Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 38
26 13. október 2008 MÁNUDAGUR Hönnuðurinn Guðlaug Jónsdóttir, sem starfar hjá stofunni Dodd Mitchell í Los Angeles, hlaut á dögunum fimm verðlaun á hönnunarhátíðinni Boutique Design 2008 í Miami. „Ég fór fimm sinnum upp á svið og það voru allir orðnir hundleiðir á mér, held ég, en þetta var rosa gaman,“ segir Guðlaug. Þrenn verð- launanna voru fyrir hönnun glæsihótelsins Cabo Azul og heilsulindarinnar Paz í Los Cabos í Mexíkó. Verkefnið tók eitt og hálft ár í vinnslu og dvaldi Guðlaug í Mexíkó meðan á því stóð. Var þetta í annað sinn sem hún hlaut verðlaun fyrir verkefnið því í júní fékk hún í New York tvenn verðlaun hjá hinu virta tímariti Hospita- lity Design. Næst á dagskrá hjá henni er spennandi verk- efni í Kína og hlakkar hún mikið til. „Ég ætla að hanna nýtt hótel í Sjanghæ, mér skilst að það sé eina landið sem á peninga fyrir utan Dubai,“ segir hún í léttum dúr. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. eining, 6. frá, 8. hár, 9. fljótfærni, 11. lést, 12. urga, 14. jarðríkis, 16. samtök, 17. tæki, 18. þangað til, 20. drykkur, 21. köttur. LÓÐRÉTT 1. kvenklæðnaður, 3. í röð, 4. aldaskil, 5. nögl, 7. fugl, 10. gerast, 13. bók, 15. lasleiki, 16. umfram, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. stak, 6. af, 8. ull, 9. ras, 11. dó, 12. ískra, 14. heims, 16. aa, 17. tól, 18. uns, 20. te, 21. kisi. LÓÐRÉTT: 1. sarí, 3. tu, 4. aldamót, 5. kló, 7. fashani, 10. ske, 13. rit, 15. slen, 16. auk, 19. ss. „Jájá, það er búið að loka kortinu. Maður straujaði það svo úr rauk. Milljónir,“ segir Birgir Nielsen trymbill Klaufanna og er að lýsa þeim Klaufum þegar þeir versl- uðu sér köntrí-föt í Nashville nýlega. Hljómsveitin Klaufar eru til þess að gera nýkomnir frá Nas- hville í Bandaríkjunum, mekka köntrí-tónlistarinnar, í glænýjum köntrígöllum og með nýja plötu í farteskinu sem heitir „Síðasti mjói kaninn“ – 13 laga plata. Er þetta önnur plata Klaufa en sú fyrsta, sem kom út í fyrra, var einnig tekin upp í Nashville. Birgir segir þá félaga hafa farið utan strax eftir verslunarmannahelgi og voru í þrjár vikur. „Munurinn á þessari ferð og í fyrra er að nú tókum við túristapakkann framan af ferðinni. Heimsóttum Elvis í Graceland, sem var virkilega gaman, fórum í Sun Studio í Memphis og létum andann koma yfir okkur. Þarna unnu þeir allir þessir snillingar. Johnny Cash... við erum miklir Cash menn.“ Eftir að Klaufarnir höfðu tekið púlsinn á kananum tók við linnu- laus vinna í Dark Hourse Record- ing í Nashville. Þegar búið var að taka upp grunna komu þeir Dan Dugmoore, sem spilar á steel guit- ar og dobro gítar auk Glenn Dunckham fiðlu- og banjóleikara. Engir aukvisar, menn sem hafa meðal annars spilað með Dolly Parton og Willie Nelson. „Já og öllu þessu liði. Þeir voru ánægðir að sjá félagana frá Íslandi, spila köntrí eins og það var í gamla daga. Þeir hafa áhyggjur af köntr- íinu og hvert stefnir því margir virðast hafa gleymt upprunanum. Sem hinir íslensku Klaufar halda í heiðri!“ Birgir segir þá Klaufa ekki vera að grínast – þeir vilja sinna þess- ari tónlistarstefnu og ætla að vera áberandi á Íslandi á næstunni - enda fáránlegt að gíra sig upp í köntrígalla fyrir millljónir ef menn ætla að fara með veggjum. Og nú þegar er byrjað að hljóma á útvarpsstöðvum nýtt lag frá Klaufunum, þeirra útgáfa á Sister Golden Hair sem hljómsveitin America flutti hér í eina tíð. En við texta eftir Hallgrím Helgason og heitir „Annar maður“. jakob@frettabladid.is BIRGIR NIELSEN: VIÐ STRAUJUÐUM KORTIÐ SVO ÚR ÞVÍ RAUK Klaufar kaupa köntrígalla fyrir milljónir í Nashville BIRGIR NIELSEN OG GUÐMUNDUR ANNAS Þeir félagar í Klaufum eru komnir frá Nashville með nýja plötu í farangrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KLAUFARNIR Í ÖLLU SÍNU VELDI Þeir voru ekki að hlífa kreditkortum sínum komnir í mekka köntrísins - Nashville - og keyptu sér galla sem, miðað við þessa mynd, er hverrar krónu virði. Gulla hlaut fimm verðlaun í Miami „Við ætlum að byrja á 100 lítrum og sjáum svo hvað gerist,“ segir Dóra Svavarsdóttir matreiðslu- meistari og einn af eigendum veitingastaðarins Á næstu grös- um, þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á súpu og brauð milli klukkan 11.30 og 15 í dag að Laugavegi 20b. „Hugmyndin kviknaði með góðum vini okkar í Móður jörð, lífrænum ræktanda austur á Fljótsdalshéraði. Hann ætlar að koma að þessu með okkur og gera okkur kleift að bjóða upp á góða súpu úr íslensku byggi og grænmeti. Okkur langar að gera eitthvað jákvætt, hressandi og skemmtilegt í allri þessari neikvæðu umræðu og láta fólk brosa aðeins. Við megum ekki gleyma því að við getum notið góðra stunda saman án þess að það þurfi að kosta mikið,“ segir Dóra. Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir minni aðsókn í ljósi slæmr- ar stöðu í efnahagslífinu. „Í síð- ustu viku hækkaði verð hjá mörg- um birgjum um 25 prósent svo það gefur manni ekki mikið svig- rúm. Þetta verður erfiður vetur fyrir okkur sem erum í rekstri, neytendur og fólk almennt og eins og staðan er núna veit enginn hvað evran kostar. Maður tekur bara einn dag í einu og reynir að halda verði í lágmarki. Maður gæti ekki boðið upp á fría súpu alla daga, en við ætlum að gera það í dag og það eru allir velkomnir.“ -ag Súpueldhús í miðbæ Reykjavíkur í dag BÝÐUR Í HÁDEGISMAT Dóra eldar 100 lítra af súpu og býður brauð með. MEÐ VERÐLAUNIN Guðlaug Jónsdóttir með verðlaunin sem hún fékk á hönn- unarhátíðinni í Miami á dögunum. „Í miklu uppáhaldi hjá mér núna er diskurinn Garden of Gods með listamanninum Deut- er. Allir diskarnir með honum eru pottþéttir. Róandi, slakandi og tæma hugann. Sigríður Guðjohnsen jógakennari Geðlæknirinn Páll Matthíasson verður aðalgesturinn í nýjum útvarpsþætti Bubba Morthens, Færibandið, sem hefur göngu sína á Rás 2 í kvöld. Meðal annars munu þeir ræða könnun sem gerð var á hamingju fólks. Hlustendur fá að hringja inn í þáttinn og miðað við ástand- ið sem hefur verið í þjóðfélaginu á þessi fyrsti gestur Bubba vafalítið eftir að hitta í mark. Bubbi ætlar eingöngu að spila íslenska tónlist í þætt- inum en mun þó láta vera að spila eigin tónlist. Eitt af mörgum fórnarlömbum fjármálafárviðrisins sem nú geisar er fyrirtækið Spámaður.is sem hin skeleggi blaðamaður Vísis, Ellý Ármanns, hefur haldið úti af miklum myndarbrag sem hennar er von og vísa. Spámað- urinn hefur sem sagt verið settur í þrot en jafnvel hann gat ekki séð fyrir þessar hamfar- ir sem urðu. Glæpasagna- höfundurinn snjalli, Viktor Arnar Ingólfs- son, sem margir þekkja sem höfund Aftureldingar sem sjónvarpsþáttaserían Manna- veiðar byggðu á, er að gera það gott í Þýskalandi. Þannig hefur hinn þýski útgefandi hans, risinn Lubbe, samið sérstaklega við Air Berlin um prentun sérút- gáfu af Engin spor í tíu þúsund ein- tökum og Air Berlin mun kynna útgáf- una og Viktor Arnar í flugriti sínu. -fb, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI HEILSULIND Heilsulindin sem Guðlaug hannaði er staðsett í borg- inni Los Cabos í Mexíkó. FRÉTTIR AF FÓLKI Þórhallur Gunnars- son og hans fólk hjá Ríkissjónvarpinu hefur lengt skilafrest til að senda inn næsta Eurovision- framlag til 20. októb- er. Upphaflega var dagsetningin nú í dag. Marg- ir leituðu til Rúv og báðu um frest enda hafa tónlistar- menn, eins og aðrir, um nóg annað að hugsa þessa dagana, en að smella saman pottþéttu Eurovision-lagi. Tuttugu lög munu keppa á fjórum kvöldum og átta á lokakvöldinu. Þá verður Páll Óskar á sínum stað í sér þætti og mun hlusta á flutning allra Eurovision- laganna ásamt spekingum. -drg VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Gunnleifur Gunnleifsson 2. Alistair Darling 3. Kjartan Gunnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.