Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 30
18 13. október 2008 MÁNUDAGUR Nokkuð hefur verið um það rætt undanfarna daga að nú sé ekki rétti tíminn til þess að finna sökudólga þá sem bera ábyrgð á því bágborna efnahags- ástandi sem ætlar þjóðina lifandi að drepa. Þetta er að sjálfsögðu bara fyrirsláttur þeirra sem hræddir eru um að vera sjálfir dregnir til saka. Því ef nú er ekki rétti tíminn, þá hvenær? Þegar fólki er runnin reiðin? Svei, ljóst er að sökudólgarnir ætla að treysta á að gullfiska- minni íslensku þjóðarinnar komi þeim til bjargar og að eftir nokkrar vikur í viðbót af fyrirslætti vilji enginn lengur baða sig í blóði þeirra. Það sorglega er að líkast til heppnast þetta ráðabrugg þeirra, nema ef grip- ið verður til sértækra aðgerða sem halda reiði lands- manna lifandi þangað til að sökudólgarnir eru loksins í stuði fyrir hegningu. Fátt vekur bræði almennings út í ríkisbubba jafn vel og almennileg, vinstrisinnuð heimildarmynd. Þeir sem vilja halda í reiðina ættu því að verða sér úti um eintök af myndum á borð við Enron: The Smartest Guys in the Room eða The Corporation og horfa á þær reglulega, enda fjalla þær báðar um hvað viðskiptamenn eru siðblindir og gráðugir. Með því að vera jafn brjáluð og við erum núna þegar loksins kemur að skuldadögum tryggjum við nefnilega að sökudólgarnir fái almennilega hegningu, ekki bara einhverjar smávægilegar sektir. Hér er hegningartil- laga: hvernig væri að gera úr hinum seku landfyllingu? Á henni mætti svo byggja nýjan innanlandsflugvöll og losa þar með frábært byggingarpláss í miðbæ höfuðborg- arinnar. Þannig má svala hefndarþorstanum og leysa skipulagsvanda á einu bretti. Flugvallarvandinn leystur NOKKUR ORÐ Vigdís Þor- móðsdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Frú Guðríður, er búið að laga símakerfið? Jæja? Ég ætla að vera hreinskilinn... Þú ert kominn í vandræði með ryð! En kald- hæðnislegt... Líkami minn er á hátindi ferilsins en samt nota ég frítíma minn til að hanga, horfa á sjónvarp og borða ruslmat. Á meðan... Ekki nota mig til samanburðar takk! Hvað nú Mjási? Ég ætla að halda dagbók um veturinn okkar. Dagbók?! En við ætlum að sofa! Jamm. Það er það fyrsta sem ég skrifa. Merki um um að þú sért mamma Sjúga Sjúga Sjúga Úff Þú gefur barninu þínu á bílastæði skólans og notar íþróttatösku og Harry Potter-bók til að styðja við hendina. HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTL BA T Á NÚMERIÐ 1900 AUKAVINNINGAR: TÖLV ULEIKIR OG DVD MYNDI R OG FLEIRA V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 9 9 k r/ sk e yt ið . Hetja eða skúrkur? Af hverju ekki að leika alla? Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.