Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 59
SUNNUDAGUR 21. september 2008 23 HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka mættu Stjörnumönnum í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær. Haukum var spáð efsta sæti deildarinnar í árlegri spá fyrir mótið og ef tekið er mið af leikn- um í gær gæti sú spá hæglega gengið eftir því Haukar unnu þægilegan sigur 28-21. ,,Góð vörn, góð markvarsla og góð stemmning í liðinu er grunn- urinn að þessum sigri. Við vorum staðráðnir í að selja okkur dýrt, ná góðum varnarleik og fá léttu mörkin úr hraðaupphlaupum. Markvarslan kom líka og þetta var sterk liðsheild í dag,” sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Leikurinn fór frekar rólega af stað og varnirnar voru í aðalhlut- verki fyrstu mínúturnar. Haukar höfðu þó yfirhöndina með Sigur- berg Sveinsson í aðalhlutverki í skyttustöðunni. Hægt og bítandi náðu meistararnir tökum á leikn- um og í hálfleik var staðan 15-11. Í síðari hálfleik var síðan aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda. Vörn Hauka var ógn- arsterk og Birkir Ívar Guðmunds- son varði gríðarlega vel þar fyrir aftan. Þegar staðan var 16-14 skor- uðu Haukar níu mörk gegn tveim- ur og lögðu grunninn að sigrinum. Aron sagði spána fyrir mótið ekki skipta máli fyrir Haukana : ,, Við erum auðvitað ríkjandi Íslandsmeistarar og við bjugg- umst við því að vera spáð sigri en það kemur ekkert af sjálfu sér. Við þurfum að leggja mikla vinnu í þetta, það byrja allir á núlli,” sagði þessi snjalli þjálfari. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var nokkuð brattur þrátt fyrir tapið. ,,Við erum inni í leiknum í stöð- unni 16-14 og fram að því var þetta fínt. Svo fórum við að gera tækni- mistök og við megum ekki við því gegn Haukunum,“ segir Patrekur og bætti við: ,,Til að ná í stig gegn Haukum þurfa allir að vera klárir í 60 mín- útur en mitt unga lið gerði of mikið af mistökum. Ég hef ekkert mikl- ar áhyggjur af því en við þurfum að laga þetta,“ segir Patrekur. Viggó byrjar vel Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Fram fóru vel af stað í N1- deildinni í gær með 23-27 sigri gegn HK í Digranesi. Rúnar Kárason fór á kostum fyrir Safamýrarliðið og skoraði tíu mörk en Andri Berg Haralds- son kom næstur með sjö mörk. Hjá heimamönnum í HK var Valdimar Þórsson atkvæðamestur með átta mörk. Athygli vakti að Magnús Stef- ánsson var ekki í leikmannahópi Fram en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hann þá ekki kominn með leikheimild með Fram. - sjj, -óþ Íslandsmeistarar Hauka hófu titilvörn sína í N1-deild karla í gær gegn Stjörnunni: Þægilegur sigur meistaranna HANDBOLTI Stjörnustúlkur fóru með sigur af hólmi í stórvelda- slagnum gegn Haukum í N1-deild kvenna í gær. Lokatölur 26-29 og góður sigur hjá Stjörnunni í fyrsta leik. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en fljótlega tók Stjarnan for- ystu. Varnarleikur Hauka var slakur og skoruðu Stjörnustelpur oft á tíðum frekar ódýr mörk. Haukar náðu ágætum kafla undir lok hálfleiksins og staðan 14-17 í hálfleik, Stjörnunni í vil. Munurinn hélst svipaður fram- an af í fyrri hálfleik en um miðjan síðari hálfleikinn náðu Hauka- stúlkur að jafna metin og leikurinn í járnum. Stjörnustúlkur fóru oft illa að ráði sínu og fóru illa með mörg góð færi, en það kom ekki að sök því þær voru sterkari á loka- mínútunum og lönduðu góðum þriggja marka sigri, 26-29. Ragnar Hermannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ánægð- ur í leikslok. „Ég er mjög ánægður með sig- urinn og heildarbragurinn á leikn- um var fínn. Það var samt einhver hausbragur á þessu, það vantaði hausinn í þetta og við fórum illa að ráði okkar þegar við gátum stung- ið þær af í seinni hálfleik. Við vorum allt of mikið að flýta okkur og við höfum ekkert efni á því, við vorum bara heppin að sleppa með sigurinn,“ segir Ragnar. Hornamaðurinn knái í liði Hauka, Hanna Stefánsdóttir, var svekkt í leikslok. „Varnarleikurinn small ekki saman í dag og þá vantar mark- vörslu. Sóknarleikurinn var held- ur ekki upp á marga fiska. Þessir leikir eru eiginlega bara „derby- leikir“ númer tvö, á eftir Haukar- FH og mikil barátta og því hund- fúlt að tapa. En við vorum bara drullulélegar í dag og við eigum alveg helling inni,“ segir Hanna. - sjj Fyrsta umferð N1-deildar kvenna fór fram í gærdag: Stjarnan byrjar vel Á FLUGI Íslands -og bikarmeistarar Stjörnunnar byrjuðu N1-deildina með sigri gegn Haukum að Ásvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N1 deild karla í handbolta Haukar-Stjarnan 28-21 (15-11) Mörk Hauka (skot): Kári Kristjánsson 6 (7), Sigurbergur Sveinsson 6/1 (10/2), Elías Már Halldórsson 4 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (2), Pétur Pálsson 2 (3), Hafsteinn Ingason 2 (3), Andri Stefan 2 (4), Tryggvi Haraldsson 1 (1), Gunnar Berg Viktorsson 1 (2) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/1 (35/5) 57%, Gísli Guðmundsson 3 (9/2) 33% Hraðaupphlaup: 11 (Elías 4, Freyr 2, Andri 2, Einar Örn, Kári, Pétur) Fiskuð víti: 2 (Kári, Andri) Utan vallar: 8 mín Mörk Stjörnunnar (skot): Guðmundur Guð- mundsson 6/4 (9/5), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Fannar Friðgeirsson 4/2 (10/2), Jón Arnar Jónsson 3 (4), Hrafn Ingvarsson 1 (1), Ólafur Sigurjónsson 1 (2), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (2), Varin skot: Roland Eradze 3 (11) 27%, Svavar Ólafsson 8/1 (28/2) 29% Hraðaupphlaup: 1 (Guðmundur) Fiskuð víti: 7 (Jón Arnar 3, Björgvin 2, Fannar 2) Utan vallar: 12 mín HK-Fram 23-27 ÚRSLIT N1 deild kvenna í handbolta Haukar-Stjarnan 26-29 (14-17) Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 10/3 (13/3), Hanna G. Stefánsdóttir 6 (7/1), Ester Óskarsdóttir 3 (6), Hekla Hannesdóttir 2 (3), Nína Arnfinnsdóttir 2 (5), Tatjana Zukovska 2 (6), Nína K Björnsdóttir 1 (1) Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 7/1 (21/3) 33%, Heiða Ingólfsdóttir 9 (24/2) 38% Hraðaupphlaup: 6 (Hanna 3, Hekla 2, Nína A) Fiskuð víti: 4 (Hanna 3, Nína A) Utan vallar: 2 mín Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 8/4 (14/4), Sólveig Lára Kjærnested 5 (7), Þorgerður Atladóttir 3 (3), Birgit Engl 3 (4), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (7), Anna Úrsula Guðmunds- dóttir 2 (3), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3/1), Kristín Clausen 2 (6), Hildur Harðardóttir 1 (1) Varin skot: Florentina Stanciu 16/1 (38/3) 42%, Sólveig Ásmundsdóttir 1 (4) 25% Hraðaupphlaup: 4 (Birgit 2, Sólveig, Kristín) Fiskuð víti: 5 (Elísabet 3, Sólveig, Þorgerður) Utan vallar: 4 mín HK-Fram 21-19 Fylkir-Valur 18-34 Grótta-FH 22-21 ÚRSLIT Barbados HARÐFYLGI Sigurbergur Sveinsson brýtur sér leið í gegnum Stjörnuvörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands- liðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Austurríki, 81-74, í lokaleik sínum á þessu ári í B-deild Evr- ópukeppninnar í gærkvöldi. Keppnin heldur svo áfram á svip- uðum tíma á næsta ári. „Þetta var allt í járnum þangað til seint í fjórða leikhluta þegar við misstum þetta frá okkur. Við fengum dæmdar á okkur tvær óíþróttamannslegar villur og þeir fá boltann og klára leikinn. Það var svekkj- andi,“ segir Sigurður Ingi- mundarson, landssliðsþjálf- ari Íslands. Þetta var leikur hinna sterku varna í gærkvöld. „Bæði lið voru að spila góða vörn og átti hvort um sig í nokkr- um erfiðleikum með að skora,“ segir Sigurður. Íslendingar eru í fjórða sæti riðilsins með einn sigur gegn Dan- mörku, tap gegn Svartfellingum í Laugardalshöll og tap gegn Hol- landi og Austurríki á útivelli. Þegar keppni hefst að nýju í B- deildinni haustið 2009 víxlast leikjaprógrammið og Íslendingar ferðast til Danmerkur og Svart- fjallalands og fá Hollendinga og Austurríkismenn í heimsókn í Laugardalshöll. „Svartfellingar fara pottþétt upp úr riðlinum en hin liðin eru mjög jöfn að getu. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá Íslandi með 17 stig, Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 18 stig og Sigurður Þor- valdsson var með 11 stig. - óþ B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta í gærkvöld: Ísland tapaði gegn Austurríki STIGAHÆSTUR Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.