Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.09.2008, Blaðsíða 56
20 21. september 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Það var sorgardagur uppi á Akranesi þegar ÍA og KR skildu jöfn 0-0 en jafnteflið þýddi það að ÍA féll úr efstu deild. Önnur úrslit í fallbaráttunni voru Skagamönnum hagstæð þar sem bæði HK og Fylkir töpuðu en það átti ekki að verða fyrir ÍA í þetta skiptið. Grindvíkingar héldu uppteknum hætti á útivöll- um með 0-2 sigri gegn HK og Fjölnismenn unnu Fylkismenn 0-3 en þetta var í þriðja skiptið sem Grafarvogsliðið lagði Árbæjarliðið að velli í sumar, tvisvar í deild og í undanúrslitum VISA-bikars- ins. Topplið Keflavíkur sýndi enn og aftur hvers það er megnugt þegar það skellti Blikum 3-1 eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik og þar sem FH-ingar misstigu sig illi- lega gegn Fram og töpuðu 4-1, þá geta Keflvíking- ar landað titlinum þegar liðin mætast í dag. Íslandsmeistarar Vals verja ekki titil sinn en eru nú í harðri baráttu við Fram og KR um þriðja sætið og styrktu stöðu sína þar með 2-0 sigri gegn Þrótti sem bjargaði sér endanlega frá falli, þrátt fyrir tapið vegna hagstæðra úrslita úr öðrum leikjum. 20. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: KEFLVÍKINGAR NÁLGAST TITILINN Skagamenn féllu úr efstu deild TÖLURNAR TALA Flest skot: 27, Keflavík Flest skot á mark: 8, Keflavík Fæst skot: 6, Þróttur Hæsta með.ein.: 7,3 Keflavík Lægsta meðaleink.: 3,8 FH Grófasta liðið: 19 brot, ÍA Prúðasta liðið: 9 brot, HK og Valur Flestir áhorf.: Kefl.-Breið., 1.030 Fæstir áhorf.: HK-Grindavík, 427 Áhorfendur alls: 3.952 > Besti dómarinn: Einar Örn Daníelsson fékk hæstu einkunn dómara, eða 8, fyrir 20. umferð- ina hjá Fréttablaðinu. Einar Örn dæmdi leik Kefl avíkur og Breiðabliks og leysti það verkefni með sóma. >Atvik umferðarinnar Skagamenn féllu úr efstu deild í þriðja skiptið í sögu félags- ins. Síðast þegar ÍA féll, árið 1990, voru núverandi þjálfarar liðsins, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Liðið kom þá strax aftur upp í efstu deild og varð Íslandsmeistari fimm ár í röð frá 1992-1996. „Það er vonandi að sagan endurtaki sig,“ segir Bjarki í viðtali við Fréttablaðið. >Ummæli umferðarinnar „Mér er í raun skítsama um þennan leik þar sem við vorum að tryggja sæti okkar í deildinni,“ segir Þróttarinn Sigmundur Kristjánsson eftir tapleikinn gegn Val. Eysteinn Hauksson (1) Patrik Ted Redo(2) Auðun Helgason (7) Hólmar Örn Rúnarsson (8) Guðmundur Steinarsson(6) Pétur Georg Markan (2) Hallgrímur Jónasson (4) Helgi Sigurðsson (2) Gunnar Már Guðmunds. (7) Joseph Tillen (1) Hannes Þór Halldórs.(3) FÓTBOLTI Keflvíkingar sýndu enn og aftur á dögunum gegn Breiða- blik að þeir gefast aldrei upp og þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálf- leik sigraði liðið örugglega að lokum 3-1. Guðmundur Steinars- son var eins og oft áður arkítekt- inn af sigrinum og skoraði í sínum áttunda leik í röð í deildinni. „Við sýndum gríðarlegan styrk með því að koma til baka og klára dæmið á móti vindi og við erfiðar vallaraðstæður. Keflavíkurliðið hefur mikla trú á eigin getu og þegar við lendum undir í leikjum erum við ekkert að hengja haus, heldur bæta menn bara í og það hefur heldur betur skilað sér,“ segir Guðmundur. Spurður út í lykilinn að góðu gengi Keflavíkurliðsins í sumar kvað Guðmundur vitanlega margt liggja þar að baki. „Það er ansi margt sem kemur þar til. Fyrir það fyrsta þá æfðu menn nátt- úrulega mjög vel á undir- búningstímabilinu og þeir nýju leikmenn sem komu til liðsins smell- pössuðu bara inn í hóp- inn. Það auðveldaði vissulega mikið að fá Hólmar Örn, Hörð og svo Jóhann Birni sem eru allt Keflvík- ingar og þekktu allt og alla á staðnum. Andinn í hópnum er því búinn að vera frábær og það er held ég stærsti hlutinn í þessu,“ segir Guðmundur. Staðan er vissulega góð hjá Keflavík en Guðmundur ítrekar að enn sé ekkert í höfn hjá liðinu. „Við eigum tvo erfiða leik eftir gegn FH á útivelli og Fram á heimavelli. Við förum að sjálf- sögðu í alla leiki til þess að vinna þá og við ætlum því að klára dæmið gegn FH. FH-ingar töpuðu illa í síðasta leik sínum og mæta örugglega dýrvitlausir í leikinn gegn okkur og við verðum því að vera tilbúnir í baráttuleik,“ segir Guðmundur en Keflvíkingum nægir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Guðmundur er sem stendur markahæsti leikmaður Lands- bankadeildar með 16 mörk, þrem- ur mörkum meira en Björgólfur Takefusa sem kemur þar næstur. „Þegar liðið er að spila svona vel eins og það eru búið að vera að gera er erfitt að eiga ekki góða leiki í stöðu framherja. Það er líka mikil samkeppni um stöður í liðinu, bæði á æfingum og í leikjum, þannig að maður verður að spila vel til þess að halda sæti sínu í byrjunarlið- inu. Það heldur manni nátt- úrulega á tánum og heldur manni ferskum. Það er gaman að vera á toppnum yfir marka- hæstu menn og það væri auð- vitað fínn bónus að fá eitt stykki gullskó, en deildin er aðalatrið- ið,“ segir Guðmundur. Keflavík varð síðast meistari árið 1973 og þá varð Steinar Jóhannsson, faðir Guðmundar, markhæstur hjá Keflavík. „Hann er liggur við spenntari yfir stöðu mála en ég og styður vel við bakið á mér.“ omar@frettabladid.is Gullskórinn yrði bara fínn bónus Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu. ILLVIÐRÁÐANLEGUR Guðmundur Steinarsson hefur farið hreinlega á kostum í Lands- bankadeildinni í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 19 leikjum. VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Flestra augu munu eflaust beinast að toppbaráttuslag FH og Keflavíkur í dag en Fylkir og HK eru að berjast fyrir lífi sínu og áframhaldandi veru í Landsbanka- deildinni. Sverrir Sverrisson, nýráðinn þjálfari Fylkis, stýrði liðinu í sínum fyrsta deildarleik í sumar gegn Grindavík í 19. umferð þar sem Árbæingar fóru með sigur af hólmi 1-3 og léku þá líklega einn sinn besta leik í sumar. Fjölnismenn náðu Fylkis- mönnum þó vel niður á jörð- ina með 0-3 sigri í 20. umferð og Fylkismenn þurfa enn þrjú stig úr síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Breiðabliki (úti) og FH (heima), til þess að bjarga sér örugglega frá falli. HK þarf að vinna leiki sína, gegn Fjölni (úti) og Breiðabliki (heima), til þess að eygja von. HK fellur því í dag ef Fylkir vinnur eða gerir jafntefli og HK gerir jafntefli eða tapar. - óþ Fallbarátta Landsbankadeildar karla er nú í algleymi þar sem HK og Fylkir berjast: HK-ingar gætu fallið í dag MIKILVÆGUR Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið frá- bær hjá HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ ...www.rannis.is/visindavaka H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Allir velkomnir ! Kaffi stjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Mánudagur 22. september Líkami og losti á upphafsöldum kristni Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni fjallar um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um meinlæti, skírlífi , fjölskyldulíf og samskipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni. Þriðjudagur 23. september Hver á að passa mig? Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt! Miðvikudagur 24. september Náttúruhamfarir - hvað svo? Dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og Fimm fræknar konur kafa ofan í snjófl óð og undir jarðskorpuna og velta upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara. Fimmtudagur 25. september Má bjóða þér sláturtertu og rabarbarakaramellur? Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands, Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Guðmundur H. Gunnarsson frá Matís þróuðu frumlegar og girnilegar nýjungar í rannsókna- samstarfi við bændur. Vísindakaf ð 2008 Vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við - á mannamáli... Listasafni Reykjavíkur kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld 22. 23. 24. & 25. september Dagskrá Vísindakaf kvöldanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.