Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 2

Fréttablaðið - 12.10.2008, Side 2
2 12. október 2008 SUNNUDAGUR NÁTTÚRA „Þetta er orðið svipað núna og það varð í síðasta hlaupi og það á eftir að hækka enn,“ segir Páll Oddsteinsson bóndi í Hvammi sem stendur rétt við Skaftá. „Þetta verður snöggt hlaup en það verður sjálfsagt æðimikið í því. Það var mikið í ánni fyrir út af rigningunum og þá verður nátt- úrulega hærra í henni.“ Engar ráðstafanir Páll segist ekki hafa þurft að grípa til sérstakra ráðstafana vegna hlaupsins og engin hætta sé á ferðum hjá honum. Aftur á móti gæti farið varnargarður hjá Skaft- árdal ef það vex mikið í ánni. Ekki telur hann heldur að sauðfé sitt sé í hættu. „Okkar fé liggur ekkert nálægt því þannig séð. Það getur farið á öðrum bæjum frekar, sérstaklega ef leirinn stoppar það af.“ Rennsli Skaftár hafði sextán- faldast frá því að hlaupið hófst í ánni í gærmorgun og mældist 1.100 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind síðdegis í gær. Eitunaráhrif frá ánni Lögreglan á Hvolsvelli hvatti fólk í gær til að halda sig fjarri upp- tökum árinnar vegna eitrunar- áhrifa frá henni. „Það er vaninn við þessa á að eitraðar gastegund- ir berast úr henni við upptökin. Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni nálægt þeim,“ sagði Þor- steinn Kristinsson hjá lögregl- unni. Flætt hafði yfir veginn inn með Skaftá á einum stað í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar voru tald- ar líkur á að flæða myndi víðar yfir hann. Sagði hún nauðsynlegt að fólk færi varlega á þessum slóðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum má búast við enn frekari aukningu og að hlaupið nái hámarki í dag. - fb Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Lóð múslima enn frestað Á fundi skipulagsstjóra Reykjavíkur á föstudag voru kynntar hugmyndir að staðarvali fyrir safnaðarheimili mús- lima. Afgreiðslu málsins var frestað á fundinum. Múslimar hafa árum saman sóst eftir lóð í höfuðborginni fyrir starfsemi sína. SKIPULAGSMÁL LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt meiddist á hendi og hlaut skurð á enni þegar heimatilbúinn flugeldur sem hann ætlaði að gera tilraun með sprakk í höndum hans í Hafnarfirði um ellefuleytið í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar var hann mjög heppinn að hafa ekki skaddast á auga. Félagi hans sem var með honum fékk vægt áfall og kvartaði yfir suði í eyrum. Í Hafnarfirði kom einnig eldur upp í garðhúsi við heimahús. Slökkviliðið var kallað á staðinn og kom þá í ljós að kviknað hafði í gaskúti sem var inni í garðhúsinu. - fb Slys í Hafnarfirði: Meiddist þegar flugeldur sprakk EFNAHAGSMÁL „Niðurstaðan af fundinum með Darling var sú að við ákváðum að leysa þetta mál okkar á milli þannig að allir megi vel við una. Þetta var kurteisis- legur og vinsamlegur fundur,“ segir Árni Mathiesen fjármála- ráðherra, sem staddur er á árs- fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. Árni fundaði með Alistair Darl ing, fjármálaráðherra Breta í gær. Hann ræddi einnig við fulltrúa stjórnvalda fleiri landa og full- trúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Árni segir viðræður við fulltrúa Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafa verið óformlegar. Engar formleg- ar viðræður hafi átt sér stað varðandi hugs- anlega aðkomu sjóðsins að mál- efnum Íslands. „Ég hef verið að vinna með mönnum í þessum málum. Bankinn er með sendi- nefnd sem fer yfir hlutina á Íslandi.“ Niðurstaðna nefndar- innar er að vænta í dag. Því eru ekki forsendur fyrir því að taka neinar ákvarðanir í þeim málum. Það er gerjun í gangi og við munum eiga fleiri fundi með þessum fulltrúum um helgina,“ segir Árni. Fjármálaráðherra ræddi meðal annars við fulltrúa stjórnvalda Japans og Rússlands í gær, en sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um mögulega aðstoð þeirra ríkja. Einnig stýrði Árni fundi í kjördæmisnefnd Norður- lands og Eystrasaltslanda í Alþjóðabankanum. - kg Fjármálaráðherra fundaði með Alistair Darling og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum: Ákváðum að leysa málið Skaftárhlaupið nær líklega hámarki í dag Talið er að hlaupið í Skaftá sem hófst í gærmorgun nái hámarki í dag. Mikið hlaup er úr eystri katlinum og þegar hefur flætt yfir veg í Skaftárdal. FLÆTT YFIR VEG Flætt hefur yfir veg í Skaftárdal vegna hlaupsins í ánni. Óttast er að flæða muni víðar yfir veginn.. Þorgeir, er sama tempó á ykkur nú og fyrir fjórum ára- tugum? Tempóið er ennþá til staðar. En það er óneitanlega tempraðra. Hljómsveitin Tempó með Þorgeiri Ást- valdssyni, útvarpsmanni og skemmti- krafti, kom aftur saman á Players í gær. Um fjörutíu ár eru síðan Tempó sló í gegn á Íslandi. KAMBÓDÍA, AP Heldur óvenjulegar málalyktir urðu í skilnaðardeilu hjóna í Kambódíu. Eftir átján ára hjónaband brá eiginmaðurinn, sem heitir Moeun Sarim og er 42 ára, á það ráð að saga timburhús þeirra hjóna í tvennt. „Þetta er mjög undarlegt, en svona vildi maðurinn minn hafa það,“ segir eiginkonan fráskilda, Vat Navy, sem er 35 ára. „Hann kom með ættingja sína og þeir notuðu sagir til að saga húsið í tvennt.“ Hún heldur eftir sínum helmingi hússins, sem enn stendur uppi, en maðurinn fór á brott með hinn helminginn og allt sem í honum var. - gb Hjónaskilnaður í Kambódíu: Hús hjónanna sagað í tvennt Bílvelta á Akureyri Bílvelta varð við Bugðusíðu á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í gær. Bílnum var ekið á ljósastaur með þessum afleið- ingum. Ekki urðu mikil meiðsl á fólkinu en ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Hausar á kerru Haft var samband við lögregluna í Kefla- vík um hálfsexleytið gær vegna þriggja hreindýrshausa sem lágu í kerru fyrir framan fyrirtæki í bænum. Lögreglan hafði samband við manninn sem átti hausana og fékk hann til að fjarlægja þá. Dópsali í bíl Tilkynnt var um hugsanlegan fíkniefna- sala sem sat í bifreið fyrir utan fyrirtæki í Hafnargötu í Keflavík um sexleytið í gær. Að sögn lögreglunnar var um að ræða þekktan aðila sem hefur áður verið tekinn fyrir kannabisrækt. Engin fíkniefni fundust í bílnum.undir áhrifum ávana- og fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR AFGANISTAN, AP Varnarmálaráð- herrar Atlantshafsbandalags- ríkjanna hafa heimilað hersveit- um bandalagsins í Afganistan að ráðast gegn fíkniefnabændum og smyglurum, sem margir hverjir eru sakaðir um að nota hagnað sinn til að styrkja talibana og aðrar andspyrnu- hreyfingar. Herlið NATO í Afganistan hefur hingað til ekki viljað taka þátt í baráttunni gegn fíkniefna- hagkerfinu í Afganistan, heldur viljað láta afgönsk stjórnvöld og þarlenda lögreglu um þetta verk. - gb NATO í Afganistan: Ræðst gegn fíkniefnarækt STJÓRNMÁL Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vakti mikla athygli á flokksráðsfundi í gær þegar hann í ræðu frábað sér að vera kallaður óreiðumaður. Töldu fundarmenn Kjartan vísa þar til orða Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra í Kastljósþætti á þriðjudag. Þegar Kjartan hélt ræðu sína hafði fundinum verið lokað fyrir öðrum en flokksráðsmönnum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins á fundinum sátu menn hljóðir undir ræðu Kjart- ans. Fréttablaðið náði ekki tali af Kjartani í gær en í athugasemd til Stöðvar 2 segist hann ekki hafa verið að gagnrýna Davíð Oddsson og lýsti yfir afdráttarlausum og fullum stuðningi við Davíð sem seðlabankastjóra. Engu að síður ber heimildum Fréttablaðsins saman um að fundarmenn hafa talið augljóst að með orðum sínum hafi Kjartan verið að gagnrýna framgöngu Davíðs Oddssonar. Kjartan, sem um langt skeið hefur setið í stjórn Landsbanka Íslands og á þar verulegan hlut, sagðist hafa tapað stórum hluta eigna sinna í umróti síðustu daga. Kjartan lýsti yfir trausti á Geir H. Haarde, eftirmann Davíðs á formannsstóli í Sjálfstæðis- flokknum. Þjóðin þyrfti yfirveg- aðan mann en ekki leiðtoga sem uppnefndi aðra menn og gerði sinn hlut sem mestan. Kjartan og Davíð hafa um ára- tuga skeið verið vopnabræður í Sjálfstæðisflokknum og áttu afar náið samstarf þegar Kjartan var framkvæmdastjóri og Davíð for- maður flokksins. Eftir að Kjartan lauk máli sínu féllust þeir Geir Haarde í faðma undir dynjandi lófataki í þéttsetnum fundarsal í Valhöll. - gar Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frábiður sér illmælgi: Vill ekki vera kallaður óreiðumaður KJARTAN GUNNARSON OG DAVÍÐ ODDS- SON Framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins koma til landsfundar árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRNI M. MATHIESEN STJÓRNMÁL „Ef einhvern tíma var ástæða til að fylkja liði, þétta raðirnar, þá er það einmitt núna,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins á flokks- ráðsfundi í gær. Geir sagði Íslendinga í sárum eftir hrun stóru bankanna þriggja í dýpkandi kreppu. Hann þakkaði stuðning flokksmanna en kvaðst ekki síður þykja afar vænt um stuðning annars staðar í þjóðfélaginu. „Það er ótrúlegur styrkur í þessu öllu saman að finna það að þótt fólk sé að verða fyrir tjóni þá metur það það sem er verið að gera á vegum okkar í forystu Sjálfstæðisflokkksins og í ríkisstjórninni.“ - gar Forsætisráðherra: Þakklátur fyrir stuðning fólks GEIR H. HAARDE SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.