Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég fann þetta rafmagnspíanó fyrir rælni á bak við rykfallið drasl í orgelbúð í Melbourne í Ástralíu þegar ég var þar á ferð árið 2002. Þá var það í mikilli nið- urníðslu og ekki til sölu, en ég sannfærði menn um að ég ætlaði mér að kaupa það og láta senda heim til Íslands. Það gekk eftir, Ástralarnir gerðu það upp glæst sem nýtt og sex mánuðum síðar var það komið heim,“ segir Val- geir, inntur eftir þeim innan- stokksmun sem honum er kærast- ur heima. „Rafmagnspíanóið er í senn fal- leg mubla og frábært hljóðfæri. Það er af tegundinni Wurlitzer og var gefið út í sérstakri viðhafnar- útgáfu og takmörkuðu upplagi árið 1967. Þetta er því safngripur, en í fullkomnu lagi og mikilli notk- un því það hefur ratað inn á flest- ar plötur sem ég hef tekið upp síðan ég komst yfir það,“ segir Valgeir sem rekur upptökustúdíó við heimili sitt í Breiðholti og er nafntogaður upptökustjóri. „Ég læt alveg vera hvað heildar- pakkinn var dýr, en kaupin áttu sér stað á þeim tíma þegar krónan stóð mjög vel á móti ástralska dollaranum og ekkert óyfirstígan- legt að fá það uppgert og hingað komið um langan veg, miðað við hvað þetta er mikill gripur,“ segir Valgeir sem á fleiri falleg hljóð- færi í sínum ranni. „Ég er óskap- lega ginnkeyptur fyrir sérstökum hljóðfærum og alltaf með augun opin. Tónlistin er lifibrauð mitt og í henni vantar mann alltaf ný tæki og tól.“ Þess má geta að Valgeir gaf nýlega út sólóplötuna Ekvílibrí- um. Hann spilar í Iðnó næstkom- andi föstudagskvöld á Airwaves- hátíðinni. thordis@frettabladid.is Safngripur úr langferð Hljóðfæri eru undrasmíð og oftast undurfríð. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri fann eitt skínandi fallegt undir þykku ryklagi í vöruhúsi yfirgefinna orgela, í sólbökuðu landi andfætlinga. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður fann þetta íðilfagra rafmagnspíanó á ferðalagi um Ástralíu, þar sem hann tók þátt í smiðju með öðrum tónlistarmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BASTMOTTUR eru yfirleitt drappaðar en þær eru þó fáanlegar í öllum regnbogans litum og einnig með áprentuðu mynstri. Sam- kvæmt bókinni Queer Eye For The Straight Guy eru þessar hrjúfu undirtyllur úr náttúrulegum trefjum rakin og ódýr leið til að skapa herbergjum klassa og stemningu. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) VERÐHRUN landsins mesta úrval af sófasettum - yfir 200 tegundir Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 186.900 kr.99.900,- aðeins Bjóðum 10 horn sófa 4 mism unandi áklæði Alla þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.