Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 13. október 2008 23 FÓTBOLTI Framarinn Auðun Helga- son er besti leikmaður Lands- bankadeildar karla 2008 hjá Fréttablaðinu. Auðun var með 6,86 í meðaleinkunn úr 21 leik en í 2. til 3. sæti komu þeir Gunnleifur Gunnleifsson hjá HK og Hallgrím- ur Jónasson hjá Keflavík. Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík var besti miðjumaðurinn og Guðjón Baldvinsson úr KR stóð sig best af sóknarmönnunum. Auðun lék alla deildarleiki Fram í sumar nema einn og hann tapað- ist 0-2 fyrir KR. Auðun var fjórum sinnum valinn maður leiksins og fékk 8 í einkunn fyrir sjö af þess- um leikjum. Auðun fékk mjög góða einkunn (7 eða hærra) í fimmtán af deildarleikjum Fram í sumar. Mikilvægara hlutverk en 2005 „Ég fann það í vorleikjunum að ég var kominn í ágætis stand. Þegar leið á tímabilið fann ég að ég var kominn í mitt gamla og góða form eins og 2005. Þá skoraði ég mun fleiri mörk en ég held að ég hafi verið í mikilvægara hlutverki núna en heldur jafnvel 2005,“ segir Auðun sem var nú búinn að ná sér að fullu eftir krossbanda- slitin. Auðun varð fyrir því óláni að slíta krossbönd í hné í febrúar 2006 og missti af öllu tímabilinu. Honum gekk einnig illa að komast aftur inn í hið sterka lið FH og var aðeins í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í fyrra. „Ég fann alveg að styrkurinn var kominn,“ segir Auðunn enn fremur. Auðun fékk ekki nýjan samning hjá FH-ingum eftir vonbrigða- tímabil í fyrra en þessi 34 ára gamli miðvörður var ekki af baki dottinn og átti mikinn þátt í að koma Framliðinu aftur til veg- semdar og virðingar á nýjan leik. „Ég var ósáttur með mína stöðu í fyrra. Maður vill alltaf mikið, vill spila og vera fremstur í flokki. Það var til þess að maður tók þess- arri áskorun að fara í Fram. Hún gekk algjörlega eftir,“ sagði Auðun. Þorvaldur Örlygsson gerði frá- bæra hluti með Framliðið í sumar og tók varnarleikinn í gegn. Auðun var ekki eini liðsstyrkurinn fyrir varnarleik liðsins því vinstri bak- vörðurinn Sam Tillen kom frá Englandi og Þorvaldur tók með sér varnartengiliðinn Halldór Hermann Jónsson úr Fjarða- byggð. Þorvaldur fann réttu blönduna „Ég man þegar við settumst niður fyrir ári þá var ég mjög hrifinn af því að Þorvaldur ætlaði að gera ákveðnar breytingar. Það var búið að ganga svo illa undanfarið og hann vildi fá mig til að greina og koma skikki á varnarleikinn. Ekki bara varnarleik öftustu línu held- ur alls liðsins,“ segir Auðun. „Ég og Þorvaldur höfum átt mjög gott samstarf og við höfum rætt ýmsa hluti í gegnum allt tímabilið. Hann fann algjörlega réttu blönduna í sumar,“ segir Auðun. „Þorvaldur skapaði alveg gríðarlega góðan móral í hópnum. Hann er ekki með neinar yfirlýs- ingar heldur vinnur sína vinnu mjög vel. Hann pælir mikið í þessu en er ekki mikið að gaspra út á við,“ segir Auðun um þjálfarann sinn. Framarar sýndu styrk sinn á lokasprettinum þegar þeir unnu sannfærandi sigur á verðandi Íslandsmeisturum í FH og höfðu síðan Íslandsmeistaratitilinn af Keflvíkingum með því að vinna þá í lokaumferðinni. Keflavík hafði unnið fimm heimaleiki í röð, með markatölunni 15-3, fyrir þennan leik. Sigurinn á Fram í lokaum- ferðinni færði hans gamla liði Íslandsmeistaratitilinn. Frábær niðurstaða „Það má kannski segja það að fyrst ég fór að skipta um lið á gam- alsaldri þá var þetta kannski frá- bær niðurstaða fyrir mig. Ég er fæddur og uppalinn FH- ingur og það er frábært að titilinn fór í Hafnarfjörðinn því þeir áttu það svo sannar- lega skilið. Því miður fyrir Keflvíkingana þá voru þeir ekki alveg nógu sterkir á lokasprettin- um. Þetta snýst um að halda jafnt út og þeir gerðu það ekki. Það var fullkominn endir fyrir mig á frábæru tímabili að titillinn færi í Hafnarfjörð- inn og að við tækjum Evrópusætið,“ segir Auðun. Leiðinlegi boltinn Auðun segir að gagnrýnin á leiðinlega spilamennsku Framliðsins hafi ekki haft nein áhrif á liðið. „Við vissum alveg að við vorum á réttu róli. Það var verið að tala um að við spil- uðum leiðinlegan fótbolta og það má vel vera að við höfum gert það inn á milli. Svo held ég að við höfum sannað okkur í seinni umferð- inni og mér fannst við vera að spila besta boltann í seinni umferðinni,“ segir Auðunn. Það töluðu líka fáir um leið- inlega spilamennsku þegar leið á tímabilið. „Þetta var í raun bara ævintýri líkast. Þegar Keflavíkurleikurinn var búinn þá hugsaði maður að við værum komnir lengra en maður hafði þorað að vona. Maður hefur ágætis reynslu í þessu og maður veit að það tekur tíma að koma þessum hlutum í lag. Það tókst alveg ótrúlega hratt og vel,“ sagði Auðun. Hann var mjög sáttur við að sóknarleikurinn hefði farið í gang eftir mitt mót. Glimrandi sóknarleikur „Seinni umferðin var alveg frábær hjá okkur og þá kemur sóknarleikurinn. Hann hafði ekki orðið nógu beittur í fyrri umferðinni en svo þegar leið á mótið þá kom hann. Varnarleikurinn var búinn að vera alveg frábær frá fyrsta degi. Það gaf okkur ákveðið öryggi og traust og við héldum því allt sumarið. Svo kemur alveg glimrandi sóknar- leikur í seinni umferðinni,“ segir Auðun en það var vörnin sem allt byggðist á. „Við spiluðum varnarleikinn eins og meistaralið. Það að fá á sig 21 mark í 22 leikjum er rosalega gott,“ segir Auðun. Fram er komið í Evrópukeppni í fyrsta sinn í næstum sautján ár eða síðan liðið var með í Evrópu- keppni félagsliða haustið 1992. Lið Fram hefur ekki verið meðal þriggja efstu liða síðan sumarið 1991 en liðið endaði þá í 2. sæti sem var enn fremur sjötta tíma- bilið í röð þar sem Safamýrarliðið var meðal þriggja efstu. Síðan hefur Framliðið ofast verið í fall- baráttu og tvisvar sinnum þurft að sætta sig við að falla úr deildinni. „Það er frábært fyrir félagið. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Fram,“ segir Auðun „og árangur sumarsins er langtum betri en allir bjuggust við.“ Vinnum ekki titil með sama lið Hann veit að það gæti orðið erf- iðar að halda Fram í hópi efstu liða. „Það á margt eftir að breytast í vetur en ef við tökum deildina eins og hún er þá erum við ekki að fara vinna þessa deild með sama lið. Ég veit hvað þarf til að vinna svona deild. Markmiðið hjá okkur verður að ná jafngóðum árangri ef ekki betri. Þriðja sætið á næsta ári væri frábær árangur og að fara líka lengra í bikar. Við erum í Evr- ópukeppni líka þannig að það verð- ur meira álag. Að ná þiðja sæti á næsta ári er enn meira afrek en að ná þriðja sæti núna því það verður meira álag,“ segir Auðun. Er alls ekki hættur Hann sjálfur er klár í slaginn og er ekkert að fara að leggja skóna á hilluna. „Þetta var lengsta tímabil- ið hjá mér í langan tíma. Ég var orðinn verulega þreytur eftir síð- asta leik. Nú er bara gott frí. Ég á mér ákveðin markmið fyrir næsta sumar sem eiga eftir að koma í ljós,“ segir Auðun sem er orðinn 34 ára gamall. „Ég er alls ekki hættur og fann hvað ég hafði gaman af þessu núna í sumar. Það var líka nýtt hlutverk hjá mér að gefa af sér. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá reynir maður meira að miðla af þekkingu og reynslu. Það gefur manni rosalega mikið,“ segir þessi frábæri varnarmaður að lokum. ooj@frettabladid.is Spiluðum varnarleikinn eins og meistaralið Auðun Helgason, leiðtogi bestu varnarinnar í Landsbankadeild karla, er besti leikmaður Landsbankadeildar karla hjá Fréttablaðinu. Hann segir tímabilið ævintýri líkast, gengi Fram hafi verið betra en nokkur þorði að vona. Auðun sér ekki eftir að hafa yfirgefið FH. Á MÓTI GÖMLU FÉLÖGUNUM Í FH Auðun Helgason sést hér í baráttunni við Jónas Grana Garðarsson í leik Fram og FH í Kapla- krika í sumar. Þeir skiptu um lið fyrir tímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BESTI LEIKMAÐURINN: Auðun Helgason, Fram 6,86 Gunnleifur Gunnleifsson, HK 6,81 Hallgrímur Jónasson , Keflavík 6,81 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 6,80 Freyr Bjarnason, FH 6,64 Guðjón Baldvinsson, KR 6,62 Guðmundur Steinarsson , Keflav 6,57 Hannes Þór Halldórsson , Fram 6,55 Guðjón Árni Antoníusson, Keflav. 6,50 Gunnar Már Guðmundss., Fjölni 6,45 Paul McShane, Fram 6,43 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,43 Finnur Orri Margeirsson Breiðab. 6,43 Pétur Marteinsson, KR 6,43 Zoran Stamenic, Grindavík 6,41 Kenneth Gustafsson, Keflavík 6,41 Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,41 Grétar Sigurðarson, KR 6,33 Scott Ramsay, Grindavík 6,33 Fjalar Þorgeirsson, Fylkir 6,32 Viktor Bjarki Arnarsson, KR 6,32 Jónas Guðni Sævarsson, KR 6,27 Símun Samuelsen, Keflavík 6,24 Samuel Tillen, Fram 6,24 Jóhann Berg Guðmundss., Breið. 6,23 Pálmi Rafn Pálmason, Val 6,17 Reynir Leósson, Fram 6,15 Kjartan Sturluson, Val 6,14 Guðmundur Benediktsson, Val 6,13 Ingvar Þór Ólason, Fram 6,11 Óli Stefán Flóventsson, Fjölni 6,11 Tryggvi Guðmundsson, FH 6,10 Halldór Hermann Jónsson, Fram 6,09 Guðmundur Kristjánss., Breið. 6,07 Casper Jacobsen, Breiðabliki 6,05 Heiðar Geir Júlíusson, Fram 6,05 Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 6,05 Þórður Ingason, Fjölni 6,05 Kristján Hauksson, Fjölnir 6,05 Patrik Redo, Keflavík 6,05 BESTU MARKMENN Gunnleifur Gunnleifsson, HK 6,81 Hannes Þór Halldórsson , Fram 6,55 Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,41 Fjalar Þorgeirsson, Fylki 6,32 Kjartan Sturluson, Val 6,14 Casper Jacobsen, Breiðabliki 6,05 Þórður Ingason, Fjölni 6,05 BESTU VARNARMENN Auðun Helgason, Fram 6,86 Hallgrímur Jónasson, Keflavík 6,81 Freyr Bjarnason, FH 6,64 Guðjón Árni Antoníuss., Keflavík 6,50 Finnur Orri Margeirsson, Breiðab. 6,43 Pétur Marteinsson, KR 6,43 BESTU MIÐJUMENN Hólmar Örn Rúnarsson , Keflavík 6,80 Gunnar Már Guðmundss. , Fjölni 6,45 Paul McShane, Fram 6,43 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,43 Scott Ramsay, Grindavík 6,33 Viktor Bjarki Arnarsson, KR 6,32 BESTU SÓKNARMENN Guðjón Baldvinsson, KR 6,62 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 6,57 Jóhann Berg Guðm., Breiðabliki 6,23 Guðmundur Benediktsson , Val 6,13 Tryggvi Guðmundsson, FH 6,10 Patrik Redo, Keflavík 6,05

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.