Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.09.2008, Blaðsíða 66
46 18. september 2008 FIMMTUDAGUR Sparisjóðsvöllur, áhorf.: 1.030 Keflavík Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 27-7 (8-5) Varin skot Ómar 3 – Casper 5 Horn 7-4 Aukaspyrnur fengnar 11-11 Rangstöður 7-1 BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jacobsen 7 Arnór S. Aðalsteins. 4 Srdjan Gasic 4 Finnur O. Margeirs. 6 Kristinn Jónsson 6 Steinþór F. Þorsteins. 3 (46., Nenad Zivanov. 4) Arnar Grétarsson 3 Guðmundur Kristj. 5 (83., Olgeir Sigurg. -) Jóhann Berg Guðm. 7 Kristinn Steindórs. 2 (65., Magnús Páll G. 5) Marel Baldvinsson 5 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Á. Antoníus. 7 Kenneth Gustafsson 7 Hallgrímur Jónasson 8 Brynjar Guðmunds. 7 Simun Samuelsen 7 Hólmar Ö. Rúnars. 7 Hans Mathiesen 7 (79., Jón Gunnar E. -) Jóhann B. Guðmund. 7 (88., Magnús Þorst. -) Patrick Redo 8 *Guðm. Steinars. 8 (90., Þórarinn Kristj. -) 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (43.), 1-1 Patrik Ted Redo (48.), 2-1 Guðmundur Steinarsson (62.), 3-1 Patrik Ted Redo (81.). Einar Örn Daníels. (8) FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun knattspyrnu- ráð HK eiga í samningaviðræðum við Eyjólf Sverrisson og Zeljko Zankovic um að þeir félagar taki við þjálfun meistaraflokks HK að yfirstandandi keppnistímabili loknu. „Það er alltaf eitthvað nýtt í umræðunni. Ég hef annars ekkert um þetta að segja og það er ekki neitt í gangi,“ segir Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær og Zeljko tók í svipaðan streng. „Í sannleika sagt hef ég ekkert heyrt af þessu. Það er reyndar alltaf verið að orða mig við þjálfarastöður, hvort sem það er uppi á Akranesi, í Mosfellsbæ eða í Kópavogi,“ segir Zeljko. Óli Þór Júlíusson, íþróttastjóri HK, kvað ekkert vera í gangi varðandi þjálfaramál hjá HK. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Við ætlum bara að klára tímabilið og staða mála verður skoðuð eftir það. Rúnar Páll Sigmundsson er okkar maður í augnablikinu og það er bara þannig,“ segir Ólafur. - óþ Þjálfaramál hjá HK: Taka Zeljko og Eyjólfur við HK? NÆSTI ÞJÁLFARI HK? Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Eyjólfur Sverrisson taka við HK eftir yfirstandandi keppnistímabil. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild karla ÍAfim. 18. sept. fim. 18. sept. fim. 18. sept. fim. 18. sept. 20. umferð KR 17:15 17:15 17:15 17:15 GrindavíkHK Valur Þróttur R. Fylkir Fjölnir FÓTBOLTI Guðmundur Steinarsson fór hreint á kostum í gær. Skoraði mark, lagði upp annað og bjó til fjölda færa fyrir félaga sína. „Við hefðum getað gert betur í fyrri hálfleik og menn ætluðu allir að rífa netið í færunum. Það gengur ekki alltaf. Í síðari hálfleik vorum við yfirvegaðri og þá var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Guðmundur ákveðinn. „Þegar við spilum eins og eitt lið erum við skrambi góðir. Við erum í fínni stöðu núna og bíðum spenntir eftir að mæta FH,“ sagði Guðmundur en hann segir menn hafa trú á því að liðið geti farið alla leið. „Menn eru einbeittir og allir stefna í sömu átt. Það var leiðinlegt seinni hlutann í fyrra og menn ætluðu ekki að láta slíkt koma fyrir aftur.“ - hbg Guðmundur Steinarsson: Við erum skrambi góðir FÓTBOLTI Það er ekkert lát á vel- gengni og góðri spilamennsku Keflavíkur en meistaraefnin lögðu Blika, 3-1, í leik sem fór fram við mjög erfiðar aðstæður. Blikar voru yfirspilaðir lengstum og máttu þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun. Aðstæður í Keflavík voru æði skrautlegar. Sterkur vindur beint á annað markið og völlurinn þess utan blautur og þungur. Keflvík- ingar höfðu vindinn í bakið í fyrri hálfleik og kunnu það vel. Stjórn- uðu leiknum algjörlega á meðan Blikar vissu vart sitt rjúkandi ráð. Stórskothríð Keflvíkinga hófst nánast strax í byrjun. Þeir fengu mörg fín skotfæri á ákjósanlegum stöðum en voru algjörir klaufar því ekki einn einasti bolti hitti á markið en alls áttu Keflvíkingar þrettán marktilraunir í hálfleikn- um gegn aðeins þremur hjá Blikum. Eitt af þessum 13 skotum fór á markið og það kom þegar Redo fékk þeirra besta færi en Casper varði vel. Boltinn hrökk svo til Hólmars sem virtist vera rifinn niður en ekkert var dæmt. Kefl- víkingar æfir og virtust hafa tals- vert til síns máls. Blikar tóku sér tæplega fjörutíu mínútur í að fatta að best væri að spila boltanum með jörðinni gegn vindinum og er þeir fengu sitt fyrsta horn á 38. mínútu fékk Guð- mundur Kristjánsson dauðafæri en Keflvíkingar vörðu á línu. Blik- ar færðust allir í aukana í kjölfar- ið og Jóhann Berg kom þeim yfir með stórglæsilegu marki á marka- mínútunni. Sólaði leikmenn og lét vaða utan teigs. Boltinn söng efst í markhorninu, algjörlega óverj- andi fyrir Ómar í markinu. Blikar komnir yfir í leik sem þeir tóku vart þátt í fyrstu 38 mínúturnar. Keflvíkingar gátu þó sjálfum sér um kennt því þeir fengu færin til að skora. Meistaraefnin í Keflavík létu hálfleiksstöðuna ekki slá sig út af laginu heldur jöfnuðu eftir rúmar 2 mínútur í síðari hálfleik. Þar var Redo að verki eftir undirbúning Guðmundar Steinarssonar. Marg- ir héldu að leikurinn myndi snúast nokkuð í síðari hálfleik þar sem Blikum gekk illa gegn vindinum í þeim fyrri. Þeim gekk ekkert mikið betur með vindi og það voru Keflvíkingar sem réðu lögum og lofum á vellinum. Er tæpur hálftími lifði af leikn- um kom Guðmundur þeim yfir með góðu skoti á nærstöng og Redo kláraði svo leikinn níu mín- útum fyrir leikslok. 3-1 sigur og það fyllilega verðskuldaður. Keflvíkingar leika eins og sann- ir meistarar þessa dagana og aðstæður breyta engu. Þeim tókst að spila lygilega góðan bolta í gær í skítaaðstæðum. Hungur leik- manna er mikið sem og einbeiting- in. Það má mikið vera ef titillinn fer ekki til Keflavíkur í ár. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var brattur eftir leik er hann var spurður hvort Kefla- víkurliðið yrði meistari. „Við erum komnir nálægt því og með svona spilamennsku aukast líkurnar. Við erum samt meðvitað- ir um að við þurfum fleiri stig,” sagði Kristján sem ætlar ekki að fagna of snemma. „Liðið er að sýna karakter og kemur til baka eftir að lenda undir annan leikinn í röð. Við verðum að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman áfram. Þá kemur þetta hjá okkur,“ sagði Kristján. henry@frettabladid.is Meistarasigling á Keflvíkingum Keflvíkingar halda áfram að sigla í átt að Íslandsbikarnum og breytir engu um hvernig er í sjóinn. Alltaf ná þeir að spila sinn fína bolta. Blikar voru engin hindrun á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í gærkvöld. FÓR Á KOSTUM Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, hélt uppteknum hætti gegn Breiðabliki í gær og skoraði í sínum átt- unda leik í röð í Landsbankadeildinni. Keflavík vann 3-1 og Guðmundur lagði einnig upp eitt mark fyrir Patrik Ted Redo en þetta var jafnframt sjöundi leikurinn í röð sem Guðmundur á einnig stoðsendingu að marki. VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.