Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 34
22 13. október 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is 14.–16. nóvember Man. Utd. – Stoke 14.–16. nóvember West Ham Portsmouth 14.–16. nóvember Arsenal – Aston Villa F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! Verð á mann í tvíbýli: 63.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum, miði á leikinn, og hótel með morgunmat í 2 nætur. Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Innifalið: Fug m/sköttum, miði á leikinn, og hótel með morgunmat í 2 nætur. Verð á mann í tvíbýli: 73.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum, Club lever miði á leikinn, hótel m/morgunmat í 2 nætur. FORMÚLA 1 Fernando Alonso hjá Renault tryggði sér sigur í Japans- kappakstrinum í fyrrinótt og nýtti sér þar mistök McLaren- og Ferr- ari-manna í upphafi kappaksturs- ins. Felipe Massa náði að minnka forskot Lewis Hamilton um tvö stig en það munar fimm stigum á þessu tveimur efstu mönnum í keppni ökumanna þegar aðeins á eftir að keppa í Kína og Brasilíu. Fernando Alonso vann þar með sína aðra keppni í röð en hann varð einnig efstur í Singapúr-kapp- akstrinum. „Sigurinn í Singapúr kom mjög óvænt þar sem við unnum við sér- stakar aðstæður í tengslum við öryggisbílinn. Nú var ekkert slíkt í gangi og við unnum á braut sem á ekki að henta okkar bíl. Ég trúi þessu varla en það er frábært að vinna tvær keppnir í röð,“ sagði Alonso. Efsti maðurinn í keppni ökumanna, Lewis Hamilton hjá McLaren, var fyrstur á ráspól en mis- tókst herfilega í fyrstu beygju. Hamilton missti Kimi Raikk- onen fram úr sér og var síðan dæmdur brotlegur þegar hann reyndi að svara til baka. Það þýddi að hann var orðinn aftastur. Vandræðum hans var þó ekki lokið því aðal- keppinautur hans, Felipe Massa hjá Ferrari, keyrði seinna utan í McLaren-bíl- inn hans og sneri honum sem kostaði Hamilton enn meiri tíma. Massa fékk refsingu fyrir en ólíkt Hamilton þá náði Brasilíumaðurinn að vinna sig upp í stiga sæti því hann varð sjöundi í röðinni eftir að Sebastien Bourdais hjá Toro Rosso hafði fengið refsingu eftir keppni. Heimsmeistari síðasta árs, Finninn Kimi Raikkon- en hjá Ferrari, varð að tryggja sér annað sætið til að eiga enn möguleika á að verja titilinn en hann varð að sætta sig við 3. sætið eftir hörkubaráttu við Pólverjann Robert Kubica hjá BMW Sau- ber. Kubica hélt þar með lífi í titilvonum sínum en hann er nú tólf stigum á eftir Hamilt- on. - óój Þrír ökumenn eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum í formúlunni: Alonso vann aðra keppnina í röð TVEIR SIGRAR Í RÖÐ Fernando Alonso. NORDICPHOTOS/AFP > Helgi og Magnús unnu á Kýpur Íslandsmeistararnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason tryggði sér sigur í tvíliðaleik karla á alþjóð- lega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International sem fram fór í borginni Nikósíu á Kýpur. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Í úrslitaleiknum lögðu þeir danskt par, Martin Baatz Olsen og Thomas Fynbo, 21-18 og 21-16. Þeir Helgi og Magnús Ingi voru ekki með röðun á mótinu og fyr- irfram engan veginn taldir líklegir til sigurs. Strákarnir spiluðu hins vegar af miklu öryggi og sigruðu með glæsibrag. Meistarakeppni karla Keflavík-Snæfell 77-73 (37-38) Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sverrir Þór Sverrisson 14 (6 stoðs.), Þröstur Leó Jóhannsson 8 (6 frák.), Vilhjálmur Steinarsson 6, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 6, Jón Norðdal Hafsteins son 5 (6 frák.), Gunnar Einarsson 3, Elvar Þór Sigurjónsson 2. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 23 (9 frák.), Hlynur Bæringsson 13 (17 frák.), Atli Rafn Hreinss. 14, Jón Ólafur Jónss. 11, Kristján Andréss. 6, Gunnlaugur Smárason 3, Egill Egilsson 3. Meistarakeppni kvenna Keflavík-Grindavík 73-68 (47-43) Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 18 (7 frák.., 5 stoðs., 5 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 17 (6 stolnir), Birna Valgarðsdóttir 14 (7 stolnir, 5 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8 (10 frák., 7 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 8 (9 frák.), Rannveig Randversdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig Grindavíkur: Helga Hallgrímsdóttir 11 (12 frák.), Petrúnella Skúladóttir 11 (9 frák., 3 varin), Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Jovana Lilja Stefánsdótt ir 10 (5 stolnir), Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Íris Sverrisdóttir 6, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5 (11 frák.), Formúla eitt STAÐAN Í KEPPNI ÖKUMANNA 1. Lewis Hamilton, McLaren 84 stig 2. Felipe Massa, Ferrari 79 3. Robert Kubica, BMW Sauber 72 4. Kimi Räikkönen, Ferrari 63 5. Nick Heidfeld, BMW Sauber 56 6. Heikki Kovalainen, McLaren 51 7. Fernando Alonso, Renault 48 8. Sebastian Vettel, STR-Ferrari 30 9. Jarno Trulli, Toyota 30 10. Mark Webber, Red Bull-Renault 21 Meistaradeildin í handbolta Pick Szeged-Rhein-Neckar Löwen 24-28 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen þar af voru 3 þeirra úr vítum. Doukas-GOG Svendborg 23-41 Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk fyrir GOG. BM Ciudad Real-Bosna Sarajevo 40-24 Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk þar af 2 víti. Þýski handboltinn Grosswallstadt-Lemgo 29-30 Logi Geirsson skoraði 3 mörk og Vignir Svavars son 1 og Lemgo er enn á toppnum með Kiel. Einar Hólmgeirsson skoraði 1 mark. ÚRSLITIN Í GÆR Birna Valgarðsdóttir og félagar hennar í Keflavík unnu annan titilinn á einni viku þegar þeir unnu Grindavík, 73-68, í Meistarakeppni kvenna í Keflavík í gær. Keflavík var Powerade-meistari um síðustu helgi og hefur því varið tvo af þeim titlum sem liðið vann á síðasta tímabili. Birna var í sigurliði í Meistarakeppninni í áttunda sinn og hefur aldrei tapað leik í Meistarakeppninni. Það munaði samt ekkert miklu í gær. „Við gerðum okkur þetta alltof erfitt fyrir en ég tek það samt ekki af Grindavík að þær eru með gott lið og þær börðust allan tímann. Við vorum bara í mestum vandræðum með þær,“ sagði Birna. Birna skoraði 14 stig í leiknum en hún fór með því yfir 100 stiga múrinn í Meistarakeppninni. Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur eftir að leikstjórnandinn Kesha Watson var send heim. „Við þurfum aðeins að fara að bursta rykið af leikstjórnendun- um okkar og koma þeim í leikform. Ég hef ekki áhyggjur af þessu hjá okkur, við þurfum bara að þjappa okkur saman og gera það sem við erum bestar í sem er að spila körfubolta. Þetta verður samt hörku keppni í vetur,“ segir Birna. Birna er sérstaklega ánægð með Svövu Ósk Stefánsdóttur sem er að snúa aftur eftir barnsburðarleyfi. Svava var með 17 stig, 5 fráköst og 6 stolna bolta í gær auk þess að setja niður öll fjögur þriggja stiga skotin sín. „Svava lofar þvílíkt góðu og ég er ekki smá ánægð með hana í þessum leik. Hún á eftir að gera góða hluti í vetur,“ segir Birna. Birna var að vinna Meistarakeppnina í sjötta sinn með Keflavík en hún hefur einnig unnið hana með Breiðabliki og Grindavík og þá í bæði skiptin eftir að hafa unnið Keflavík. „Er þetta ekki bara mín keppni,“ segir Birna í léttum tón þegar sigurganga hennar í Meistarakeppninni er borin undir hana. „Það hljómar ekkert illa að vera Meistari meistaranna,“ segir Birna að lokum. BIRNA VALGARÐSDÓTTIR MEISTARI MEISTARANNA Í ÁTTUNDA SINN: HEFUR ALDREI TAPAÐ Í MEISTARAKEPPNINNI Það hljómar ekkert illa að vera meistari meistaranna KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu bikarmeistara Snæfells, 77-73, í Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki er liðin mættust í Toyota – höllinni í Keflavík í gær. Keflvíkingar fögnuðu þar með tvöföldum sigri í Meistarakeppn- inni því konurnar höfðu einnig tryggt sér titilinn með fimm stiga sigri á Grindavík í leiknum á undan. Keflavík hafði frumkvæð- ið í báðum leikjum en gestirnir gáfust ekki upp þannig að úr urðu tveir spennandi og skemmtilegir körfuboltaleikir. Öll fjögur liðin í Meistarakeppninni léku án erlendra leikmanna sem hefur ekki gerst í þrettán ára sögu keppninnar. Leikurinn var nokkuð spenn- andi á köflum en Keflavík sigraði á breiddinni sem liðið býr yfir og er greinilega tilbúið fyrir átökin í vetur. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og Keflavík sótti hart að gestun- um með virkilega góðri pressu- vörn. Snæfell fann í raun og veru enga lausn á henni og Keflavík stal hverjum boltanum á fætur öðrum í leikhlutanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-13 fyrir heimamenn. Annar leikhluti þróaðist eins og sá fyrsti, Keflavík hélt Snæfelli í skefjum með góðri vörn. Svo virt- ist sem Keflavík ætti mun auð- veldara með að skora stig heldur en gestirnir en það breyttist undir lok fyrri hálfleiks. Snæfell náði að leysa betur pressuvörn Keflvíkinga og gerðu 8 stig í röð, Snæfell náði með því að komast stigi yfir með flautu- körfu frá Sigurði Þorvaldssyni og staðan því 37-38 í hálfleik fyrir Snæfell. Gunnar Einarsson opnaði þriðja leikhluta með glæsilegri 3ja stiga körfu og kom Keflavík yfir. Kefla- vík hélt áfram að pressa Snæfell út um allan völl en gestirnir voru greinilega búnir að fara vel yfir það í hálfleik hvernig ætti að leysa það, því allt annað var að sjá til liðsins hvað pressuvörn Keflavík- inga varðaði. Leikurinn var áfram í járnum og börðust leikmenn Snæfells grimmilega og komu í veg fyrir að Keflavík næði miklu forskoti. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfn- aður var staðan 51-47 fyrir Kefla- vík. Heimamenn slepptu ekki hendinni af þessari forystu og leiddu eftir þrjá leikhluta 65-57, þökk sé þrem þristum frá Herði Vilhjálmssyni. Síðasti leikhlutinn stefndi í að verða í eigu Keflvíkinga og voru þeir komnir í þægilega stöðu, 72- 60, eftir aðeins tvær mínútur. En Snæfell, eins og svo oft áður í leiknum, neitaði að gefast upp og minnkuðu muninn í 74-70 og aðeins tvær mínútur eftir af leiknum. En Keflvíkingar sigldu sigrinum heim og sigruðu að lokum 77-73. Við eigum fullt af mönnum Landsliðsmiðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson var einn besti leikmaður Keflvíkinga í gær og hann var hress í leikslok. „Þetta var bara flottur leikur. Við keyrðum okkar kerfi sem við ætluðum að gera og það virkaði bara ágætlega. Þetta er auðvitað síðasti leikur fyrir Íslandsmótið og ég held að við höfum notað hann vel. Annars lýst mér bara vel á framhaldið, við erum með fullt af leikmönnum þannig að við verð- um klárir,“ sagði Sigurður sem skoraði 18 stig í gær. Snæfellingurinn Sigurður Þor- valdsson var nokkuð brattur þrátt fyrir tap. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa en það var samt margt gott í þessu. Við lentum auðvitað í því að missa leikmenn frá okkur eins og önnur lið en við misstum þjálfarann líka sem gerir þetta aðeins erfiðara. En svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Við verðum allavega tilbúnir í vetur þegar lið pressa okkur,“ sagði Sigurður og glotti. Aðeins þriðji tvöfaldi sigurinn Þetta er í þriðja sinn sem Keflavík vinnur Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki en kvennalið Keflavík- ur var að vinna Meistarakeppnina í áttunda sinn þar af í fimmta sinn á síðustu átta árum. Það hefur ekki oft gerst að sama félag verði meistari meistaranna í karla- og kvennaflokki en það hefur gerst tvisvar áður, Keflavík náði því einnig árið 2003 sem og nágrannar þeirra í Njarðvík árið áður. -hþ, óój Keflavík er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu fjögurra stiga sigur á bikarmeisturum Snæfells í útlendingalausum leik í Meistarakeppni karla í gær. Keflvíkingar fögnuðu tvöföldum sigri því kvennaliðið vann sinn leik líka. ANNAR BIKAR Á EINNI VIKU Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, lyftir bikarnum. VÍKURFRÉTIR/JÓN JÚLÍUS NÝR FYRIRLIÐI Jón Norðdal Hafsteins- son lyfti sínum fyrsta bikar sem fyrirliði Keflavíkurliðsins. VÍKURFRÉTIR/JÓN JÚLÍUS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.