Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 4
4 21. september 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Að sjálfsögðu er hér um uppsögn að ræða og ekkert annað. Aðrar skýringar eru ein- faldlega fyrirsláttur“, segir Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður um þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra að auglýsa stöðu lög- reglustjóra á Suðurnesjum lausa til umsóknar. Ráðherra hafnar því alfarið að persónuleg óvild í garð Jóhanns R. Benediktssonar liggi að baki ákvörðun hans. Starfsmenn Jóhanns segja tíðind- in vera áfall og að mikil óánægja sé með þróun mála. Til stendur að auglýsa stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl. Þá lýkur skipunartíma Jóhanns R. Benediktssonar sem gegnt hefur embættinu í fimm ár. Staða forstöðumanns ríkis- stofnunar hefur aldrei verið aug- lýst laus til umsóknar áður ef við- komandi embættismaður hefur ekki óskað eftir því að láta af störfum. Jóhann vill ekki tjá sig um ákvörðun Björns og hvort hann túlki hana sem uppsögn grund- vallaða á persónulegri óvild ráð- herrans í hans garð. „Ég hef fyrst og síðast áhyggjur af starfsmönn- um embættisins og það eina sem mér finnst skipta máli eins og mál hafa þróast er að það fáist hreinar línur í þetta mál.“ Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ráðstöfun ráðherra furðu- lega. „Þetta hefur ekki gerst áður og rétt að minna á að úttekt ríkis- endurskoðunar sýndi að ekkert óeðlilegt var við starfsemina en að embættið væri í fjársvelti. Vandinn liggur ekki hjá mannin- um heldur þeirri einföldu stað- reynd að það vantar peninga. Ég hef orðið var við mikla óánægju manna innan okkar vébanda með allt þetta mál.“ Þeir starfsmenn lögregluem- bættisins á Suðurnesjum sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu allir sem einn að mikil reiði og vonbrigði ríktu í þeirra röðum. Til stendur að halda starfsmanna- fundi þar sem ákveðið verður á hvaða hátt óánægju starfsmanna verður komið á framfæri. „Það skín í gegn að dómsmála- ráðherra vill losna við Jóhann af því að hann hefur staðið uppi í hárinu á honum“, segir Sveinn Andri. „Jóhann er einfaldlega að gjalda fyrir það núna að vera ekki viljalaust verkfæri. Björn á að sjá sóma sinn í að ganga fram fyrir skjöldu og upplýsa af hverju hann er að losa sig við manninn og hætta þessum feluleik sem allir sjá í gegnum.“ svavar@frettabladid.is AFGANISTAN Mullah Omar, leiðtogi al-Kaída í Afganistan, hótar stórfelldum árásum á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Þetta kemur fram í myndbandsupptöku sem hryðjuverkasamtökin sendu frá sér í tilefni af því að sjö ár eru liðin frá árásunum á tvíbura- turnana þann 11. september 2001. Í myndbandinu er því einnig haldið fram að Osama bin Laden sé á lífi og við góða heilsu. Fleiri leiðtogar al-Kaída hóta árásum í myndbandinu, sem birtist á heimasíðum tengdum samtökunum. Ekki er vitað um áreiðanleika myndbandanna. - ve Myndband frá al-Kaída: Hóta árásum á Bandaríkin og bandamenn SÖFNUN Um 65 milljónir söfnuðust í landssöfnun Mænuskaðastofnun- ar Íslands sem náði hápunkti með sjónvarpsþætti á Stöð 2 í fyrra- kvöld. Söfnunarféð rennur óskert til tilrauna og rannsókna á meðferð við mænuskaða. Margir listamenn lögðu málefninu lið, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ilmur Kristjáns- dóttir og Bryndís Ásmundsdóttir. Söfnunin stendur enn yfir og eru söfnunarsímar opnir. -kh Mænuskaðastofnun: Söfnuðu um 65 milljónum Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt ósk formanns sóknarnefndar og sóknarprests Dómkirkjunnar um að halda áfram að greiða helming launa miðborgarprests. Nemur hlutur borg- arinnar 4,6 milljónum og eru árslaun prestsins því 9,2 milljónir króna. REYKJAVÍK Prestur á 9,2 milljónir VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 17° 13° 14° 18° 18° 17° 15° 17° 15° 28° 26° 16° 16° 26° 22° 29° 17° 8 12 Á MORGUN 5-13 m/s, stífastur með suðurströndinni. ÞRIÐJUDAGUR 3-8 m/s. Lítilsháttar væta fram eftir degi 9 10 10 11 10 12 11 10 10 4 6 10 8 10 9 10 6 10 8 7 10 10 10 1110 9 7 8 10 ÚRKOMUSVÆÐI KOMA OG FARA Þegar horft er yfi r veðurhorfurnar í dag og næstu daga má sjá minniháttar úrkomu fyrripartinn en vaxandi vætu síðdegis og á kvöld- in. Þannig má búast við töluverðri vætu sunnan og vestan til í kvöld og sömu sögu er að segja annað kvöld og á þriðjudagskvöldið. Úrkomuminnst verður þó austan til. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Hæstaréttarlögmaður segir skýringar ráðherra fyrirslátt Verið er að segja lögreglustjóranum á Suðurnesjum upp störfum, segir hæstaréttarlögmaður. „Skýringar dómsmálaráðherra um annað eru fyrirsláttur.“ Starfsmenn embættisins eru slegnir og ætla að mótmæla. JÓHANN BENEDIKTSSON SVEINN ANDRI SVEINSSON STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason dómsmálaráðherra furðar sig á því hvað margir túlka hugmyndir hans um breytingar á embætti lög- reglustjórans á Suðurnesjum sem aðför eða persónulega óvild í garð Jóhanns R. Benediktssonar sem gegnir embættinu. Hann segir breytingar á embættinu krefjast þess að starfið sé auglýst. „Það er hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að leggja ákvörðun um að auglýsa embætti að jöfnu við uppsögn embættismanns“ segir Björn á heimasíðu sinni. Aðspurð- ur segist hann telja Jóhann hæfan til starfans og að grundvallar- breytingar hafi orðið á embættinu sem ekki sé hægt að bera saman við breytingar á öðrum embættum innan löggæslunnar. Björn telur ekki hafa verið ástæðu til að auglýsa starf ríkis- lögreglustjóra árið 2007 þrátt fyrir miklar breytingar á fimm ára starfstíma Haraldar Johannessen. „Ég mat það ekki svo, að nein sú breyting hefði orðið á embætti RLS að ástæða væri til að auglýsa það. Á Suðurnesjum hafa launa- kjör breyst, hluti embættisins hefur verið lagður af með lögum og ráðuneytið hefur ákveðið upp- skipti embættisins í þrjá hluta“ segir Björn í tölvubréfi og ítrekar rökstuðning fyrir ákvörðun sinni: „Embættið hefur tekið stakka- skiptum, frá því að skipað var í það á sínum tíma. Þá missti lög- reglustjórinn spón úr aski sínum, þegar embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli var aflagt og hann lækkaði í launum. Með vísan til þessa alls taldi ég einsýnt, að auglýsa bæri embættið til að umboð, ábyrgð og kjör þess, sem því gegndi væru alveg skýr.“ - sh Dómsmálaráðherra furðar sig á að auglýsing á starfi lögreglustjóra sé túlkað sem óvildarbragð í hans garð: Auglýsa verður starfið vegna breytinga DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn furðar sig á því hvað margir túlka hugmyndir hans um breytingar á em- bætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem aðförð eða persónulega óvild í garð Jóhanns R. Benediktssonar. SNORRI MAGNÚSSON GENGIÐ 19.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 173,0016 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 92,44 92,88 166,13 166,93 131,29 132,03 17,594 17,696 15,882 15,976 13,742 13,822 0,8597 0,8647 143,01 143,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.