Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 4
4 13. október 2008 MÁNUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 14° 13° 15° 19° 24° 21° 23° 21° 25° 25° 24° 19° 24° 26° 30° 21° Á MORGUN Hæg suðlæg eða breytileg átt. MIÐVIKUDAGUR Norðan, 3-10 m/s, stífastur nyrst. 7 4 3 4 2 4 4 6 6 7 10 10 1 8 7 8 2 8 7 6 4 7 6 2 1 2 5 4 2 0 2 6 SKAPLEGT ÞÓ ÞUNGT SÉ YFIR Fremur hægur vindur verður á landinu næstu daga en dálítill strekkingur verður vestast í dag. Við fáum norðlæga átt á miðvikudag með kólnandi veðri einkum norðan til en vindur verður skaplega hægur víðast hvar. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður ALÞINGI Þingmönnum verður gert að greina frá öllum gjöfum að verðmæti 50.000 krónur eða meira, ef drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunatengslum þingmanna verða samþykkt. Gjöfin þarf þó að geta talist tengjast þingmannsstarfinu til að vera skráningarskyld. Einnig skal skrá allt það sem þegið er að utan. „Sérhvert fjárhagslegt framlag, gjöf eða annar fjárhagslegur stuðningur sem þeginn er frá opin- berum stjórnvöldum, samtökum eða einstaklingum erlends ríkis“, skal skrá, segir í drögunum. - kóþ Hagsmunatengsl þingmanna: Þingmenn upp- lýsi um gjafir ÚR ÞINGHEIMI Þingmenn ræða nú hvort settar skuli reglur um skráningu á helstu hagsmunatengslum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL „Auðvitað eru allir óánægðir. Það er aldrei nokkur ánægður í svona upp- sagnarferli, ekki heldur þeir sem halda vinnunni,“ segir Helga Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Landsbankans. Nokkurrar óánægju gætir meðal starfsmanna með það hvernig staðið hefur verið að uppsögnum í bankanum. Fyrst bárust þau skilaboð frá Björgvini G. Sigurðssyni að enginn myndi missa vinnuna en nú er komið á daginn að um 500 af 1500 starfsmönnum bankans fá ekki starf í nýja bankanum. „Það er í rauninni ekki búið að segja neinum upp, skilanefndin sér um það. Hins vegar voru starfsmenn kallaðir á fund hver og einn fyrir helgi og þeim tjáð hvort þeim yrði boðin staða í Nýja Landsbankanum eða ekki,“ útskýrir Helga. Um er að ræða fólk úr öllum deildum enda eru verkefni margra starfsmanna ekki lengur til. „Eflaust hefði verið hægt að standa betur að þessu ef tíminn hefði verið meiri. Í sumum tilfellum er fólk hissa á því að starfsaldur virðist ekki ráða því hvort fólk fær að starfa áfram. Það sem okkur þótti samt sárast var að við áttum ekki að fá uppsagnar- frestinn greiddan en nú er búið að tryggja það,“ segir Helga. Fjölmargir starfsmenn eiga maka innan bankans eða í öðrum bönkum. Helga segir að reynt hafi verið að sjá til þess að annar aðilinn héldi vinnunni í þeim tilfellum. „Ég veit um eitt dæmi þar sem hjón sem bæði störfuðu í Landsbankanum fengu ekki starf í nýja bankanum en það var síðan leiðrétt og öðrum aðilanum kippt inn aftur,“ segir Helga. - þo Óánægja með hvernig staðið er að uppsögnum í Landsbankanum: Koma í veg fyrir að hjón missi vinnuna MARGIR MISSA VINNUNA Þeir sem ekki fá starf í Nýja Landsbankanum þurfa ekki að mæta til starfa í dag. Engum hefur þó verið sagt upp formlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNHAGSKREPPA Stórt og mikið málverkasafn Landsbanka Íslands mun ekki falla í hendur erlendra kröfuhafa. Þetta segir Lárus Finnbogason endurskoðandi sem er formaður skilanefndar bankans. „Eins og aðrir fastafjármunir, fasteignir og annað, fer safnið væntanlega yfir í nýja bankann,“ segir Lárus. Þannig verður safnið eign Nýja Landsbankans sem lýtur stjórn ríkisins. Málverkasafn Landsbankans er eitt stærsta safn íslenskra málverka og geymir fjölda verka eftir helstu meistara íslenskrar málaralistar. - gar Uppgjör Landsbankans: Málverkasafn bankans tryggt NÁTTÚRA „Það er alveg flugvatn hér fyrir neðan bæinn,“ sagði Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans um kvöldmatarleytið í gær. Þá sagði hann hlaupið enn fara vax- andi en bjóst við að það væri að ná hámarki. Sagði hann hlaupið með þeim stærri sem hann hefði orðið vitni að og bjóst við miklum gróð- urskemmdum. „Þetta skilur eftir sig heilmikla eyðileggingu. Menn tala oft um að það sé ekkert tjón en það er svo mikið land sem fer undir vatn. Áin flæðir upp úr öllum farvegum, brýtur bakka og göslast yfir gróið land og setur það í svartan sand. Þegar fjarar eru sandhaugarnir eftir og þeir fjúka um allt,“ útskýr- ir Gísli. Hann skoðaði aðstæður svolítið í gær og sagði greinilegt að vatnsmagnið væri meira en í hlaupinu 2006. „Hér ofan við Ása- vatnsbrúna hefur alltaf verið gró- inn hólmi úti í vatni en nú er hann farinn. Hann hefur staðið af sér mörg hlaupin til þessa. Það hefur líka brotnað úr bökkum og hrunið úr berginu og varnargarðar eru víða farnir eða komnir á kaf.“ Gísli segir búfénaði ekki hafa stafað hætta af hlaupinu og sem betur fer hafi verið búið að smala. Segir hann það oft henda að fé festist í aurnum og drullunni sem liggja yfir landinu þegar hlaupið sjatnar og það verði þeirra bani. Oddur Sigurðsson jarðfræðing- ur hjá Vatnamælingum flaug yfir svæðið í gær. „Um hádegisbilið var minni kraftur á vatninu sem kom undan jökli og þar stóðu jakar á þurru,“ sagði Oddur. Sam- kvæmt mælingum á hálendinu fór rennslið upp í 1350 rúmmetra á sekúndu en Oddur taldi víst að rennslið hefði verið meira, jafn- vel 1500 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét, þar sem nokkrar kvíslar runnu fram hjá mælinum. „Þetta er með stærri hlaupum sem við höfum séð en þó ekki það stærsta. Það virðist takmarkast við Skaftá en oft hefur hlaupið í öðrum ám samtímis,“ segir Oddur sem býst við að rennsli í Skaftá verði áfram mikið fram eftir vik- unni. Heimreiðin að Skaftárdal fór undir vatn í gær sem og hluti af Fjallabaksleið líkt og venja er í flóðum sem þessu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli lenti enginn í vandræð- um eða hættu vegna hlaupsins. thorgunnur@frettabladid.is Skaftárhlaup er í rénun Hlaupið í Skaftá náði hámarki í gærkvöldi og er nú í rénun. Hlaupið er með þeim stærstu sem orðið hafa í ánni. Bændur í Skaftártungu búast við að gróðurskemmdir komi í ljós þegar sjatnar í ánni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu lenti hvorki fólk né búfénaður í hættu eða vandræðum vegna hlaupsins í ánni. VIÐ FÖGRUFJÖLL Horft yfir Skaftá við Fögrufjöll í gær þar sem áin flæddi yfir mosagróið Skaftáreldahraun frá árinu 1783. Hlaupið á upptök sín í hitakatli undir Vatnajökli. MYND/ODDUR SIGURÐSSON GENGIÐ 10.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 199,9866 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,66 111,18 187,78 188,7 149,74 150,58 20,116 20,234 17,769 17,873 15,528 15,618 1,1182 1,1248 168,8 169,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.