Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 6
6 13. október 2008 MÁNUDAGUR MARKAÐURINN á www.visir alla daga KÚBA Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, segir það vera kraftaverk að bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama hafi ekki verið ráðinn af dögum. Castro tjáði sig um forseta- kosningarnar á vefsíðunni Cubadebate. Hann sagði að mikið kynþáttahatur setti mark sitt á bandarískt samfélag og milljónir hvítra gætu ekki sætt sig við að fá blökkumann í Hvíta húsið. Þá gagnrýndi Castro John McCain og varaforsetaefni hans, Söru Palin. Meðal annars sagði hann að Palin vissi ekkert í sinn haus. - þeb Castro tjáir sig um kosningar: Kraftaverk að Obama sé á lífi FIDEL CASTRO Forsetinn fyrrverandi tjáði sig um forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum á vefsíðu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Brotist inn í sumarbústaði Brotist var inn í tvo sumarbústaði í Grímsnesi í fyrrinótt en litlu stolið. Ekki er vitað hverjir þar voru að verki. Þá barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um skemmdarverk í leigu- bústöðum í Úthlíð. LÖGREGLUFRÉTTIR Í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoð- uðu í gær mann sem lent hafði í sjálfheldu í fjallgöngu á Ingólfsfjalli. Maðurinn hafði farið af alfaraleið og lent í ógöngum efst í klettabelti þar sem hann gat sig hvergi hrært. MENNTAMÁL Kreppan teygir anga sína víða og jafnvel inn á skrifborð hjá háskólanemum í miðjum ritgerða- skrifum. „Ég var að skrifa um útrásar stefnu Icesave og hvaða markaðir myndu henta best til frekari útrásar,“ segir viðskipta fræði neminn Pétur Örn Björnsson, sem í vikunni var kominn vel á veg með BS-ritgerðarskrif um Icesave-reikninga Landsbankans. Eftir vendingar síðustu daga þarf Pétur að byrja upp á nýtt. „Nú þarf ég bara í staðinn að skrifa um af hverju þetta allt saman gerðist,“ segir Pétur, ekki skemmt. Hann bindur þó vonir við að vandræði vikunnar hafi ekki áhrif á útskriftaráformin. En hvernig leið Pétri þegar atburðarásin tók nýja stefnu og fór að hverfast mest um Icesave-reikning- ana í Bretlandi? „Djöfullega,“ segir Pétur. „Þetta var alls ekki skemmtilegt.“ Og ástandið kemur Pétri illa á fleiri vegu. „Það er að minnsta kosti ekki öfundsvert hlutskipti að vera að útskrifast sem viðskiptafræðingur núna, þegar það er verið að segja upp 500 manns í Landsbankanum,“ segir hann. - sh Viðskiptafræðinema leið djöfullega þegar ritgerðarefnið hans tók að riða til falls: Ritgerðin um Icesave er ónýt BYRJAR AFTUR Pétur er þó ekki af baki dottinn og hyggst í staðinn skrifa um hvað varð til þess að svo fór sem fór. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Tímar óráðsíu eru liðnir og nú er hagsýni eina vitið. Sláturmarkaður Hagkaupa í Skeifunni hefur aldrei gengið eins vel. Þar er biðröð út úr dyrum á hverjum degi þegar markaðurinn opnar kl. 14 og svo er selt þar til allt er uppurið. Daginn eftir kemur nýr skammtur og þá hefst atið á ný. Svona er þetta á hverjum degi nema á mánudögum því það er ekki slátr- að á sunnudögum. Í einu slátri er lifur, hjarta, tvö nýru, einn lítri af blóði, eitt kíló af mör, sviðahaus, vömb og keppur. Þrjú slátur kosta 2.475 kr. og fimm 3.905 kr. Þá er hægt að fá eins konar lúxuspakka með þremur slátrum. Lúxusinn felst í því að búið er að brytja mörinn og sauma vambirnar. Nú kemur sér vel að eiga frystikistu. Hvíldarklettur á Suðureyri selur ódýran fisk, ýsu og steinbít á 600 kr. kílóið og þorsk á 950 kr. kílóið. Fiskurinn er frystur í tveggja kílóa öskjur og í hverri öskju eru sex skammtar sem pakkað er inn í plast. Þorskur og ýsa eru roðflett og flökin beinhreinsuð, en af steinbítnum fást aðeins roðflett flök. Innifalið í verðinu er ókeypis heimsending um allt land og lágmarkspöntun er 10 kíló. Hægt er að panta á www. fisherman.is. Fiskfars hjá Fiskisögu má nú fá á 125 kr. kílóið. „Ég eldaði úr þessu dýrindis farsi gómsætar bollur fyrir fimm manna fjölskyldu,“ skrifar Þórhildur Laufey Sigurð- ardóttir. Eins og staðan er núna þýðir ekkert að skerast undan ábyrgð. Neytendur líða vonandi ekki okur aftur í bráð. Batnandi samfélagi er best að lifa. Neytendur: Hagsýni er eina vitið í kreppunni Fiskur og kjöt á góðu verði ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is BANDARÍKIN Bandarísk stjórnvöld hafa fjarlægt Norður-Kóreu af lista sínum yfir ríki sem styðja hryðjuverk. Það var gert eftir að löndin náðu samkomulagi um ýmislegt í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, sem mun meðal annars veita eftirlitsmönnum fullan aðgang að áætluninni. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir ánægju sinni vegna málsins og það hafa Suður-Kóreumenn einnig gert. Japönsk stjórnvöld hafa gagn- rýnt ákvörðun Bandaríkjamanna og segja verið að verðlauna Norður-Kóreu of fljótt. - þeb Japanar ósáttir við ákvörðun: Norður-Kórea af hryðjuverkalista Á Ísland að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Já 75,2% Nei 24,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú matvælaskort á landinu? Segðu skoðun þína á Vísir.is EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra segist enn vonast til að eignir Landsbankans dugi til að greiða eigendum Icesave-reikn- inga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Geir sem um helgina sat fundi með nokkrum samráðherra sinna sagðist ekki vilja útlista það sem rætt var á helgarfundum ráðherr- anna, neitaði því að aðeins væru eftir formsatriði til að ganga frá samkomlagi við bresk stjórnvöld varðandi Icesave-reikninga Lands- bankans í Bretlandi. „Það er ekk- ert búið klára málið og ástæðan fyrir því er náttúrulega sú að það er úrvinnsla eftir áður en hægt er ljúka þessu,“ sagði Geir. Aðspurður sagði Geir það liggja fyrir hversu margir Icesave-reikn- ingar Landsbankans það væru í Hollandi og Bretlandi þar sem innistæður ná því tæplega 21 þús- und evra marki sem íslensk stjórn- völd ábyrgjast að verði greitt. „Það liggur fyrir en ég hef ekki þær upplýsingar á takteinum. Aðalatriðið í því máli er það að við erum að reyna að sjá til þess að eignir bankans geti dugað til að standa við þessa skuldbindingu. Ég held að það sé ágæt von til þess,“ sagði Geir. Forsætisráðherra var spurður hvort til skoðunar væri að frysta eignir fyrrverandi eigenda Lands- bankans. „Ég hef ekki svar við þeirri spurningu,“ svaraði hann. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra situr nú ársfund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem rætt er um að Íslendingar leiti til í þrenging- um sínum. Geir sagði ekkert enn að frétta af samtölum við fulltrúa sjóðsins. Kauphöll Íslands lokaði fyrir viðskipti með hlutabréf í síð- ustu viku og Geir kvaðst ekki geta svarað því hvort þar yrði opnað aftur fyrir viðskipti í dag. Forsæt- isráðherra var inntur eftir því hvort gjaldeyrisviðskipti verði með eðlilegu hætti frá og með deginum í dag eins og hann sagð- ist í síðustu viku vonast til að yrði. „Ég held að allar eðlilegar afgreiðslur eigi að geta gengið fyrir sig, ef ekki í gegnum Lands- bankann þá í gegnum Seðlabank- ann. Þetta er aðeins flóknara þar sem ekki er búið að stofna nýja banka [í Kaupþingi og Glitni] en við treystum því að þetta geti gengið hnökralaust fyrir sig í sambandi við öll venjuleg við- skipti á morgun. En sjálfsagt mun taka einhverja daga að koma þessu öllu í eðlilegt horf á nýjan leik,“ sagði Geir sem kvað Seðla- bankann vinna hörðum höndum að því að koma gjaldeyrismálun- um í lag. Um hugsanlega sölu á Baugi sagði Geir hana ekki hafa verið rædda á fundi ráðherranna. „Það er ekki inni á okkar borði,“ sagði forsætisráðherra. gar@frettabladid.is Ágæt von til að eignir dugi fyrir Icesave-reikningunum Forsætisráðherra segir ágæta von til þess að eignir Landsbankans dugi fyrir ábyrgðum Íslands vegna Icesave- reikninga í Hollandi og Bretlandi. Gjaldeyrisviðskipti verði í lagi í Landsbankanum og Seðlabankanum. GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra svaraði spurningum fréttamanna fyrir utan ráðherrabústaðinn síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalatriðið í því máli er það að við erum að reyna að sjá til þess að eignir bankans geti dugað til að standa við þessar skuldbingingar. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.