekki hærri í þrettán ár JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Veit ekki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flutti fyrirlestur á vegum Sagnfræð- ingafélagsins í fyrradag þar sem hann stiklaði á stóru í sögu kalda stríðsins heima og heiman. Að lokinni fram- sögu svaraði Björn spurningum úr sal. Á heimasíðu sinni nefnir Björn að Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, hafi spurt sig hvort hann teldi eðlilegt að sími Ragnars Arnalds hefði verið hleraður árið 1968. Björn svaraði því til að hann vissi ekki hvort sími Ragnars hefði verið hleraður, hlerunarheimild væri ekki það sama og hlerun. Svaraði ekki Hér gætir örlítillar ónákvæmni í frá- sögn Björns. Steingrímur spurði hvort Björn teldi að það hefði verið eðlilegt tilefni til að hlera símann hjá Ragnari árið 1968. Gildir þá einu hvort síminn var í raun hleraður eða einungis veitt til þess heimild þar sem ásetningurinn var til staðar. Björn gerði enga tilraun til að svara því. Óskar IX Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við fréttastjórn sameinaðrar fréttastofu Stöðvar tvö og Vísis í fyrradag. Hann er þar með orðinn níundi fréttastjórinn í 22 ára sögu Stöðvar tvö og fetar í fótspor Páls Magnússonar, Sig- urveigar Jónsdóttur, Ingva Hrafns Jóns- sonar, Elínar Hirst, Karls Garðarssonar, Sigríðar Árnadóttur, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Steingríms Sævarrs Ólafssonar. bergsteinn@ frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.