Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 11

Fréttablaðið - 10.10.2008, Side 11
FÖSTUDAGUR 10. október 2008 11 Belgía Sviss Katar Hong Kong Dubai Guernsey Ísland Noregur Svíþjóð Finnland Danmörk Lúxemborg Kína Bretland Kanada Bandaríkin ÍSLENSKIR BANKAR Óljóst er hvað verður um erlendar eignir íslensku bankanna, nú þegar skilanefndir hafa tekið yfir ábyrgð- ir stjórna allra viðskiptabankanna þriggja. Hlutverk þeirra verður fyrst og fremst að tryggja innan- landsstarfsemi og fjármálastöðug- leika hér á landi. Nýtt viðskipta- módel þeirra allra verður því að öllum líkindum töluvert einfaldara en áður og líklega ekki rúm fyrir erlenda starfsemi innan þess. Íslensku viðskiptabankarnir hafa haft umfangsmikla starfsemi víða um heim. Eins og hefur komið fram margoft námu eignir við- skiptabankanna þriggja um tífaldri landsframleiðslu Íslands. Hjá þeim störfuðu samtals rúmlega fjögur þúsund manns á erlendri grundu. Nú eru erlendar eignir bankanna líklega allar komnar í söluferli og einhverjum þeirra hefur þegar verið lokað. Í samtöl- um við starfsmenn viðskiptabank- anna þriggja í gær kom þó fram að hjá þeim öllum er nokkur starf- semi enn í gangi utan landstein- anna. Fall bankanna kemur hins vegar augljóslega til að skerða verulega skatttekjur ríkisins. Í fyrra greiddu viðskiptabankarnir þrír samtals um tuttugu milljarða króna í skatt. Sú upphæð myndi duga fyrir um það bil helmingnum af kostnaði við rekstur Landspítal- ans á næsta ári. Ríkið verður einn- ig af umtalsverðum skatttekjum af arðgreiðslum hluthafa bank- anna, þar sem hlutur þeirra er að engu orðinn. - hhs Óvissa um framhaldið utan landsteinanna HEIMSKORTIÐ Viðskiptabankarnir sem ríkið hefur nú yfirtekið teygðu anga sína um heim allan. Í hönd fer sársaukafullur niðurskurður og ljóst að fjöldi fólks missir vinn- una. Þá stórskerða minni umsvif bankanna skatttekjur ríkisins. Fjármálaráðuneytið hefur stofnað nýjar kennitölur fyrir bæði Landsbankann og Glitni. Hvor um sig heitir sama nafni, að öðru leyti en því að „Nýi“ er skeytt framan við heitið. Hvor um sig hefur lögheimili í fjármálaráðuneytinu. Nýi Landsbanki hf. sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, tók til starfa í gær. „Með ákvörðuninni er tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtæk- in í landinu. Jafnframt er haft að leiðar- ljósi að kröfuhafar Landsbanka Íslands hf. fái greitt upp í kröfur sínar,“ segir í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu. Þar segir jafnframt að um mánuð taki að gera upp Landsbankann hf., samfara því að meta verðgildi eigna og skulda. Elín Sigfúsdóttir, sem áður stýrði fyrirtækjasviði Landsbankans, verður forstjóri hins nýja banka. Í gærkvöldi var áætlað að starfsmenn hins nýja banka yrðu um 1.000 til 1.100, en hinum verður sagt upp, þrátt fyrir yfirlýs- ingu viðskiptaráðherra á fundi með starfsmönnum bankans í fyrradag. Óvíst var í gærkvöld hvenær Nýi Glitnir tæki til starfa, en sumir töldu að það yrði í dag. - ikh Nýr Glitnir og nýr Landsbanki ELÍN SIGFÚSDÓTTIR Háttsettir embættismenn í Seðla- bankanum fullyrða að evrópski seðlabankinn veitti fyrirgreiðslu, yrði sótt um aðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Geir H. Haarde for- sætisráðherra útilokar ekki að slíkt verði gert. Sérfræðinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi og veitir stjórn- völdum ráðgjöf. Málið er ekki komið lengra. Embættismennirnir undrast það, enda sé stundin runn- in upp. Aðrir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að aðstoðin myndi líklega leiða til þess að evrópski seðlabankinn yrði tilbúinn til þess að gera gjaldeyris- skiptasaming við íslenska ríkið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nú sett í gang neyðaráætlun. Hún gerir að verkum að sjóðurinn myndi lána íslenska ríkinu meira en ella, herma heimildir Fréttblaðs- ins. Þá segir í frétt frá sjóðnum að skemmri tíma en áður tæki að afgreiða lán til lands í neyð. Sér- fræðingar segja að því fylgdu þó hugsanlega skilyrði. Þau gætu verið vel viðráðanleg, jafnvel af hinu góða, enda þurfi að byggja fjármálakerfið hér upp að nýju. Sendinefnd fer héðan til Rúss- lands á þriðjudag, til að semja um 4.000 milljóna evra lán. Stjórnvöld hafa sagt að það útiloki ekki aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fullyrt er við Fréttablaðið að rússneska lánið dugi ekki eitt og sér úr því sem komið er. Auk þess þurfi hér ríka tæknilega aðstoð. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra fer fyrir sendinefnd Íslands á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans, sem hefst í Washington um helgina. Embættis- menn úr fjármálaráðuneytinu, utanríkis- og forsætisráðuneytinu fylgja Árna. Hermt er að allra leiða verði leitað til aðstoðar Íslandi, en enginn vill slá því föstu að óskað verði aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Seðlabankinn hefur gert gjald- miðlaskiptasamninga við danska, norska og sænska seðlabankann, um 500 milljóna evra gjaldeyris- skipti við hvern banka um sig. Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfesti á blaðamannafundi í gær að ekki hefði verið dregið á samn- ingana. Það yrði ekki gert nema í ítrustu neyð. Sérfræðingar sem Fréttablaðið hafa rætt við fullyrða hins vegar að sú stund sé runnin upp, og raunar sé nokkuð síðan. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að frá í mars hafi verið leitað fyrirgreiðslu annarra seðlabanka. Það hafi ekki gengið. Þar af hafi bandaríski seðlabank- inn tvisvar neitað Íslendingum um gjaldeyrisskiptasamning á undan- förnum vikum. Niðurstaða æðstu manna í bandaríska seðlabankan- um hafi verið sú að fjármálakerfið hér væri svo stórt í hlutfalli við þjóðarbúið að „skiptasamningur yrði að vera stærri en svo að banda- ríski seðlabankinn sæi sér fært að standa að gerð hans“. ingimar@markadurinn.is Frekari hjálp fylgdi IMF Embættismenn Seðlabankans fullyrða að íslenska ríkið fengi fyrirgreiðslu hjá evrópska seðlabankanum, fengist aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.